Thursday, August 10, 2006

Mótstykki

Einu sinni voru tveir bræður í Quebec í Kanada (já, Kanadahljómsveitarfetissinn minn er í yfirvinnu). Þeir hétu Stefan og Ivan. Þeir stofnuðu hljómsveit og réðu til sín nokkra sessjónmenn, meðal annars litla bróður þeirra. Þeir gáfu út nokkrar plötur og kóveruðu meðal annars bítlalagið "I am the Walrus". Kanadamaðurinn Jim Carrey gaf það reyndar líka út á plötu, en það er önnur saga (hey - Saga, frá Kanada!).

Þeir áttu, þrátt fyrir að gefa út örugglega hálfa tylft platna, bara eitt almennilegt hitt.

Smellurinn kom m.a. við sögu í Simpsons-þætti og líka Futurama-þætti. Þið hafið oft heyrt smellinn. Hann er á harða disknum í hausnum ykkar.

Hugsið vel hvaða lag þetta gæti verið og klikkið svo hér.

Annars er ég að spila á Dubliner í kvöld á Dubliner ásamt Binna og bassastæðunni hans. Það verður stuð.

2 Comments:

Anonymous Svenni said...

Einnig má bæta við að þetta lag kemur líka fyrir í myndinni Bio Dome með þeim Pauly Shore og Stephen Baldwin bara svona að bæta inn í fróðleik þinn Ingvar

8:47 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Pauly Shore er réttdræpur andskoti.
Ef hann hefði ekki verið í Futurama hefði ég kyrkt hann sjálfur.

2:46 AM  

Post a Comment

<< Home