Monday, September 04, 2006

Ha?

Mikið svakalega var gaman í gær. Við Swiss-menn spiluðum í brúðkaupi Svandísar frænku minnar frá Hauganesi, en hún er einmitt - eins og mín ætt öll - eðalpersóna.
Alveg hreint svakalega sæt og fín í brúðarkjólnum og karlinn hennar hrein snilld. Guffi trommari var vant við látinn svo við fengum Odd nokkurn rafvirkja til að hlaupa í skarðið, en hann er nú svo frægur að hafa verið í Tappa Tíkarrrassi með Björk og Eyþóri Arnalds. Hann mætti með spilunkunýtt Pearl Reference-sett úr búð Tóna og er það eitt fallegasta trommusett sem ég hef séð og heyrt í. Oddur stóð sig í alla staði vel og var í fullri vinnu við að draga úr hraðanum í mér, en undanfarið hef ég spilað öll lög á Skímóhraða. Verð að vinna í því.
Eníhjú, ég fékk fullt að éta og drekka í veislunni og var gaman að hitta ættingja sem ég hef ekki hitt lengi og eiga gott og uppbyggjandi spjall (sem sagt, drekka brennivín með þeim). Brúðguminn lék eitt Bubbalag fyrir frænkuna á Garrisoninn minn, sem er besti gítar í heiminum. Hef heyrt betri flutning, en aldrei einlægari.
Svo kíkti ég ögn í bæinn og gestaði með Inga Val, Rúnari, Bergi og Jómba á Amsterdam. Mér er sagt ég hefi verið fínn. Kom heim mjög snemma samt - í morgun.

Var svo að leika á Döbb áðan. Gaman að því. Einvalalið gesta og þetta var eitt af þessum skemmtilegu kvöldum þar sem maður getur gert sirka það sem manni sýnist.

Nú er Patrick Swayze í sjónvarpinu að leika Quatermain og leitar að námum Salómons konungs af miklum móð. Hann var fínn í Point Break og Donnie Darko, allt annað með honum sýgur golþorskastofninn í heild sinni.

Leikaragetraun...

Hver er kallinn?

Pabbi hans er bókmenntaprófessor og bróðir alveg rosalega frægs manns.

Leikarinn sem spurt er um var giftur mjög frægri kerlu eitt sinn. Var líka giftur konu sem mér finnst ein sú mest foxí í geimnum. Nú er hann giftur konu sem er ekkert fræg, nema fyrir að vera konan hans. Hvað er með þetta fólk, giftir það sig bara að gamni sínu? Fokkings heiðingjar.

Hann var drepinn í einni mynd - sem ungur frændi hans leikstýrði - með því að hausinn á honum var settur ofan í djúpsteikingarpott.

Hann er hálfur Þjóðverji og góður vinur Tom Waits.

Listamannsnafn hans er tekið frá teiknimyndasöguhetju. Hann á einnig son sem ber nafn úr sama geira.

Hann hefut leikið vampíru, hryðjuverkamann, slökkvikall, glæpamenn, alkóhólista, hermann og ég veit ekki hvað og hvað.

Jæja, hver er kallinn. Þessi á að vera auðveldur...

2 Comments:

Anonymous elzti vinur þinn said...

Það mundi vera Nicolas Cage.

Víííííííí!!!!!!

-j

8:53 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jibbíkóla, Jói minn.

Þessi var líka schkítléttur.

10:35 AM  

Post a Comment

<< Home