Wednesday, August 16, 2006

Mótmælendadruslur

Nokkur stykki hálfvitar fyrir austan eru víst búnir að príla upp í byggingarkrana á byggingarsvæði álversins á Reyðarfirði. Svo hlekkjuðu þeir sig fasta og hafa hangið þarna síðan hálfsex í morgun.
Réttast væri að þykjast ekki taka eftir þeim og halda framkvæmdum áfram. Ef einhver slitnar í sundur eða frýs í hel í fimmtíu metra hæð er nokkuð gulltryggt að ekki munu fleiri leika þennan asnaskap eftir. Ef ekki á að sjálfsögðu að hirða aleiguna af hyskinu upp í það fjárhagstjón sem það veldur. Reyndar ekki líklegt að þetta bévítans undirmálspakk eigi nokkuð, ekki sýnist mér þetta hyski vera í vinnu fyrst það getur hangið sumarlangt uppi á öræfum, sem það hefði aldrei heimsótt ef ekki hefði verið fyrir álverssmíði og virkjanaframkvæmdir.

Svo var einnig í fréttum að fjórtán vetra strákpjakkur hefði reynt að keyra á tvo lögregluþjóna. Útvarpsmaðurinn sem fjallaði um málið heyrðist mér helst vilja kenna bíómyndum og tölvuleikjum um. Voða einfalt að skella skuldinni á Hollywood alltaf.

Annars steinsofnaði ég meðan ég beið eftir Rokkstarinu í gær. Vaknaði í miðju Magnalaginu. Sé þetta á eftir á netinu.

8 Comments:

Anonymous Andri unglingur said...

sástu gaurinn sem var að tala um homma og lessur í Ísland í dag?

9:42 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Nei, ég veit það bara að í hvert skipti sem þau fá einhvern úr einhverjum trúarsöfnuði til að tala um þetta málefni fá þau einhvern ótalandi trúarofstækisbrjálæðing sem ekki getur talað málefnalega í meira en hálfa sekúndu.

11:55 AM  
Blogger Olga Bj� said...

Snorri var það, kenndur við Betel(hem).
Hann kallaði samkynheigða rasista og vildi kenna þeim um helförina og gyðingadráp því að samkynhneigðir menn hefðu startað því öllu saman.

Hvar lærði Sorri sögu? Svo er þetta kennari!

1:04 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jú, Hvítasunnusöfnuður Akureyris hefur haft betri og málefnalegri forstöðumenn.

Þó svomenn telji samkynhneygð í andstöðu við boðskap Biblíunnar er ekki þar með sagt að öllheimsins vandamál séu þeim að kenna, né heldur að þeir séu til óþurftar almennt og óhæfir til félagslegrar starfsemi. Hver ætti til dæmis að sjá um innanhússinréttingar ef engir væru hommarnir?

3:40 PM  
Anonymous Anonymous said...

thu ert nu ekkert annad en samkynhneigdur israelsmadur, hangandi i krana, broduromynd. svo attu thad alveg til ad vera rugladur en eg verd ad fyrirgefa ther thad thar sem thu lagdir thitt af mørkum vid boxæfingar minar fra thvi ad eg var sjø til tolf.
Lifi byltingin og allir kranamenn.

3:56 PM  
Blogger Olga Bj� said...

Arnmundur hinn spaki klikkar ekki frekar en fyrri daginn.

11:54 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Hann er þó villtur, bæði kynferðislega og í pólítík, enda hefur vera hans á hommabarnum 22 í gamla daga skilið eftir ör á sálu hans. Svo stundar hann ekki bara eina heldur tvær kommúnískar íþróttir, skák og fóbbolt. Það er eflaust ástæða vinstri villu hans.
Hann er samt góður við börnin sín og því elska ég hann enn.

9:51 AM  
Blogger Olga Bj� said...

Vá hvað það yrði skemmtileg kvöldstund að sitja til borðs með ykkur bræðrum.

10:20 AM  

Post a Comment

<< Home