Monday, August 28, 2006

Tommí Lí

Einn þrælgóður hér:

Aðalsponsor Rockstarþáttanna hérlendis er KFT (Kentucky Fried Tjikken). Þeir meira að segja eru búnir að lofa Hauki frænda að bjóða honum til L.A. bráðlega að vera viðstaddur lokakvöld þáttaraðarinnar. Þá verður alheimi tilkynnt hver verði söngvari Súpernóvunnar. Trommari sveitarinnar er enginn annar en Tommy Lee. Hann er mikill stuðningsmaður PETA. Hann hefur meira að segja gefið PETA fullt af peningum til að styrkja þá í málaferlum gegn KFT vegna meintrar ómannúðlegrar meðferðar á fiðurfénaði.

Svona er nú heimurinn lítill.

Lög daxins eru tvö - Dr. Feelgood með Mötley Crue og Milk and Alcohol með Dr. Feelgood.

Góðar stundir.

6 Comments:

Blogger Jimy Maack said...

Og þó að KFC séu nú ekki barnanna bestir, þá eru PETA stuðningsaðilar umhverfishryðjuverkasamtaka á við ALF og ELF, sem meðal annars hafa á launaskrá sinni Rod nokkurn Coronado sem sökkti nokkrum Íslenskum hvalskipum sér til mikillar frægðar fyrir þónokkrum árum síðan.

Að það sé verið að púkka uppá svona fífl....

4:06 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jú, hugsaðu þér alla olíumengunina úr þeim sokknu hvalskipum sem svona lið hefur á samviskunni...

Umhverfishvað?

PETA og allt þeirra stuðningsfólk má mín vegna fara í bræðslu.

5:19 PM  
Blogger Magnús said...

Ekki tala illa um ALF.

3:32 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ég held hann sé að meina einhver illa innréttuð félagasamtök, en ekki geimveruna geðþekku.

4:02 PM  
Blogger Olga Bj� said...

ALF...jiii...var búin að gleyma honum. Gaman.

10:55 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Mér finnst fyndið hvað einhver löggukall í Ameríku sagði þegar Coronado samdi um vægari dóm vegna íkveikju - löggan sagði að ef hann væri ekki indjáni hefði hann fengið 20 ár fyrir tilraun til manndráps.
Fyndið hinsvegar að eitt sinn kvikti hann í rannsóknarstofu sem gerði tilraunir með dýr og eyðilagði einhverra ára niðurstöður að miklu leiti, sem varð jú til þess að þeir þurftu að endurtaka rannsóknirnar með tilheyrandi fórnum úr dýraríkinu.

Að sjálfsögðu finnst mér líka að landsmenn ættu að gera út einhvern til að ganga vel og kyrfilega í skrokk á kvikindinu fyrir að sökkva bátunum okkar hér um árið. Er ekki hægt að fá Annþór í það og meta það honum til refsilækkunar?

10:41 AM  

Post a Comment

<< Home