Friday, August 18, 2006

Jæja, Snorri minn...

Hreint ótrúlegt að heyra fullorðið fólk og skólagengið láta út úr sér viðlíka vitleysu og Snorri í Betel gubbaði út úr sér í fréttunum í gær. Að halda því fram að samkynhneygðir hafi eitthvað haft að gera með þýska nasistaflokkinn á sínum tíma er eins og að segja að McCarthy hafi stofnað kommúnistaflokkinn í Rússlandi.
Ég man bara eftir einum frammámanni í hinum germanska þjóðernisjafnaðarmannaflokki sem var samkynhneygður, Ernst Rohm. Klikkið á nafnið hans og lesið hvernig fór fyrir honum.
Snorri ætti að vita að það var mun betra að vera gyðingur í Þýskalandi nasismans en samkynhneygður.

Þó segi í Biblíunni að karlmenn skuli ekki sænga hjá öðrum karlmönnum er ekki þar með sagt að seinni heimsstyrjöldin sé þeim að kenna, né heldur Víetnem-stríðið, móðuharðindin, frostaveturinn mikli, þjóðarmorðin í Rwanda eða Geir Ólafsson.

Talandi um þetta þá er Wycleaf Jean nú í sjónvarpinu að taka Wish You were here eftir Pink Floyd í óæðri endann gersamlega ósmurt.

Annars var ég að horfa á Inside Man. Hún er fín.

Annars varðandi mat... það eru alltaf einhverjir að segja manni að allt sem maður étur sé svo óhollt. Menn greinir á um gæði mjólkur og hollustu hennar, sumir éta bara gras og segja að allt kjöt og fiskur sé vont fyrir heilsu manns og sumir sem éta ket og fisk segja að unnar kjötvörur séu bráðdrepandi. Egg eiga að vera full af kólesteróli og þ.a.l. óholl og sykur á náttúrulega að vera jafn hættulegur og Jeffrey Dahmer. Svo var viðtal við einhvern erlendan sérfræðing í Mogganum um daginn (erlendur sérfræðingur reyndar þýðir í mínum huga núna útlenskur hálfviti sem slapp í gegnum háskóla) sem sagði brauð vera fíkniefni. Fíkniefni! Hveiti er víst svo bráðóhollt að brauð drepur mann jafn örugglega og haglaskot í hnakkann. Þar með er jú allt pastað og spaghettíið líka orðið bannvara. Svo maður tali nú ekki um allt sem inniheldur áfengi, það er jú bara eins og að drekka hreinsilög blandaðan í smjörsýru.

Sem sagt, þú mátt bara éta speltbrauð, gulrætur og sojamjólk. Hev a næs rest off jor læf.

7 Comments:

Anonymous Pétur Örn said...

Og tófúantílópur.
Heilsa getur verið bráðdrepandi.

4:09 PM  
Blogger Gauti said...

. . úr leiðindum já !
ég man eftir frétt frá rússnesku héraði (sem eitthvað Jógúrt heitir eftir) þar sem fólk er óvenjulega langlíft og þar var gamla liðið spurt hvað það teldi vera orsök þessa . . fyrst var gömul kona sem talaði um að borða hollt og hreyfa sig, næst kom gamall karl sem sagðist hafa reykt eins og vindurinn og drukkið pela af whisky hvern einasta dag og þessvegna væri hann 100og eitthvað . . gerum bara það sem við viljum og höfum gaman !

5:33 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Kákasus... eða Húsavík. Jógúrt heitir í hausinn á báðum stöðum.

Jú, ein frænka mín í Svarfaðardal fór á gönguskíði og fyllerí á 85 ára ammælinu sínu.
Sjálfur er ég ögn farinn að hugsa um mataræði mitt í ellinni, borða ögn minna djúpsteikt og ögn meira hollt og gott, en demitt ef ég á að sleppa bernesnum með lambinu og neita mér um öl og vindil af og til (eða þrisvar í viku). Ég ét egg og beikon eða hakk og spaghettí í morgunmat og ét almennt yfir mig en ég er í góðum gír og líður vel.
Það væri samt fyndið ef ég dytti niður död á morgun eftir að hafa skrifað þetta, híhí. Það má þá nota mig í varahluti.

10:35 PM  
Blogger Jimy Maack said...

Ef þú dettur niður dau, má ég hirða voxinn þinn?

10:10 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Nei, ef ég dytti niður dau í dag mætti Eldri-Sveppur hirða magnarana með því skilirði að hann drullaðist til að læra á gítar.

12:30 PM  
Anonymous Anonymous said...

með því skilyrði að það sé ypsilon í skilyrði.
Lifi byltingin, án allra skilyrða

10:49 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ypsilon eður ei, það er þó regla að setning á að byrja á stórum staf, kommasvínið þitt.

1:51 PM  

Post a Comment

<< Home