Thursday, August 31, 2006

Martröð Magna

Það er víst ófremdarástand í Rokkstjörnuhöllinni í Ell-Ei. Magni greyið vaknaði upp af hræðilegri martröð í nótt, svo Storm og Dilana eru ennþá að hugga hann. Hann dreymdi nefnilega að Farice-sæstrengurinn færi í sundur nk. þriðjudagskvöld.

Dilana er reyndar hálfsvekkt því Marge Simpson hringdi í hana og vildi fá röddina sína til baka.

Nýr íþróttafréttamaður hefur svo verið ráðinn til starfa hjá Útvarpinu. Hann er fyrsti blökkumaðurinn sem gegnir því starfi. Við bjóðum Samúel Örn Jackson velkominn til starfa.

Lag dagsins er Little Wing með einhverjum öðrum en Hendrixi.

7 Comments:

Anonymous jölli said...

Hhaahahahahahahahaha tíhíhí

dilana simpsons

9:23 AM  
Blogger Bengta María Ólafsdóttir said...

Mér finnst þú fyndinn..

B.

10:38 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Já, takk, ég á mín móment. Ekkert grín jafnar þó saxófónsólóið í lagine sem linkað er á, það er svo agalegt að ég fékk gæsahúð. Svo fékk gæsahúðin mín gæsahúð.

5:34 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Úpps, ætlaði að skrifa laginu, ekki lagine... sorrí.is.

5:34 PM  
Blogger Jon Kjartan said...

þú ert vonandi að grínast - ég hlustaði núna alveg framyfir sólóið (finnst þetta hræðileg útgáfa btw) og jesús... það á að skjóta þennan fjárans saxleikara á handfæri! Hvílíkt væl og leiðindi!

10:22 PM  
Anonymous monsi said...

Andskotans Kenny G skemmilegging á annrss ágætu lagi. Þetta er bara rangt.

11:34 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jú, þessi saxófónleikari á að skipta yfir í koffínlaust. Ég er búinn ap hlæja mikið að þessari versjón, þetta er miklu meira fyndið en sorglegt.

Jón, sama hvað þú ert mikill heiðingi þá er Jesús með stóru joði. Big iodine.

12:52 AM  

Post a Comment

<< Home