Saturday, September 09, 2006

Börn, fólk í útlöndum, Storm og eitthvað fleira

Í dag er gott að eiga svona ungling. Ég í vinnunni, kerlingin í vinnunni sinni og unglingurinn minn heima hjá mér að passa litla bróður sinn í veikri von um borgun. Þar sem kerla er að vinna fram á kvöld og svo að fara í partý erum við mjög hamingjusamir, því nú ráðum við alveg hvað er í sjónvarpinu og hvað er í matinn. Óhollusta í matinn og ógeð í sjónvarpinu (allavega eftir að litli sofnar).

Enn er ég í eilitlu svekkelsi yfir því að Storm hafi verið send heim úr sjónvarpsþætti allra landsmanna hér um kvöldið. Agalegt hjá strákunum að gera svona. Bæði skunkurinn og marglita Afríkuskessan máttu fara, bara ekki Storm, því hún er svo sæt og fín. Því ákvað ég að linka á frumsamda lagið, sem hún söng í síðasta þætti. Það er hér.


Haukur frændi minn er að fara í boði KFT til Ameríku að sjá Magna í úrslitaþættinum. Mikið svakalega er hann heppinn, karlpungurinn. Ég verð bara að sjá þetta í sjónvarpinu mínu. Samt borða ég miklu oftar en Haukur á KFT. Agalega ósanngjarnt. En það er samt gott að hann vann ferðina en ekki einhver leiðinlegur, það hefði verið óþolandi ef Leoncie og Geir Ólafs hefðu unnið.

Myndir kvöldsins eru ein sería af Tales of the Unexpected (óvænt endalok) og Sentinel, sem ég sofnaði yfir í gær.

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Storm er velkomin að vera hjá mér ef hún er í vandræðum eftir burtkastið. Hún er á fínum aldri (37) og getur strippað fyrir piltinn og sungið hann í svefn.
Svo þarf ég einhverntímann að endurupplifa óvænt endalok en mig rámar í nokkur atriði úr sýnvarpinu í gamla daga. Veit að allavega var þetta ekki sýnt á fimmtudögum! Annars vona ég að þú hafir skemmt þér vel fyrir austan fjallið, í rigningunni og þakka þér fyrir skutlið, bróðurómynd. Sem minnir mig á að ég þarf að fara að horfa á þessar myndir þínar. Bið að heilsa sveppum tveim og kerlingu einni.
En byltingin lifir...

6:24 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ég var svo ánægður í gær að geta loxins horft á þáttinn "Poison", sem fjallaði um mann sem vaknar upp við það að hann er með eiturslöngu á bumbunni. Ma og pa vildu ekki leyfa mér að horfa á meira í gamla daga því ég var bara níu ára, en nú veit ég alveg hvernig þetta endaði alltsaman. Gaman að því.

7:40 PM  
Anonymous Anonymous said...

SENTINEL-ER-GÓÐ-MYND-STOPP
ÉG-FÓR-Á-HANA-Á-AKUREYRI-STOPP

En leitt að Storm fór.
Ég vill að Lukas fari nú... Þó mér hafi fundist lagið hans rosalega flott.

Bless bless, Jökull.

4:17 PM  
Blogger Gauti said...

en pælið íðí . . nú er enginn kani eftir í hópnum ! . . Lukas frá Kanada, Toby from downunder, Dilana reyndar býr núna í Texas en er ekki mikill kani samt . . fyndið

8:52 AM  
Anonymous thorey inga bringa said...

Pant ekki horfa a Poison...slongur eru ollabjakk og verkfaeri djofulsins.....

Marglita afrikuskessan...hìhìhì..

11:01 AM  
Blogger Óskar þór said...

Þú hringdir í mig mér til illmælanlegar ánægju! þú ert frábær en láttu það samt ekki stíga þér til höfuðs, þó stutt sé milli stigs og höfuðs í þínu tilfelli, koddu í heimsókn! konan vill tilbreitingu!?!

12:45 PM  
Blogger Óskar þór said...

Allar stafsetningavillur eru í boði Húsasmiðjunar.

12:47 PM  

Post a Comment

<< Home