Wednesday, September 27, 2006

Bull og vitleysa

Mikið er gaman að því hvað maður fær mörg komment. Mikið stuð.

Búinn að vera alltof veikur og asnalegur upp á síðkastið, kvefdrulla og hausverkur. Hor í lítravís daglega, grænna en Framsóknarflokkurinn í heild sinni og álíka gáfað.

Í Grapevine sorpritinu er ætíð (eða var allavega, ég er hættur að lesa þetta drasl) ein síða hvar fjallað er um íslenska stjórnmálaflokka. Gaman að sjá hvað þeir heita á ensku. Framsók er Progressive Party, sem fær mann enn betur til að sjá hvurslegs rangnefni það er. Samfylkingin er The Alliance. Ég kunni betur við samnefndan flokk í bíó. Sá hafði allavega einhverja stefnu.
Þó verð ég að taka fram að síðasta útspil Samfylkingarinnar, frumvarp um lækkun matarverðs, er ei svo vitlaust. Eitt af því sem þeir lögðu til var lækkun verndartolla á erlendar landbúnaðarafurðir. Eins og við var að búast urðu bændur gersamlega kreisí, enda ekki nóg að fá nærri tvo tugi milljarða árlega í styrki - sem talað er um að komi til með að hækka - frá ríkinu, heldur þarf að hækka verð á innfluttum vörum í sömu flokkum. Bévítans ofverndun.

Var annars að horfa á franska spennumynd, sem kom mér skemmtilega á óvart. Nefnist hún 36 og skarta bæði þarna Gerald Departure og hinni gullfallegu (svo vægt sé til orða tekið) Valeríu Golino. Skemmtileg löggumynd þrátt fyrir bévítans hrognamálið. Að sjálfsögðu er Kaninn að smíða endurgerð, sem hinn germanski Marc Foster á að leikstýra (Finding Neverland, Monster´s Ball). Talað er um De Niro og Clooney í aðal á spjallsíðum þar ytra. Hreint drullufín mynd og kemur á óvart fyrir allan peninginn.

Nú er í tækinu Pink Panther, nýja versjónin. Einu sinni var Steve Martin svakalega fyndinn, en nú er hann álíka fyndinn og risvandamál. Franski framburðurinn hans gæti ekki blekkt heyrnarlausan Texasbúa. Af hverju í ósköpunum er ég að horfa á þetta? Af hverju borgaði ég sexhundruðkall fyrir myndina á útsölu? Ég veit samt af hverju myndin var á útsölu, hún sýgur smokkfisk.

Ég er að hugsa um að drekka ekki brennivín í smástund. Ætli ég haldi út mánuðinn?

12 Comments:

Anonymous Anonymous said...

greyið Ingvar - tekur þú ekki lýsi?
Þetta með matvöruverð, bændur og niðurgreiðslu. Hvers vegna í ósköpunum að greiða 15+ milljarða til þess að halda 3000+ bændum uppi!! Ég bara fatta þetta ekki. Síðan vill samfylkinin væntanlega ganga í Evrópubandalagið til þess að fá enn meiri styrki!! Dæmigert fyrir þessa vinstri aumingja að vilja komast á spena einhvers staðar. Fara á leiðina sem Nýja Sjáland fór - hætta niðurgreiðslu til bænda strax og láta þá sjá um sig sjálfa. Hananú!!

Veit ekki hvers vegna þú ert að eyða 600 kalli í lélega mynd, hefðir betur keypt þér lýsi! Kannski allt horið sem þú lýsir svo vel brenglað dómgreindina - eða er það kannski áfengið?

H.K

3:01 AM  
Anonymous Sigurjón Örn Ólason said...

Ég er allavega að drekka belgískan bjór í Belgíu!
Og hana nú.

9:13 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ég hef drukkið lýsi af miklum móð, er bara samt troðfullur af kvefskít og viðbjóði.

Gott hjá þér að nefna Nýja Sjáland (mætti taka Ástralíu sem dæmi líka). Þar var niðurgreiðslum hætt til bænda (ef ég man í einhverjum þrepum) og hefur landbúnaður blómstrað sem aldrei fyrr síðan þá, Ástralía orðin mikilvægt vínræktarland og alles. Reyndar dó Steve Irwin, en ég held að þa hafi ekki haft neitt með bændastyrki að gera.

10:34 AM  
Blogger Jimy Maack said...

Hmm.. já.. Pink Panther er merkilega vond.

Háevör:

Ef þú getur ekki sleppt því að drekka út mánuðinn (til klukkan 23:59 Laugardagskvöld, skal ég bjóða þér í öl á næstunni.

11:06 AM  
Anonymous Eyvindur Karlsson said...

Risvandamál er hiiiilarious!
Það er Steve Martin hins vegar ekki. Ekki lengur allavega.

11:28 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Skömmu eftir að ég skrifaði þetta með risvandamálið kom Viagra-brandari í myndinni. Hann var ekki svo góður, en það skásta sem ég sá áður en ég sofnaði - áður en myndin var búin.
Steve Martin var eitt sinn ógeðslega fyndinn, en ekki lengur.

12:06 PM  
Anonymous Pétur Örn said...

Hvað er ykkar uppáhalds mynd með Steve Martin.
Mín er The Jerk.
En þær eru fleiri skemmtilegar.

4:18 PM  
Blogger Jimy Maack said...

Mín uppáhalds Martin mynd er Dead men don't wear plaid.

1:49 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Þetta er fín ræma og erum við Einar þar með sammála í fyrsta skipti í hálft ár, eða síðan hann sagði "fáum okkur meiri bjór!"

Mér finnst Mr. Steve Martin samt einna bestur í SNL, bara...

3:15 PM  
Anonymous Eyvindur Karlsson said...

Uppáhalds Steve Martin myndin mín er Novocain.

11:50 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jú, hún er hress.

2:42 PM  
Anonymous Anonymous said...

So I got a new computer in the middle of October, it is a Toshiba Satellite A500/040, came with Windows vista Home premium. I got a Windows 7 upgrade disc that is only for my computer. I have upgraded my Laptop to windows 7 and am now having troubles... I think I picked up a few viruses and I am wanting to re-install windows to get my laptop back to normal. The only problem is I am not entirely sure if I can re-use the Upgrade disc. Does anyone know if I can? And if not, what I can do? Thanks in advance for any help and have a great New Year [url=http://gordoarsnaui.com]santoramaa[/url]

2:21 PM  

Post a Comment

<< Home