Wednesday, August 23, 2006

Mamma mín

Mamma mín á ammæli í dag. Hún er besta og fallegasta og dásamlegasta konan í öllum heiminum og jafnvel þótt víðar væri leitað. Í dag er hún 29 ára.
Til hamingju, mamma mín.

Lag dagsins er Mamma með Halla og Ladda.

En þá beint í röflið.

Einhver auglýsing var í imbanum áðan hvar landlæknir segir ráðið við beinþynningu vera neyslu á mjólkurvörum.
Því finnst mér skrýtið að í Austurlöndum fjær eru tveir hlutir sem fyrirfinnast bara hreinlega alls ekki - beinþynning og mjólkurneysla.
Margir, með betri menntun en ég, hafa haldið fram að mjólkurneysla geri ekkert til að hamla beinþynningu því mannslíkaminnn geti ekki unnið kalkið úr beljumjólkinni. En meðan bændastéttin fær af einhverjum óskiljanlegum ástæðum sautján milljarða í styrk árlega frá okkur skattgreiðendum skal ég alveg trúa því að við séum göbbuð til að leggja niðurgreiddar afurðirnar þeirra okkur til munns með öllum tiltækum ráðum. Eða hvað?

Að öðru - fyrir fáum árum síðan fengu þeir frændur okkar hjá BMW þá snilldarhugmynd að gera rándýrar auglýsingar og fá rándýra erlenda leikstjóra til að leikstýra.
Þar lék Clive Owen bílstjóra sem kemst í hann krappan. Hér er hann t.d. að skutla Thomas Milian á áfangastað. Milian þessi lék hér í denn í vestra að nafni Big Gundown með Lee Van Cleaf, en þá mynd horfðum við Jói Sigurviss á æði oft eftir skóla hér í gamla daga.

Guy Ritchie gerði líka eina svona auglýsingu, ekki síður skemmtilega. Ekki er allt drasl sem Madonna leikur í, eins og sjá má hér.

Fleiri getið þið fundið sjálf, ef áhugi er fyrir hendi.

9 Comments:

Anonymous þórey Inga said...

Til hamingju með mömmu þína!!

Þetta er íslenska samsærið!!!
Bændur og ríkisstjórn saman í eina samsærisdúnsæng!! Og drekka svo kók og fá sér pylsu með öllu sem er "hollur skyndibiti"!!!

7:20 PM  
Anonymous Pétur Örn said...

Ég hef eiginlega enga skoðun á neinu af því sem þú skrifar um í dag nema afmæli móður yðar.
Til hamingju með afmælið móður yðar.

7:22 PM  
Blogger Olga Bj� said...

Æ, sæt mömmukveðja. Til hamingju með hana.

10:39 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Takk fyrir það. Mamma mín er líka æðislegust.

Nú var ég að kom frá spilamennsku á Döbblíner og er að horfa á Rokkstarið Skjá einum plús. Gaman að því.

1:35 AM  
Anonymous elzti vinur þinn said...

Beinþynning eða ekki beinþynning, skiptir ekki máli. MJÓLK ER GÓÐ!!!!!!

-j

9:19 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jú, hún er ágæt. En spurningin stendur hinsvegar, er hún holl?

Mjólk er góð - bjór er betri.

9:46 AM  
Blogger Olga Bj� said...

Ég hef aldrei verið sérstaklega hrifin af mjólkuvörum og drakk ekki mjólk sem barn. Fannst hún vond. Allt það kalk sem sagt er að sé ómissandi í þessum vörum fæ ég t.d. úr grænu grænmeti og mér líður bara vel.

1:14 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Drakkstu enga mjólk? Þess vegna ertu svona lítil og alltaf í svona vondu skapi!

7:55 PM  
Blogger Olga Bj� said...

Ha ha ha ha.....:)

9:03 PM  

Post a Comment

<< Home