Friday, September 08, 2006

Föstudaxvælið

Arg! Þegar ég kom heim úr vinnunni í nótt - var sumsé að spila á Döbblíner - vaknaði stákurinn minn og harðneitaði að fara aftur að sofa. Ég held ég hafi sofnað svona sirka klukkan sex. Því lít ég út eins og nýaðgerður þorskur og geispa ótt og títt - þó ekki golunni. Geispandi golþorskur.

Var að heyra nýverið af nýja hljóðmannaskólanum í Sándtékklandi. Ég þekki bara tvo staði þar í landi, en það eru Balalækur og Fídbakki. Þar er örugglega gott að búa.

Nú, helsta fréttin er sú að Einar stóri og Magga stóra eignuðust barn í gær og var það tæpar 20 merkur að þyngd. Já, TUTTUGU MERKUR!!! Svona um það bil eins og að fæða veghefil. Ég hef þegar lofað Einari fimmþúsundkalli ef strákurinn verður nefndur Ingvar.

Magni á leið í úrslitaþáttinn í keppninni um söngvarastöðuna í Súpernóvu. Ég er alveg hundrað prósent viss um að það er löngu búið að ákveða að Lúkas Njúmetaldvergur hreppir hnossið. Magni kemur bara heim og meikar milljónir og hefur það gott undir nýju dúnsænginni sem einhver búð var að gefa honum. Hann á það líka fyllilega skilið, prýðisdrengur. Samt, fyrst Magni vann mig í Hemma Gunn ætti hann að fara létt með að vinna kanadískan væluskunk, sem málar sig meira en hollensk mella. Demitt. En ef ekki, þá hefur hann allavega spilað með þremur heimsfrægum rokkurum og það er meira en ég get sagt.

Hvað um það, ég er farinn heim að góna á sjónvarpið með börnunum mínum. Dettið hægt út um gleðinnar dyr.

4 Comments:

Blogger Bjarni R said...

Fékkst þú samt ekki einhvern tímann tækifæri til að spila einhverja Iron Maiden smelli fyrir sjálfan Bruce Dickinson? Það verður jú að teljast dágott og getur þú því vart verið síðra karlmenni í rokkinu en Magni. Annars vona ég Magna vegna að hann vinni ekki keppnina því að hann er verulega betri en Súpernóvan. Ég er engu að síður afar ánægður með að hann skuli hafa náð svona langt og staðið sig svona svakalega vel í öllu sem hann hefur tekið sér fyrir hendur.

7:00 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jú, ég hef leikið fyrir ekki bara Dickinson, heldur einnig Viggó Mortensen og Harrison Ford. Hinsvegar eru frægustu mennirnir sem ég hef spilað með bara gömlu, góðu Skítamórall... jú, og náttúrulega Magni sjálfur. Hann er sko frægur núna.

Mig langar hinsvegar óstjórnlega að fá að taka lagið með Rush bráðlega. Kannski Maiden líka.

8:23 PM  
Anonymous Pétur Örn said...

Ég spilaði með Ragga Bjaddna og Hemma Gunn.
Já og með Óla Hólm í Nýdönsk.

11:52 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Já, Pétur, þú hefur líka sungið inn á plötu með Magna - híhíhí - og varst í hljómsveit með Möggu Sig sem vann söngkeppni framhaldsskólanna ´92.

11:09 AM  

Post a Comment

<< Home