Wednesday, September 13, 2006

Mannréttindi

Mannréttindanefnd borgarinnar er í fréttum í dag. Fyrir skemmstu var nefndin í fréttum vegna úttektar hennar á svokölluðum nektarstöðum og var tilgangur úttektarinnar að reyna að finna út hvernig mætti finna einhvern flöt á að loka stöðunum og koma í veg fyrir starfsemi staðanna. Kom reyndar hvergi fram að nokkur mannréttindi hefðu verið brotin neinsstaðar, en stöðunum skal samt lokað.
Nú í Fréttablaðinu í dag er sagt frá fulltrúa VG í Mannréttindanefnd, Sóley Tómasdóttur, sem setur út á auglýsingu Orkuveitunnar, sem angraði landsmenn nýverið. Ekki var sett út á það hversu auglýsingin var einstaklega leiðinleg, heldur það að í henni voru fullklæddir karlmenn, en fáklæddar konur.

Er ekki einhverskonar brot á mannréttindum að skattfé okkar almennings skuli vera brúkað til að halda uppi nefndum, sem virðast ekkert skárra hafa fyrir stafni en að koma fram með svona bévítans kjaftæði?

Uppáhaldssetningin mín í andartakinu er úr lagi með Bó og Baggalút. "Femínistabeljur súpa sjálfsagt kveljur". Hrein snilld.

Eníhjú, tókst að vakna in tæm fyrir Rokkstar í gær. Þó svo þátturinn sé hin besta skemmtun sem slíkur er Magnavakan einhvernveginn ekki alveg að gera sig. Gaman af þessu samt.

Þessi frétt er annars skemmtileg.

Tékkið endilega á treilerunum hér í lok fyrri pistils. Þeir eru grúví.

Lag dagsins.

5 Comments:

Anonymous Eyvindur Karlsson said...

Hvers konar mannréttindi eru það að banna fólki að vera allsbert? Hvað þá fáklætt? Kannski var þessum konum heitt. Eru þá ekki mannréttindabrot að skipa þeim í föt?

1:08 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jú, þess vegna á mannréttindanefnd Reykjavíkurprófastdæmis að banna VG.

1:47 PM  
Anonymous Pétur Örn said...

"skattfé okkar almennings"
Vinsælasta setning þín Ingvar.
Skemmtileg að vanda samt alltaf að lesa þín skrif.

5:10 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jú, mér er stundum umhugað um skattfé okkar almennings. Mætti oft nota það betur.

6:01 PM  
Anonymous Olli OfurDJ said...

Þar sem ég hef nú atvinnu af því að kynna hálfberar konur á svið í nektarklúbbi, þá styð ég þín skrif um að eyða nú aurunum í eitthvað þarflegra en að reyna að loka þessum stöðum.

Þar fyrir utan þá skapast nú ansi mikið skattfé einmitt af þessum stöðum. 10 konur x milljón á mánuði í laun = 4 mills per stað per mánuð, bara í tekjuskatt ! Og þetta er fyrir utan VSK af sölu áfengis.

Látum beru konurnar vera !

1:56 PM  

Post a Comment

<< Home