Thursday, August 31, 2006

Sítengd þjóð

Jú, við sáum í gær hvað er gott, sé maður staddur erlendis í raunveruleikaþætti, að vera frá litlu landi hvar allir hafa sítengdt internet og öll börn eldri en sjö eiga farsíma og kunna að senda sms. Magni, fulltrúi þessarar litlu þjóðar í sjónvarpsþættinum Rockstar, var stigahæstur keppenda. Gott mál.

En sjálfur er ég ekki í Rockstar, ég er bara að spila á Dubliner í kvöld, einn og yfirgefinn með kassagítarinn minn. Leik þar Bítlalög og önnur lög, bæði skemmtileg og leiðinleg. Fullt af lögum, næstum því öll...

Mætið sum hver.

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Sendi nokkrum sinnum sms og nokkrum sinnum kaus maður á alnetinu. Held að það hafi tvisvar farið í gegn og helvítis rock sendi mér þrisvar sms um nóttina og sagði error og reyndu aftur. Fock Rock, svaf ekki hálfan svefn.
En austfirðingar hafa greinilega kosið því drengurinn fékk svona helveddes mörg atkvæði.
Magni fékk uppreist æru!
Lifi hann, ég og einhverjir aðrir.

10:21 AM  
Blogger Bjarni R said...

Ef atkvæðin frá Íslandi náðu að koma Magna á toppinn getur kosningaþátttaka áhorfenda ekki verið svo mikil annars staðar í heiminum. Þá eru Supernova og Rockstar í miklum vanda. Magni hefur staðið sig vel í þessum þáttum en ég held að hann verði ekki fyrir valinu sem söngvari hljómsveitarinnar - sem betur fer! Ég hef enga trú á þessari hljómsveit.

2:10 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ja, ég held allavega að Á móti sól verði starfandi lengur en Súpernóvan.

3:59 PM  
Blogger Olga Bj� said...

Litla þjóðin skipti allt í einu milljónum daginn eftir og bjó á Hawai og Nýja Sjálandi. Snilld!

9:56 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Aloha.

5:35 PM  

Post a Comment

<< Home