Saturday, August 26, 2006

Stuð og læti

Haldiði ekki bara að hreinlega bæði Jón Spæjó, yfirstrumpur í Reykjavíkurútibúi Tónabúðarinnar og Sean Connery, Óskarsverðlaunaeigandi, hafi átt ammæli í gær. Jón náði þeim merka áfanga að verða fertugur og óska ég honum hér með allþokkalega til hamingju með það. Connery er eitthvað eldri.

Fríhelgi frá spilamennsku, var bara að spila miðvikudag og fimmtudag og er svo annað kvöld líka. Róleg vika.

White Chicks er í sjónvarpinu. Hún fer ekki á topp tíu.

Lag daxins.

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Óskum Jóni fullkomlega til hamingju með að fylla fjórða tuginn. Hann er heppinn að hafa ekki fæðst um miðja átjándu öldina því þá var meðalaldur íslenskra karlmanna 31 ár. Hann væri orðinn afskræmdur öldungur. Hefði væntanlega aldrei fengið vinnu í tónabúðinni og hefði í mesta lagi spilað á sög og rímað eitthvað í sveitunum.
Svo óska ég líka Connery til hamingju en hann hefur örugglega ekki hugmynd um hvað hann er orðinn gamall, en...allavega gamall.
Mér skilst að þú hafir verið í fríi alllengi núna, bróðurómynd. Enda greinilega orðinn ruglaður og horfir á white chicks sem er ekkert annað en sódómísk transamynd. Þér rétt lýst...
Börn mín berja hvort annað með fjarstýringum í play station tvö í boxaraleik og berja hann Óskar litla líka, Óskar bróður Snorra litla. Þess má geta að Óskar er aðeins 198 cm, vel á annan metra, eins og við bræðurnir. Best að berja hann bara í þykjustunni með fjarstýringum í Play station.
Lifi byltingin, box og Play station.
Líka Jón og Sean Konn.

7:36 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Eins og sagt var í Snakes on a Plane - All praise to the Playstation!

Ég horfði ekki á White Chicks, hún var bara í sjónvarpinu. Sá hana ei og ætla heldur ekki að sjá Little Man eftir sama fólk. Hlakka mikið til að missa af henni. Nú er ég að horfa á Once upon a time in the West ásamt vandræðaunglingnum mínum og kvreðþví að sinni.

10:48 PM  
Anonymous Anonymous said...

Jæja, jæja, Sean Connery er nú fínn. Jájá. Hann er indæll leikari. Jamm. White Chicks á sínar góðu stundir. En því miður nokkrar slæmar líka. Jájá.

Marlon og Shawn eða hvað sem þessir kjánabossar heita... Hafa nú gert ágætis myndir, þó.

Jájá.

Það er svosum fínt apaskott í sósu í andanum hér. Já, já.

Við fórum með tölvuna mína í viðgerð hjá einhverjum kalli á skottseyri og hann er núna í Tyrklandi held ég... þannig að ég sæki hana ekki alveg strax, til að getað kommentað bloggin hans Ingvars stóra (eða á ég að segja litla?) frænda.

Lifi box, playstation, Mr. Hat og síðast en ekki síst Mr. Garrison og þessir fínu gítarar sem voru skýrðir eftir kennarastjörnunni.

Ég lét miðaldra mann hafa Dvd diskana þína sem ég fékk í láni. Stevie Ray Vaughan og Steve Vai.

Jájá. Það er svosum ágætt.

Pabbi er að gera ostabrauð fyrir mig. Það er svosum ágætt. Svona brauð með ost yfir sett í ofn. Jájá. Jamm jamm.

Robocop er bestur... Jesssss það er hann. Punisher er kúl líka...

Punisher Vs. Robocop væri kúl.

Jeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeee.

Ég verð að fara bráðum að éta ostabrauð og svo sagði pabbi mér að ef ég skrifi svona mikið myndi enginn nenna að lesa það... svo að ég eyddi út helling.... EEEEN JÆÆÆÆJAAAAA. Vertu blessaður frændalingurinn minn. Keep it rólegt.

Vertu bless...

Kv. Jölli stórifrændi

4:46 PM  
Anonymous jón Kjartan said...

Þakka kveðju. Maggi í Rín og Elvis Costello áttu líka ammlli sama dag : )

6:41 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Maggi og Elvis eru líka gríðarkúl.

7:34 PM  

Post a Comment

<< Home