Friday, September 15, 2006

Já, nú er gaman

Í gær, meðan ég lék og söng lagið Karma Police á Dubliner, steytti gamall maður hnefann að mér og gargaði. Svo kom hann og lét gamminn geysa um hvað þetta væri ógeðslegt lag og ekki mönnum bjóðandi. Spurði mig hvort ég héldi virkilega að einhver hefði gaman af þessu helvíti. Hélt að lagið væri eftir mig. Ég tjáði honum að lagið væri erlent og hefði selst í milljónaupplagi, því blessunarlega væri smekkur manna mismunandi og margir hefðu bara voða gaman af svona tónlist (var aldrei þessu vant voða dipló og kurteis). Þá sagði hann mig ljúga, lagið væri viðbjóður og enginn hefði gaman af þessu. Enginn.

Mér finnst svo gaman hvað fólk verður víðsýnt og skilningsríkt með aldrinum.

Ég er annars hress sem Hemmi, er að fara að leika með strákunum á Dubliner á eftir. Lofa að vera í svakastuði.

6 Comments:

Blogger Olga Bj� said...

Talandi um eldri menn. Einu sinni stóð ég upp fyrir eldri manni í troðfullum stræó og hann brást hinn versti við og sagðist alveg geta staðið eins og aðrir.

Sérðu ekki fyrir þér gamla konu berja þig með töskunni þegar þú fylgir henni yfir götu?

Þetta eru nú þó einsdæmi. Gamalt fólk eru oftast miklar dúllur.

11:22 AM  
Blogger Óskar þór said...

Talandi um töskur, þið eruð ljómandi skemmtilegt band.

3:54 PM  
Anonymous Anonymous said...

Gamalt fólk er best...

Skemmtilegur kall.

8:58 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hvað lag er þetta eiginlega ???????

9:45 PM  
Anonymous Halli Holm said...

Vá hvað ég hefði laumað mér inn á klósett og borað í þennan kall. Því jú hann hljómar eins og kelling svona með hnefan á lofti.
En segðu mér var einhvað varið í hann

9:48 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Þér hefði eflaust fundist hann getnaðarlegur, Halli minn.

4:27 PM  

Post a Comment

<< Home