Tuesday, August 29, 2006

Tóbak og annað dóp

Blaðið í dag er svolítið fyndið. Sagt er frá fangaverði (núna fyrrum) sem stóð í stórfelldu dópsmygli inn til fanga á Litla-Hrauni. Hann var böstaður með einhverja ólyfjan innvortis og tekinn fastur. Blaðið sagði að hann hefði verið sumarafleysingastarfsmaður og þetta hefði gerst á síðasta vinnudegi hans á Hrauninu. Því þyrfti hann "að dvelja lengur en hann upprunalega ætlaði sér". Gaman að því.

Svo vælir hann þessi ósköp, karlanginn sem var tekinn með tvö kíló af ólyfjan í Brasilíu og stungið í stein. Greyið karlinn. Hann segir að fangelsin þar í landi séu slæm. Aðbúnaður ógeðfelldur og allt í klessu. Jú, karlinn, mundu það bara næst þegar þú flytur tvö kíló af kókaíni milli landa. Hann ætlaði víst að flytja þetta heim á klakann og vil ég því þakka brasilískum yfirvöldum fyrir að spara Íslendingum stórfé í fangelsismálum og hýsa kvikindið fyrir oss. Fangelsin eru hvort eð er allt of góð hér, svo góð að menn koma aftur og aftur.

Annars er ég svolítið hvumsa að heyra að Tomma og Jenna-þættirnir eru á leið undir hnífinn og á að klippa burt allar þær senur hvar tóbak sést í notkun (nóta bene - ekki ofbeldið, bara reykingarnar). Væntanlega þarf þá einnig að breyta byrjunaratriðinu í Bleika Pardus-teiknimyndunum (hvar Bleiki sést með sígó með svaðalegu munnstykki).
Mér finnst þetta ógeðfelld aðför að listrænu frelsi svo ekki sé talað um skemmdarverk á listaverkum og menningarverðmætum. Ef ég hitti þann sem kýldi þetta í gegn skal ég lúberja hann Tomma og Jenna-stæl og fíra svo í vindli.

Lag dagsins er Smokin´in the Boys Room.

4 Comments:

Blogger Gauti said...

mikið svakalega er ég sammála ÞÉR með Tomma og Jenna dæmið ... ég kann þetta meira og minna utanað ég sá þetta svo mikið sem krakki, og ekki reyki ég . . lengur . . það er ekki eins og þeir hafi verið strompandi félagarnir eða reykingar hafi verið settar upp á jákvæðan hátt . . ég man eftir þeim grænum í framan meira

8:43 PM  
Blogger Olga Bj� said...

Vá, ég er líka sammála með Tomma og Jenna dæmið. Ekki reyki ég heldur (lengur).
Það er frekar ofbeldið sem einhverjum fyndist sniðugt að prófa á systkinum sínum.
Gott point með Bleika Pardusinn. Sá reykti....

Ég á afmælisþátt um Andrés Önd frá 1952 í tölvunni sem Agnes heldur mikið upp á hvar Andrés pínir Ripp, Rapp og Rupp til að klára heilan vindlakassa í kofa uppi í tré!
Gæinn sem vill skemmileggja Tomma og Jenna þættina myndi líklega vilja troða Drésa inn í klefann með með ólyfjanberanum í Brasilíu.

Það þyrfti reyndar þá verða að gerast í bíómynd eins og Who Framed Roger Rabbit...hvar hægt er að snerta teikimyndafígúrur.

En munið þið eftir mörgum tóbaksatriðum í Tomma og Jenna? Ég man bara eftir atriði þar sem Tommi stendur teinréttur og fær sér sígó (svona hinsta ósk) eftir að hafa grafið sína eigin gröf rétt áður en eitthvað risagrjót skellur á honum.

10:53 PM  
Anonymous Anonymous said...

þeir verða bara að fara að taka e.
verður ekki sýrðara.
Tómas E og Jens E.
ABCDEFjölbrautíGarðabæ
Lifi Fjölbraut - og Magni (vonandi)

12:07 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ingvar, þú ert miklu betri en Magni þegar þú tekur Plush.
Lifi Plush og Rush.

12:18 AM  

Post a Comment

<< Home