Saturday, August 19, 2006

Skriðdýr í háloftunum

Sá Snakes on a Plane í gær. Hún vinnur seint Óskarinn sem besta mynd, er snælduvitlaus, sumir leikaranna út úr kú og alles, en mikið svakalega er hún skemmtileg. Ætla sko að sjá hana aftur sem fyrst og taka Eldri-Svepp með. Sérlega skemmtilegt þótti mér þegar kattarófétið var myrt af skriðkvikindi. Hata ketti meira en eiturslöngur.

Nú heitir Haukur frændi ekki lengur Haukur frændi. Hann heitir nebblega Hábeinn frændi, bévaður melurinn. Hann vann nebblega ferð til L.A. á lokakvöld Rockstar-keppninnar með því einu að kaupa sér KFT djúpsteiktan kjúkling, kransæðarstíflandi og hjartakrampavaldandi. Það skal sko enginn halda því fram að KFT sé slæmt fyrir hjartað því ég veit í hjarta mínu að þessi vinningur sem Hábeinn fékk gladdi hans litla hjarta. Getur maður unnið eitthvað með kaupum á sushibakka hjá Nings?

Amsterdam í nótt. Ætla að nota Marshallinn minn og talkboxið nýja delay-ið mitt. Trymbillinn minn á að koma til landsins í dag frá Germaníu. Þar var hann að skoða í sögulegu samhengi áhrif kynvillu á nasistastjórnina fyrir sjötíu árum. Eða ekki.
Vona að hann komi heim í tíma, annars verður þetta tómlegt.

Sjáumst vonandi í kvöld. Ókeibæ.

6 Comments:

Blogger Olga Bj� said...

Já er það frændi þinn sem var að vinna miða á lokakveldið. Heppinn.
Ég væri alveg til í að fara en ætla ekki að eta KFT út í eitt til þess. Kannski einu sinni eða tvisvar...og verð kannski heppin líka. :)

Ég verð eitthvað að rambli í nótt...kíki kannski við á Amster.

2:55 PM  
Blogger Olga Bj� said...

Þetta átti að vega KFC..ekki KF"tjikken". Ha ha ha..

2:56 PM  
Blogger Stebbi Bollustrákur said...

MMMMM!!!! KFT!!!
MMMMMM!!! Bernaise.
Fékk mér einmitt bernessósu með matnum í kveld... ossa gott..
Ég fer ekki neitt i kveld, er bara heima með krúttinu sem sefur núna vært. Ósköp ljúft.
Horfði á Saw í fyrra kvöld og Saw II í kveld, mér finnst fyrsta myndinn MIKLU betri.. ekki sammála með að nr. 2 sé betri, fannst hún eiginlega hálf slöpp.
Luv ya!!!

10:30 PM  
Anonymous Anonymous said...

Vona að trumbulemjarinn þinn sé ekki genginn í hinn samkynhneigða arm nýnasista og berji þýska snoðbossa taktfast.
Svo er hægt að vinna sér inn hringormasveim í mallakút ef sushi er snætt í lange baner.
Annars er Haukur rockstar flottur að fara út og ég öfunda hann barasta af því.
Einnig langar mig að minnast á að ég hef að aldrei hafi fréttaflutningur verið jafn mikill um jafn lítið og að undanförnu, þ.e. framsókn.
Kíkjum svo í kommúnistaávarpið fyrir svefninn, ætti að vera skylda, og auðvitað með ypsiloni þarna gamli prófarkarlesari.
Lifi kommúnistaávarpið.

10:59 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ég las eitt sinn kommúnistaávarpið þegar ég gerði ritgerð um Karl Marx. Siggi Davíðs, kennari minn og gallharður kommúnisti á þeim tíma, gaf mér tíu fyrir hana.

Nú les ég bara bók sem heitir Kommúnisminn og er hreint yndi. Keypti hana í bóksölu Andríkis og var hún góð fjárfesting.

Vil einnig segja að fréttir af Framsóknarþinginu eru mikilvægar. Þeir verða nebblega í næstu ríkisstjórn alveg pottþétt, eru þar alltaf og ávallt, sama hverjir aðrir eru og hvort sem stjórnin er til hægri eða vaðandi í vinstri villu.

2:18 AM  
Anonymous Anonymous said...

reynar var þetta hundur

9:23 PM  

Post a Comment

<< Home