Monday, August 21, 2006

Sveinssssssssss.....

Kræst. Var að spila á Kaffi Amsterdam á menningarnótt, frá kl. 1 til kl. 6. Leyfi ég mér að fullyrða að sjaldan hefur nokkur hljómsveit í sögu landsins verið jafnuppgefin að afloknum skyldustörfum. Ingi Valur Rockstardropout var með okkur drengjunum og er ljóst að ekki var vanþörf á.
Tveggja metra há kona dansaði "eggjandi" fyrir framan okkur strákana um tíma og var það uppspretta óteljandi brandara. Rúnar í Sixtís, sem tók með oss nokkur lög, fullyrti reyndar að hann hefði séð barkakýli á dansaranum. En, jæja...

Svo lék ég á Döbb í gær. Aleinn og yfirgefinn. Óskar tók reyndar nokkur lög svo ég skiti ekki í buxurnar og Svavar Knútur labbakútur tók eitt gullfallegt frumsamið. Gaman að því, enda kann maðurinn alveg að smíða lög og flytja þau.

Myndir helgarinnar:

The Great Raid. Sannsöguleg stríðsmynd sem segir frá björgunaraðgerðum Bandaríkjamanna sem miðuðu að því að bjarga rúmlega 500 bandarískum stríðsföngum úr fangabúðum Japana á Filipseyjum. Benjamin Bratt og James Franco (besti óvinur Spædermans) í aðal. Fín. Tvær og hálf drullukaka.

Syriana. Yfirhæpuð samsæris/drama/njósnamynd með heilum haug af úrvalsleikurum. Nett eitthvað, ekki beint langdregin heldur eitthvað, æi...
Fínir punktar í plottinu og alles, bara hittir ekki alveg í mark. Meira en vel þess virði að sjá samt vegna þess hvað hún er vel leikin. Tvær og hálf hasskaka.

Meira var það ekki í dag. Lifið heil eða ekki, ykkar er valið.

4 Comments:

Anonymous Addi Knúts said...

Sæll Ingvar - og til hamingju með gott blogg. Ég elska að lesa það því ég er næstum alltaf ósammála öllu sem þú segir. Þú ert svona and-ég, og mér finnst það alveg frábært. Það eru ekki margir sem geta státað af því að eiga sér "smekk-Nemesis" en það get ég: Jibbý!

kær kveðja,

Addi (sem var í TUSSULL og er vinur Péturs sem var í Búningunum en núna erum við bara í ruglinu nema Pétur sem er í Bumcats)

7:29 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Hæ, Addi. Smekk-Nemesis er uppáhaldsorðið mitt í dag.

10:18 PM  
Anonymous Pétur Örn said...

Tékkaði einmitt að Great raid um daginn.
Fín.

11:07 AM  
Anonymous Pétur Örn said...

Á Great raid meina ég.

11:07 AM  

Post a Comment

<< Home