Tuesday, September 12, 2006

Áfram Magni!

Nú er alveg stranglega bannað að gleyma að muna eftir Rokkstar í kvöld. Kjósa Magna svo alveg út í eitt. Munið að það er stranglega bannað að kjósa þarna kanadíska grenjuskunkinn.

Haukur frændi farinn út að horfa á þáttinn annað kvöld, því þátturinn í kvöld var tekinn upp á sunnudaginn eins og allir vita. Það á samt að kjósa og allir að vera memm.

Fyrir skemmstu setti ég inn nokkur orð varðandi baksíðuþanka Davíðs Radíusbróður í Fréttablaðinu. Grein hans hefur dregið eilítinn dilk á eftir sér eins og sjá má hér.

Má annars til með að benda á eitt í þarsíðasta tölublaði Grapevine sem mér finnst slá flestallt annað út í smekkleysu. Það er eilítil umfjöllun um Súperman-myndina nýju. Þar segir að myndin fjalli um endurkomu Súpermanns "after two decades of being a lazy, paralyzed bitch". Einkar smekklegt.

Davíð Þór setti eilítið út á umfjöllun Grapevine um Rockstar-þáttinn, enda full ástæða til. Í nýjasta Grapevine er grein eftir Bart Cameron undir yfirskriftinni "Reality check - Iceland goes nutty for a flop". Þar segir hann frá því að hann hafi nýverið skroppið til Bandaríkjanna. Þar spurði hann föður sinn um þáttinn og kom í ljós að faðirinn (sem ég geri ráð fyrir að sé allavega um miðjan aldur) kannaðist ekki við sjónvarpsþáttinn Rock Star. Af þessu dregur maðurinn eftirfararandi ályktun: "It turns out nobody in America is watching Magni..."

Má geta þess að í Bandaríkjunum horfðu u.þ.b. sjö milljónir á síðasta þátt, sem er óneitanlega u.þ.b. sjö milljónum fleiri en lesa Grapevine. Eru þá ótaldir áhorfendur utan USA, en víða annarsstaðar er þátturinn gríðarvinsæll.
Sama þó þetta sé ekki vinælasti þátturinn sem sýndur er í heiminum, Magni er óneitanlega sá Íslendingur sem mest er í fréttum erlendis, eins og sjá má ef hann er "gúgglaður".
Í sömu grein fjallar Bart þessi um árásir "tweaked-out former editor of a porn magazine" á blaðið. Einkar skemmtilegt alltsaman.

En yfir í annað skemmtilegra - hann Hansi á ammæli í dag. Hann getur meira að segja lesið þetta núna, því kommúnistastjórnin í Kína er hætt að blokkera netið í jafnmiklum mæli og áður var. Því getur hann Hansi lesið bloggið mitt. Jibbí.

Til lukku, gamli hestur.

Dóttir hans átti einnig ammæli í gær og varð fjögurra vetra. Því verða væntanlega leifar í ammælinu hans Hans í dag... eða í gær, því núna er 13. sept að smella á í Kína, því þeir eru litlum 8 tímum á undan. Samt eru þeir einhvernveginn langt á eftir. Bévítans kommúnistar.

Kannski er ég að selja Fernandesinn minn - ég er ekki viss. Lét Marshall-magnarann minn nýverið, en hann notaði ég aldrei. Sé samt eftir honum. Nota Fernandesinn svo til aldrei, en hann er samt frábær. Kem pottþétt til með að sjá mikið eftir honum ef í það fer. Mikið svakalega er maður geðveikur...

Annars sýnist mér á öllu að þessi mynd verði síður en svo líkleg til að drepa mann úr leiðindum. Hlakka mikið til. Svo er þessi örugglega hress líka.

2 Comments:

Blogger Bjarni R said...

Ég verð að játa að ég er orðinn rosalega spenntur að sjá Casino Royale enda virðist Campbell ætla að taka þessa öndvegisskáldsögu réttum tökum samkvæmt því sem maður hefur séð í stiklunum til þessa. Daniel Craig virðist auk þess geta auðsýnt þá hörku sem til þarf fyrir hlutverk þess Bonds sem upphaflega var mótaður af meistara Fleming og Eva Green er akkúrat eins og Vesper ber að vera. Svo er eðalleikarinn Mads Mikkelsen sem maður hefur kynnst í ótal dönskum kvikmyndum að sjálfsögðu rétti maðurinn í hlutverk skúrksins Le Chiffre sem þegar hefur verið leikinn af ekki ómerkari leikurum en Peter Lorre og Orson Welles. Loks verða það að teljast gleðitíðindi að John nokkur Cleese skuli ekki koma við sögu í þessari mynd.

12:34 PM  
Anonymous Anonymous said...

Þessi Bart og hans Norðurkjallara MH lið sem telur sig einhverja mikla ungpenna er sjálfum sér til skammar.
PS: Svokölluð "tónlist" Bjarkar Guðmundsdóttur og vælið í henni er álíka áhugavert og bíll með bilaða bremsupúða!

Sindri Elgar

2:24 PM  

Post a Comment

<< Home