Saturday, August 12, 2006

Óskalög geðsjúklinga

Einhverra hluta vegna var ég að hugsa um útvarpsþáttinn Óskalög sjúklinga áðan. Skrýtinn þáttur, sem var á dagskrá einu sinni í viku. Skilirði fyrir óskalagi var að maður væri á spítala, ef ég man rétt. Þetta var fyrir daga ímeilsins svo fárveikt fólk varð að skrifa bréf og senda í pósti til útvarpsins og bíða svo í heila viku eftir að fá að heyra Traustur vinur. Þá var líklegt að annaðhvort væri maður kominn him fullfrískur eða undir græna torfu. Eða grænt tófú.

Ég ætla að hafa samband við úbartið og fá að vera me þáttinn Óskalög geðsjúklinga. Lög eins og They´re coming to take me away og The lunatic is on the grass væru þar eflaust margumbeðin. Nú, eða óskalög áfengissjúklinga, Flaskan mín fríð, Tequila og öll Skriðjöklalögin. Nú, eða Óskalög þunglyndissjúklinga - eintómar b-hliðar með Modern Talking.

Annars er þetta fyndið - mér finnst það allavega. Eyva finnst það sjálfsagt alveg ömurlegt, en jæja...

2 Comments:

Blogger Magnús said...

Ekki gat ég nú merkt öll orðaskil eða að þetta væri neitt út úr skalanum fyndið. En hún er hæfileikarík stelpan.

4:15 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég sá nú bara kynningu á Crank. Er Eyfi annáðalur fýlupúki? Fór algerlega fram hjá mér, hann er frábær.
kv.
Trausti

11:23 PM  

Post a Comment

<< Home