Sunday, August 13, 2006

Sveppasúpa

Skrapp á tónleik með Morrissey í gær með Hauki frænda og Gunna frænku. Hann var fínn og þótti mér leiðinlegt að ég þurfti að fara áður en leiknum lauk. Hélt nebblega að ég væri orðinn eitthvað veikur, en var bara svona svakalega heitt.

Morrissey kom með sitt eigið upphitunarband og verða það að teljast einhver mestu mistök tónlistarsögunnar í öllum heiminum og þó víðar væri leitað. Einhver stelpudrusla á hljómborð og kall á trommur. Mikið playback líka. Einhver leiðinlegasta tónlist sem ég hef heyrt ever. Alveg fargings glatað. Alltof hátt líka og gerði ekkert nema koma mér í vont skap og láta mér bókstaflega líða illa. Haukur var svo heppinn að sofna meðan á ósköpunum stóð, en við Gunni sátum í eymd okkar og grétum. Eftir einhver fjögur lög fór ég bara fram til að þurfa ekki að sitja undir þessu sorpi. Alveg agalegt.

Var ég búinn að minnast á að mér líkaði ekki upphitunarbandið?

Fór svo og lék fyrir dansi á Dubliner. Þar var gömul kona voða mikið að tala við mig og reyna að kyssa mig. Leit út eins og Valgerður Sverrisdóttir, bara ljótari. Arg.

Orð dagsins er nafnorðið glerblásari.

1 Comments:

Anonymous elzti vinur þinn said...

Glerblásari?

Ég var einmitt að fá mér græjur til að sand- og glerblása hina ýmsustu bílahluti. Gaman að því...

-j

9:28 AM  

Post a Comment

<< Home