Tuesday, September 26, 2006

Ómar

Þessar fréttir komu mér gersamlega í opna skjöldu - Ómar Ragnarsson, sem hingað til segist hafa verið gersamlega hlutlaust (þarna öðlast orðið hlutlaust nýja merkingu) hefur nú lox tekið afstöðu í Kárahnjúkamálinu - hann er á móti virkjuninni! Þetta hefði mig aldrei grunað!

En svona spauglaust, þá hefði löngu átt að vera búið að reka hann með skít og skömm úr bæði starfi og blaðamannafélaginu fyrir grófa misnotkun á stöðu sinni sem fréttamaður. Ég hef aldrei, ekki einu sinni í hinum eldrauða Spegli hjá Rúv, orðið vitni að eins huglægri fréttamennsku. Ómar að fjalla um Kárahnjúka er eins og að fá Gunnar í Krossinum til að fjalla á hlutlægan hátt um Gay Pride. Eins mætti reka með skít og skömm kvenprestsófétið sem boðaði andstöðu við Kárahnjúkavirkjunina í predikunarstólnnum sl. sunnnudag. Það er einnig misnotkun á aðstöðu sem á sér fá, ef nokkur, fordæmi hérlendis.

Mér finnst þessi Kárahnjúkamúgæsing vera komin gersamlega út í öfgar og hefur fundist það frá því kennarar við skóla nokkurn í borginni gáfu krökkum, ca. 10 vetra, frí til að fara í bæinn og mótmæla virkjuninni.

Ég vil taka fram að ég, sem slíkur, er ekki að fella nein tár þó svo þessu landssvæði (sem Hjörleifur Guttormsson sagði í blaði Ferðafélagsins að ferðamenn hefðu ekkert að sækja til) verði breytt í gullfallegt uppistöðulón. Þó svo að skoðun fréttamanns og prests skarist eilítið á við mína eigin, er það ekki málið. Það er þessi hlutdrægni, sem enginn fréttamaður ætti að sýna, sem pirrrar mig óendanlega og ætti aldrei að líðast í neinum fjölmiðli.

40 Comments:

Blogger Óskar þór said...

Æji hvernig nenniru að spá í þessu, ég meina bændur mótmæltu símanum og stefnuljósum á bílum, öllu er og verður mótmælt, sama hversu göfugt málið er.

10:17 PM  
Blogger ég said...

Kallinn er búinn að skrifa bók og gera þætti um þetta mál og mér er persónulega alveg sama.
En ég er bara fegin að það er einhver annar en einhverjir skítugir útlendingar að mótmæla, þó það sé nú kannski heldur seint í rassinn gripið!!!!

Ég verð þó að vera ósammála þér með það að það ætti að vera búið að reka Ómar, því þó hann hafi oft verið hlutdrægur, þá hefur hann allavega verið að skýra hlutdrægt frá hvernig náttúru Íslands er ástatt.
Er ekki bara ágætt að standa með náttúrunni???

"Prestsófétið" eins og þú kallar það er þó allavega ekki að misnota stöðu sína með því að drepa fólk eða misnota það kynferðislega!!! Hún er bara að benda á að það er verið að eyðileggja sköpunarverk Guðs!!!

10:25 PM  
Blogger Pippi said...

Hvað með stjórnmálakallana sem misnotuðu aðstöðu sína og settu okkur í flokk með "staðföstu þjóðunum" og sögðu að Ísland styddi innrás í Írak?

10:26 PM  
Blogger Olga Bj� said...

Mér hefur einmitt fundist Ómar fjalla um þetta Kárahnjúkamál frá öllum mögulegum hliðum og gaf t.a.m. út með/móti bók.

Hann hefur reyndar aldrei falið náttúrudýrkun sína svo að afstaða hans kom mér ekki á óvart.

Hann er núna að stíga fram sem persónan Ómar Ragnarsson, ekki fréttamaðurinn. Og það þarf kjark til að gera það með fréttamannsbakgrunninn. Maður hlýtur að mega taka afstöðu til einhvers máls eða málaflokks þrátt fyrir að vera starfandi fréttamaður. Það þarf bara að fara varlega og siðferðislega í það.

Þannig lít ég allavega á málið og ég er nú svo gamaldags, væmin og þjóðrækin að mér fannst gott að heyra "Ísland ögrum skorið" sungið af fleiriþúsund manns 26. september, ekki bara á 17. júní.

10:31 PM  
Blogger Jon Kjartan said...

Þú segir"Ég hef aldrei, ekki einu sinni í hinum eldrauða Spegli hjá Rúv, orðið vitni að eins huglægri fréttamennsku." Huglægri??? Ég verð að viðurkenna að ég er ekki alveg 100% viss hvað hugtakið sem er alveg hinumegin við að vera hlutlaus heitir, en það heitir EKKI að vera huglægur. Það er ég goddammitt alveg hlandviss um. Sammála þér samt.

11:15 PM  
Anonymous Anonymous said...

skammastu þín Ingvar.
Ómar ragnarsson er snillingur

jökull

12:26 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jón, huglægt er andstæðan við hlutlægt.

Þórey, það er rétt að prestskonan gæti verið að gera verri hluti, en þessi hegðun er samt óafsakanleg. Þjóðkirkjan og þeir sem tala í hennar nafni eiga ekki að taka afstöðu til pólítískra mála, sem þetta er jú orðið.

Annars eru það lausnir Ómars sem mér finnst skrýtnar - að hans sögn þurfa aðeins 1% íbúa OECD-ríkjanna að borga 12,000.-kall til að borga stífluna - gúddlökk.

Pippi, ég vil minna á að aðeins sárafáum mánuðum eftir að þessir ráðamenn gengu þvert á vilja háværs parts þjóðarinnar með að styðja það að fjöldamorðingja væri komið frá völdum (má orða það þannig líka) voru þeir kosnir aftur. Þeir eru kosnir til að taka ákvarðanir, sumar eru vinsælar og aðrar óvinsælar. Ákvörðunin var auðvitað tekin til að reyna að fá herinn til að vera áfram og skapa þannig vinnu fyrir þúsund manns.

Orgel, það er rétt að hann skrifaði jú bók þar sem útlistaðir voru kostir og gallar virkjunarinnar, hef reyndar ekki lesið hana. En fréttaflutningur hans í sjónvarpinu hefur að mínu mati ekki sæmt fréttamanni. Það má reyndar segja það sama um marga sem flytja litaðar fréttir, menn bæði til hægri og vinstri.

En gleymum ei að virkjunin var byggð þarna af því að hávær partur landsmanna hafnaði annari staðsetningu.

1:34 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Annars elska ég ykkur öll, má ekki gleyma því!

1:35 AM  
Anonymous Eyvindur Karlsson said...

Í fyrsta lagi er andstæðan við hlutlægur ekki huglægur, heldur hlutdrægur. Huglægur fréttaflutningur er hugtak sem gengur bara ekki upp, þar sem fréttir eru alltaf hlutbundnar (sem er einmitt andstæðan við huglægar). Huglæg frétt væri frétt af því hvernig einhverjum líður. Ég hef aldrei orðið vitni að slíkum fréttum í fjölmiðlum.

Í öðru lagi er farið að fara all svakalega í taugarnar á mér þessi gagnrýni á Ómar. Af hverju má náttúruverndarsinni ekki fllytja fréttir af náttúrunni? Ef það er skoðun fólks hljótum við að þurfa að ganga alla leið. Bönnum foreldrum að flytja fréttir af málefnum barna. Bönnum bíleigendum að flytja fréttir af umferðinni. Bönnum kennurum að flytja fréttir af menntamálum. Bönnum bara fólki að flytja fréttir af fólki.

Og jú, Ingvar, það er rétt hjá þér. Það er mun mikilvægara að skapa vinnu fyrir 1.000 manns en að virða það að hin 290.000in af landinu gætu haft skoðun á málinu. Og hverjum er svo sem ekki sama þótt tugir þúsunda Íraka deyi, svo fremi að þúsund Íslendingar hafi vinnu.

2:30 AM  
Anonymous Anonymous said...

Það vissi enginn um þessa Hnjúka áður en ákveðið að fara að byggja stíflu þarna. Fólk á höfuðborgarsvæðinu veit einu sinni ekki hvar þetta er á korti!! Fólk er bara í fýlu af því að þá átti að byggja álver á austurlandi en ekki á suðvesturhorninu!! og hana nú!
Ég vil fleiri og stærri síflur og ennþá stærri álver. Takk fyrir!
Síðan á að gefa veiðileyfi á alla þessa náttúrverndasinna - sérstaklega þessa útlendinga sem koma til landsins að mótmæla hlutum sem þeim kemur ands. ekkert við. Já - á eftirlaun með Ómar nú strax og taka af honum málfrelsið! Ef hann er ekki þægur má reka hann úr landi - ha! hann getur farið til Írak og haft áhyggjur af umhverfinu þar!!! Nú ef við erum byrjuð að reka fólk úr landi má senda skallgrím hinn vinstri græna líka úr landi! Getur farið til N-Kóreu - viss um að hann myndi hafa gaman af því!

8:34 AM  
Anonymous elzti vinur þinn said...

Hugsið ykkur allt þetta fallega landslag sem er horfið undir byggð á suðvestur horninu. Mér finnst að það ætti að rífa þetta allt saman og koma aftur í upprunalegt horf!

Annars segi ég fyrir mig að ég hlakka til að fara að kíkja á þetta svakalega mannvirki sem er búið að reisa. Ég hefði hins vegar aldrei lagt það á mig að fara að kíkja á náttúruna þarna upp frá.

-j

8:36 AM  
Blogger Stebbi Bollustrákur said...

Ingvar elsku kall!!! Kannski var erfitt fyrir Ómar að dylja algjörlega hlutleysi sitt meðan hann var fréttamaður enda held ég að það sé þess vegna sem hann hætti sem slíkur, sem er gott.
Mér finnst gott að "prestsófétið" (sem ætti reyndar að vera svona standard nafnorð yfir þá stétt) fór að tala um hluti sem "actually" skipta máli fremur en allt trúarbullið.
Jú jú þeir voru kosnir aftur það eru mjög góð rök fyrir því að þjóðin kannski vildi alveg stríð við Írak og þannig virkar nú þetta system er kallað er lýðræði, en ef þeir tóku þessa ákvörðu beinlínis til þess að halda hernum hérna (sem mér finnst by the way vera mesta þvaður í heiminum) af hverju er herinn þá farinn???? Vorum við ekki kannski að selja okkur þá of ódýrt, rétt eins og margir telja okkur vera að gera með þetta stíflumál allt saman???
Annars vil ég segja bara Eyvindur, Heyr heyr. Hittumst á Rósenberg og ég býð þér upp á bjór.
Annars er nú alltaf gaman af þér elsku Ingvar minn.. luv u..

10:12 AM  
Blogger Stebbi Bollustrákur said...

Þetta átti nú að vera dylja hlutdrægni sína... líklega..

10:13 AM  
Anonymous Eyvindur Karlsson said...

Frábært, Stebbi. Hlakka til. Minntu mig á að syngja fyrir þig Walk Away við tækifæri ;) ...

10:39 AM  
Anonymous Eyvindur Karlsson said...

Já, Walk Away brandarinn hefði verið betri ef ég hefði verið að tala við réttan Stebba. En takk samt.

10:41 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Mér var sagt í skóla að þetta héti huglægt og hlutlægt, þ.e. út frá eigin sjónarmiði eða hlutlaust.

Og Eyvi, ekki halda að 290,000 manns séu á móti þessari virkjun. Það eru kannski margir á móti henni, en þeir hafa mun hærra en þeir eru margir, ef svo má komast að orði.


Og varðandi Írakana, ég man ekki betur en fólk hafi líka verið drepið þarna í gríðarlegum mæli áður en innrásin var gerð. Ekki það að ég sé neitt sérlega hrifinn af stríði sem slíku, allavega ekki utan bíótjaldsins, en þarna var samt ljótur fjöldamorðingi við völd. Hvort aðgerðin við að koma honum frá var vel framkvæmd var svo allt annað mál.

Ég hef svo ekkert á móti því að fólk flytji fréttir af málum sem standa því næst, en hlutleysis verður að gæta, sérstaklega hjá opinberum fjölmiðlum eða stofnunum. Jú, vissulega var fínt hjá Ómari að stíga frá, hann gerði það bara ári of seint eða hér um bil.

Það verður gaman að sjá hvort Ómar eða aðrir umhverfissinnar komi til með að fara jafn mikinn þegar hinn gersamlega ósnortni (og gullfallegi - hlutdrægt mat mitt)Héðinsfjörður verður skemmdur til að leggja þar í gegn veg og göng.

Svo vil ég biðja fólk náðarsamlegast um að skrifa undir, það er ekkert mál og sjálfsögð kurteisi.

12:06 PM  
Blogger Olga Bj� said...

Mér finnast dæmigerðir anonymous-ar oft vera óttaleg hænsni. Blóta mest og eru með mestan æsinginn og fullyrðingarnar - sem þeir þora líklega ekki að standa undir. Be a man - an step out!

Olga Björt

12:40 PM  
Anonymous Pétur Örn said...

Sammála Olgu.
Það er auðvelt að gaspra í skjóli nafnleyndar.
Hér eru allar skoðanir virtar sem birtar eru undir nafni.
Allir vinir og gaman að ræða málin.

1:19 PM  
Anonymous Eyvindur Karlsson said...

Í fyrsta lagi var ég ekki að tala um Kárahnjúka, heldur stuðninginn sem Ísland veitti við Íraksinnrásina að okkur forspurðum, þegar ég minntist á 290.000in.

Í öðru lagi er mér nákvæmlega sama hvað Saddam Hussein gerði af sér. Það gefur BNA ekkert leyfi til að sprengja landið aftur á steinöld. Það eru mun verri hlutir í gangi í ríkjum sem BNA skiptir sér ekkert af. Til dæmis Tyrklandi (mun fleiri Kúrdum slátrað þar, og þær slátranir eru enn í gangi), Ísrael og Kashmír héraði. Það á bara að sleppa því að vera að skipta sér að svona hlutum. Og það vita það allir að þetta stríð snýst um peninga (eins og við ræddum um daginn). Það kemur því ekkert við hvort Saddam er vondur maður eða ekki. En við erum ekki einu sinni að tala um það, heldur það að ósvífnir hálfvitar hafi ákveðið að Ísland myndi lýsa yfir stuðningi við stríðið án þess að bera það undir nokkurn mann.

Og ég verð að segja að af þeim fréttaflutningi sem ég hef séð hjá Ómari hef ég ekki orðið var við hlutdrægni að neinu leyti nema því að hann sýndi myndir af stíflusvæðinu og lýsti þeim áhrifum sem virkjunin myndi hafa. Það er ekki huglægt mat hans, heldur niðurstöður úr útreikningum jarðfræðinga. Ég lærði sömu staðreyndir í jarðfræðitíma þegar virkjunin var á frumstigi - eigum við að reka gamla jarðfræðikennarann minn fyrir hlutdrægni? Málið er að hlutleysi í fréttaflutningi er ekki til. Ef Ómar hefði ekki verið látinn gera þessar fréttir hefði það kannski verið maður sem styður stóriðju, og þá hefði hann trúlega sýnt akkúrat hina hliðina á alveg jafn hlutdrægan hátt. Kannski hefði átt að láta þá gera sitthvora fréttina, en það er ritstjórnarákvörðun. Ekkert við Ómar að sakast í þessu.

Ég held bara að þú sért að apa upp væl í þínu ástsæla íhaldi og hafir ekki skoðað þetta á hlutlausum grundvelli, Ingvar.

4:01 PM  
Blogger Olga Bj� said...

Nánast ómögulegt að toppa Eyvind. Þetta er þó ekki ræðukeppni, heldur veruega skemmtileg skoðanaskipti.

Ingvar, prófaðu einu sinni að segja: "Ókei, ókei....ég hef rangt fyrir mér!" (tíhí)

5:56 PM  
Blogger Trausti said...

Ingvar, EKKI segja ok. Þú hafðir nefnilega ekki rangt fyrir þér. (Ekki nema varðandi hlutlægt og huglægt). Þeir sem telja Ómar ekki hafa verðið hlutdrægan í fréttaflutningi sínum síðustu ár hafa ekki séð fréttaflutning hanns um málið síðustu ár. Orð eins og stórkostlegu, ólýsanlegu, ómótstæðilegu og annað í þeim dúr er nátturulega huglægt mat fréttamanns sem alltaf var á einn veg. Meira að segja í myndinni sem hann gerði og var sýnd í sjónvarpinu mínu, fór hann með vitleysu, og virtist nú ekkert liggja á að leiðrétta það. Og Stefán, hvernig stendur á því að menn sem gefa sig út fyrir að vera trúlausir þurfa að pissa á þá sem teja sig trúaða og gera lítið út þeim skoðunum fólks að það sé eitthvað til þarna uppi, nú eða niðri sem hægt er að leyta til. Hvernig getur maður verið svona ákveðinn trúleysingi án þess að trúa. Hvernig annars má það vera að þetta kalli fram svona viðbrögð? Þetta er einfalt. Ef einhver trúir á Guð, þá er til guð.

8:07 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ég er ekki endilega sammála ákvörðuninni um stuðning við innrásina í Írak, það er ekki það sem ég sagði. Hinsvegar má alveg velta því fyrir sér af hverju sú ákvörðun var tekin.
Jú, vissulega eru slæmir hlutir í gangi víða, kúrdar eru drepnir á nokkrum stöðum, en það er ekki þar með sagt að það megi ekki reyna að koma í veg fyrir dráp á þeim á einum stað.
Enn og aftur, ég er ekki gallharður stuðningsmaður stríðsins sem slíks, enda er það langt í frá það sem pistillinn fjallaði um. Hvað ég sagði um stríðið hér að ofan var meira svona til að sýna "hina hliðina", því það er jú ekki eins og það hafi verið ráðist inn í Færeyjar.

Vil þó aftur benda á að ákvörðunin var ekki óvinsælli en svo að sama stjórn var kosin aftur fáum mánuðum eftir ákvörðunina.

Hvað varðar Ómar, sem er jú það sem pistillinn fjallaði um í upphafi, þá fannst mér ég sjá hjá honum gríðarlega hlutdrægni, eins og ég hef áður minnst á í blogginu. Dæmin eru mýmörg, þó svo það hafi ekki verið í hverjum einasta fréttaþætti. Eins er svolítið á gráu svæði að hann fjalli um málefni Kárahnjúka í fréttum einn daginn og syngi svo "anti-Kárahnjúkavirkjunar"lag í lok fréttatíma (reyndar á annari stöð) ásamt Bubba daginn eftir.

En hvað um það, hann er ekki eini fréttamaðurinn sem ég er ósáttur við að þessu leiti. T.d. var Jósi að segja mér skemmtilega sögu í gær af því þegar Bogi Ágústsson sagði "við" þegar hann fór með fréttir af Sjálfstæðisflokknum. Eins hefur heyrst all-litaður fréttaflutningur í öfuga átt við Ómar hjá fréttariturum fyrir austan og varðandi álversbyggingu á Húsavík.
Ómar tók ég sem dæmi því hann er án efa langþekktasti fréttamaðurinn. Jú, varðandi jarðfræðingana, þá var hann duglegur að taka viðtöl við þá sem lýstu sprungum á svæðinu og jarðskjálftahættunni, ekki jafnduglegur að taka viðtöl við þá sem útskýrðu að sprungurnar og jarðskjálftahættan er mun minni en undir Reykjavík.

Það mætti reyndar skrifa heilan bókaflokk um svona fréttamennsku. Sem dæmi má taka að þegar Helga Jónsdóttir var ekki ráðin borgarritari, fyrr á þessu ári, var tekið viðtal við lögfræðinginn Tryggva Gunnarsson, sem sagði skýlaust brot á jafnréttislögum að hún hefði ekki verið ráðin. Fréttamenn hinsvegar "gleymdu" að geta þess að Tryggvi rekur lögfræðistofu ásamt bræðrum Helgu og getur því vart talist hlutlaus. Má geta þess að þessi Helga er eiginkona Helga H. Jónssonar, fréttamanns.

Nú er ég búinn að skrifa tólf sinnum meira en ég ætlaði, en ekki búinn að segja allt...

8:49 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Annars var ég alveg viss um að mér hefði verið kennt í skóla að huglægt væri andstæðan við hlutlægt. Mér var reyndar líka kennt þar að íbúar Mexíkó hétu Mexíkanar en ekki Mexíkóar og vindlar frá Kúbu væru kúbanskir en ekki kúbverskir.

Og Trausti, hvernig er það, varst þú ekki á móti virkjuninni, eða misminnir mig svona herfilega?

8:54 PM  
Blogger Magnús said...

Ingvar, hvernig fílaðirðu Ólaf Sigurðsson í fréttunum á RÚV?

10:39 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Sá ekki fréttinar á Rúv. Efast samt um að Ólafur hafi verið í göngunni í gær.

10:58 PM  
Anonymous Anonymous said...

Fór í eigin persónu alla leið upp að Kárahnjúkum í sumar og þvílík leið maður, 60 kílómetrar frá þjóðveginum og ekkert nema auðn og aftur auðn. Þetta má allt fara á kaf undir vatn fyrir mér, það kemur ekki nokkurt kvikindi þarna uppeftir, aumingja þeir sem verða að vinna þarna.

Vil geta þess, að ég þekki ekki bloggarann persónulega en rekst hingað inn annað slagið og hef gaman af.

Kellingin í Kingston

11:05 PM  
Blogger Stebbi Bollustrákur said...

60 kílómetra frá þjóðveginum???, hehehe.. ÚÚÚÚ!!!! Hrikalegt!!! 60 kílómetrar er nefnilega svo langt... eða ekki. Borgarmanneskja???

Strákurinn frá Lynton Road.

12:23 AM  
Anonymous Sigurjón Örn Ólason said...

Jæja Ingvar. Er ekki málið bara að fara að senda sjálfa sig inn á thign?
Sé að menn/konur eru að senda ansi löng ritskrif og rökræður við þinni hugsun.

9:25 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ég, öfugt við Ómar, hef enga löngun á þing (né erindi ef í það fer). Pirrandi vinna, sem maður getur misst eftir fjögur ár. Ég er í ágætis innivinnu.

Svo sá ég á Stöð 2 í morgun að þeir fagna afmæli sinar míns með beinni útsendingu frá fyllingu lónsins.

10:21 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Má reyndar leiðrétta þessa Kingston-kerlu, Kárahnjúkar voru ekki 60 km. frá þjóðveginum, heldur 60 km. frá næsta vegi. Það voru engir vegir á staðinn fyrr en Landsvirkjun smíðaði þá.

Og Stebbi, ekki reyna að ljúga að nokkrum manni að þú hafir komið á nokkurn stað á Íslandi sem er 60 km. frá vegi.

10:27 AM  
Anonymous Eyvindur Karlsson said...

Eins og ég segi: Það er ekki til hlutlaus blaðamennska. Ómar hefur verið að gera fréttir til að sýna fólki þetta svæði. Það er ekki hlutdrægni, því hann er ekki að fela ásetning sinn. Mogginn er hins vegar búinn að vera mjög hallur undir stóriðjustefnuna frá upphafi. Þarna höfum við mótvægi.

Málið er, Ingvar, að með því að vera að býsnast yfir Ómari ertu að gera ráð fyrir að fólk sé heimskt. Þú ert að gera ráð fyrir því að Ómar Ragnarsson sé eini maðurinn á landinu sem fólk hlustar á. Ef Ómar væri eini fréttamaðurinn á landinu væri þetta auðvitað grafalvarlegt mál, en þar sem til eru aðrir, mun hlutdrægari fréttamenn, er hér einungis um að ræða mótvægi sem er lýðræðinu bráðnauðsynlegt. Eða öllu heldur þessari ranghugmynd sem við köllum lýðræði. Málið er að Ómar Ragnarsson er ekkert meira átorítet en hver annar, og það er undir hverjum og einum komið hvort hann tekur mark á honum eða ekki, rétt eins og öðrum fréttamönnum. Til dæmis tekur þú ekki mark á honum, og þú ert ekkert sérstakari en hver annar. Ég tek ekki mark á mogganum, og ég er svo sannarlega undir meðallagi í spesheitum og gáfnafari. Ekki gera ráð fyrir því að fólk sé meira fífl en þú, Ingvar. Við erum öll mjög svipuð í fíflaskap.

2:19 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Nei, Eyvi, ég er ekki að gera ráð fyrir að fólk sé heimskt. Það er bara mikið af fólki sem sér ekki mikið af fréttum og dregur því ályktanir af því litla sem það sér. Það breytir ekki því að Ómar er sá hlutdrægasti sem ég hef séð í þessari umræðu.
Mogginn hefur verið mjög hlutdrægur í báðar áttir, rétt eins og sumir aðrir fjölmiðlar.

2:57 PM  
Blogger Magnús said...

Hvernig fannst þér Ólafur Sigurðsson standa sig í því að segja fréttir á hlutlausan hátt þegar hann var á RÚV?

5:38 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ég veit ekki einu sinni hver þessi Ólafur er, hef bara haft spurnir af því að hann hafi veifað anti-umhverfisverndarbók framan í félaga minn og rökrætt umhverfismál við hann í mesta bróðerni. Myndi eflaust þekkja hann í sjón samt.
Hef ekki skoðun á honum þess vegna sem fréttamanni, en efast ekki um að þér hefur fundist hann hallur undir virkjanir fyrst þú spyrð. Það getur líka vel verið, fréttamenn eru hlutdrægir í allar áttir, rétt eins og ég sagði í fyrra kommenti.

9:32 PM  
Anonymous Anonymous said...

Áfram Ómar!
Ómar Ragnarsson er án efa með fróðari mönnum um Ísland og hefur gegnum árin dælt í okkur þeirri þekkingu sinni.
Hann hefur í milljón ár verið í sjónvarpinu mínu að sýna mér allskonar forvitnilega staði og fólk sem ég vissi ekki að væru til, takk Ómar.
Maður sem td setti sig á hausinn til að geta verið hlutlaus!
Það bara má ekki tala illa um hann.
En nú eru Kanar og Canadamenn endalaust hamingjusamir af því að þeir geta pakkað þriðjaheimshrávinnsluálverunum sínum í gáma og flutt til Íslands.Jíbbý.

Ég vona að við getum drullast fyrr af stað til að mótmæla Héðinsfjaðargöngum, sem mér finnst alger skandall að hafi orðið meira en hugmynd í heimskum haus.
Tengjum saman svefnbæ og draugabæ og kannski verður til borg?
Hvað gerðist á Ólafsfirði þegar þeir fengu göngin? unga fólkið rataði í burtu og nennti ekki heim aftur, bærinn dó.

Ég elska ykkur sum.
Geir Glæs....

10:41 PM  
Blogger Stebbi Bollustrákur said...

jamm, rétt er það ég hef ekki farið 60km frá vegi en ég hef farið töluvert lengra frá Þjóðveginum .. bara svo að allt sé á hreinu ..:)

10:35 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Geir, ég er svolítið ósammála þér, en gersamlega sammála þér með Héðinsfjörð. Hann er mjög fallegur, gersamlega ósnortinn og ekki svo fjarri alfaraleið. Ég þekki nokkra sem fara þarna á reglulegum basis og ætti það að segja eitthvað, því ég þekki ekkert útivistarfólk.
Það er líka verið að skemma fjörðinn til að þóknast 1500 manna bæjarfélagi og eyða í það 7 milljörðum, semsagt fjórum millum á hvern íbúa Siglufjarðar!
Mér finnst einmitt skjóta skökku við að þegar ríkisstjórnarflokkarnir vildu fresta eða leggja af áform um göngin urðu stjórnarandstöðuflokkarnir alveg spinnegal, þeir hinir sömu og vilja ólmir bjarga Kárahnjúkum. Einkar furðulegt,þykir mér.
Mottó mitt í dag er þetta:
Drekkjum Kárahnjúkum, björgum Héðinsfirði!

9:04 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ómar var frábær í gamla daga, en er það alls ekki lengur. Hann var líka rosalega fyndinn en ekki lengur. Eiríkur Jónsson var líka frábær blaðamaður í gamla daga en ekki lengur, eins og fólki ætti að vera ljóst - menn geta breyst bæði til hins verra og hions betra.
Þó Ómar hafi margt gott gert réttlætir það ekki hlutdræggni hans í fréttunum síðustu misseri.

Eins og ingvar benti á var enginn stikluþáttur um Kárahnjúka, af hverju fékk hann áhuga á staðnum allt í einu?

Sammála með Héðinsfjörð - björgum honum.

Skúli.

8:32 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Nafnið mitt, sem og annara, er yfirleitt skrifað með STÓRM STAF!

8:12 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Eða stórum...

8:12 AM  

Post a Comment

<< Home