Tuesday, September 19, 2006

Páfinn

Fyndið þetta með páfann. Hann vitnar í gömul ummæli löngu dauðs kalls, sem hafði sagt að Íslam væri ofbeldisfull trú. Múslimar bregðast við með hótunum um ofbeldi í allar áttir og eru meira að segja búnir að stúta allavega einni nunnu. Gæti mögulega verið að kannski væri eitthvað sannleikskorn einhversstaðar í þeim texta sem páfinn vitnaði í?

Nú er árið 1384 hjá Múslimum og þeir haga sér jafnvel verr en kaþólskir gerðu þegar þeir höfðu sama ártal. Hér á vesturlöndum er æði margt farið að snúast um að stíga varlega til jarðar kringum Múslimana, því annars gætu þeir farið í fýlu og gert okkur eitthvað, samanber hina feykimálefnalegu meðferð sem danska þjóðin (og í sumum tilfellum noðurlöndin í heild sinni) fengu þegar einhverjir sárafáir aðilar ákváðu að birta skopmynd af spámanninum. Á sama tíma og elliær páfinn vitnar í einhvern annan - og enginn virðist einu sinni vita í hvaða samhengi það var - hvetja Íranir til til árása á aðra trúflokka (Gyðinga) og aðrir "sanntrúaðir" sömu trúar hvetja til morða og óeirða. Svo verða þeir brjálaðir ef elliært gamalmenni segir eitthvað sem fer í taugarnar á þeim eða einhver teiknar skrípó sem er þeim ekki að skapi.

Ég efast ekkert um að flestir Múslimar eru friðsamir og velviljaðir, en þeir mættu hafa aðeins hærra þegar trúbræður þeirra hvetja til fjöldamorða og aðeins lægra þegar einhver teiknar skrípó. Eins mættu líka fréttamenn leita álits formanns félags Múslima á Íslandi þegar trúbræður hans hvetja til morða, ekki bara þegar vesturlandabúar nýta sér málfrelsi það sem hér er til að birta myndir af Allah.

Þetta var ég að nýta mér málfrelsi mitt. Á morgun verð ég væntanlega að leita að sprengum áður en ég starta bílnum mínum.

38 Comments:

Blogger Óskar þór said...

Mikið er ég sammæltur þér í þessu, það má ekki blóta í sama landi og þessir óþreytandi vaskahausar, hvað hefur einhver gert þessum öfgafullu kvenhöturum?

5:54 PM  
Anonymous Anonymous said...

mér finnst kommentið leim hjá þér óskar þór. Þú býrð í sama landi og fullt af þessum óþreytandi vaskahausum eins og þú kallar þá.
Annars var viðtal á rás 2 við formann félags múslima á íslandi í dag. Hann er ágætlega máli farinn og myndi seint teljast til bilaðra öfgatrúarmanna en ver þó sína trú fram í rauðan dauðan. Hann kallaði m.a. alla öfgafulla bókstafstrúarmenn, sama hvaða trú þeir aðhylltust, glæpamenn.
En Busharanum vini þínum, Ingvar litli bróðir, tókst að hrista vel upp í íbúum fyrir botni miðjarðarhafs með bombum sínum og morðum en þess má geta að þó Saddam kallinn hafi ekki verið alveg að mínu skapi, þá var jafnrétti í fínu lagi og fullt af konum voru læknar svona til dæmis, vel menntaðar og margt til þvílíkrar fyrirmyndar að maður trúir barasta varla.
Hinsvegar er nú auðvitað allt í brandi og báli, og Georg litli hinn fremur illa gefni, bara ánægður og getur í sinni kristnu trú haldið áfram sínu trúarstríði. Enda fílar hann ekki að einhverjir dúddar í öðrum löndum hafi aðra siði en kanar.
Hinsvegar eru öfgafullir bókstafstrúarmenn Múahameðs alveg að kúka langt upp á bak með því að drepa aldraðar nunnur og ekki alveg til í afsakanir og málamiðlanir.
en hvers vegna í fj... var verið að kjósa þennan Benedikt sem heitir eitthvað allt annað, kall sem linkaður var við nasista og er eins öfgafullur bókstafstrúarmaður og hægt er?
maður bara spyr.....
Arnar Valgeirsson, ótvírætt fullur skynsemi þegar kemur að pólítik.

7:03 PM  
Anonymous Eyvindur Karlsson said...

Það er ekki rétt að bera ummæli páfa saman við skopteikningarmálið. Það var grín. Þetta er hins vegar æðstistrumpur kaþólsku kirkjunnar að vitna í verulega niðrandi orð um trú manna. Ég er ekki að segja að múslimar séu ekki að bregðast of hart við (þeas þessir ofsatrúarvitleysingar), það breytir því ekki að maður gerir bara ekki svona. Eitthvað myndu kristnir nú segja ef háttsettur og áberandi maður vitnaði í svipuð orð um Ésúinn þeirra.

Og Ingvar, í allra guða bænum ekki fara að vera þröngsýnni en allt og láta frá þér setningar eins og „Gæti mögulega verið að kannski væri eitthvað sannleikskorn einhversstaðar í þeim texta sem páfinn vitnaði í?“ Þá virkarðu bara heimskari en þú ert.

12:37 AM  
Anonymous Eyvindur Karlsson said...

Já, og by the way sagði gamli dauði kallinn ekki bara að Islam væri ofbeldisfull trú (sem væri nú sök sér) heldur að Múhameð hefði ekki fært mannkyninu neitt nema illsku.

12:37 AM  
Blogger Magnús said...

Skopteikningamálið var fáránlegt. Myndirnar voru fullar af hatri og fordómum og sýndu múslima sem sprengjuóða tuskuhausa. Hins vegar varð allt klikkað af því að það má víst ekki teikna myndir af spámanni. Ekki bara Múhameð, samkvæmt fræðunum ættu menn líka að vera brjálaðir yfir myndum af Jesú.
Þessi páfi er einfaldlega sama gerpið og aðrir sem á undan honum hafa setið að kjötkötlunum hjá kaþólsku kirkjunni. Og það er greinilega nóg til af fólki sem er það lítið í sér að það lætur öllum illum látum við svona tækifæri frekar en að yppa öxlum, vitandi þau óskeikulu sannindi að páfinn er alltaf fífl.

1:15 AM  
Anonymous Anonymous said...

Kannski spurning - hver er meiri öfgatrúarmaður - páfinn, bush eða einhverjur múslimar sem skjóta saklausa nunnu? Ekki eins og Bush hafi ekki með ákvörðunum sínum drepið nokkuð fleiri?

Skopmyndamálið - mega Danir þá sem sagt ekki teikna skopmyndir vegna þess að það móðgar einhverja í öðrum heimshluta? Verða þeir þá ekki líka að hætta að borða danska skinku og allar sætu dönsku stelpurnar að fara kufla að hætti múslíma? að borða skinku er það eitthvað minna móðgandi? Verða Danir s.s. að fá blessun þessa fólks hvernig þeir haga sér og hvernig skopmyndir þeir teikna í sínu eigin heimalandi? Síðan eru Danagreyin víst réttdræp þar sem að fólk í öðrum heimshluta kallar það "trúleysingja"?

Þessir öfgamenn hata vesturlönd þó ekki meira en svo að þeir vilja allir flytja þangað og komast á sósíalinn.

Ef fólk ætlar að iðka trúarbrögð getur það gert það heima hjá sér og látið aðra í friði.

Lengi lifi dönsk skinka, danskur bjór (kínverskur líka vegna þess að hann er ódýrari) og síðast en ekki síst vinur minn Maó Formaður!!!

7:26 AM  
Anonymous Anonymous said...

ég vil fá að vita hver er ónefndur og óskar danskri skinku og Maó formanni langrar ævi, þó bæði kjetið og Mao hinn góði séu steindauð.
Tek þó undir árnaðaróskir til handa Maó hinum dauja og bjórnum, sérlega hinum danska.
en hver ritar??
Arnar

12:44 PM  
Blogger Magnús said...

Aftur: havaríið út af "skop"myndunum var af vitlausri ástæðu. Þessar myndir voru til þess fallnar að spilla samskiptum milli menningarheima með fordómafullu níði sem allir múslimar/arabar gátu tekið sem grófa móðgun. Svo var þessu snúið upp í að bannað væri að gera myndir af spámönnum.

2:00 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Gaman að fá svona gríðarmörg komment. Veit vart hvar ég á að byrja.

Það er alls ekki réttlátt að linka páfann við nasista, hvað þá að kalla hann nasistapáfann eins og fyrrum ritstjóri DV gerði á "frétta"síðu sinni. Eins og allir germanir á hans aldri var hann jú í Hitlersæskunni, en strauk í faðm bandamanna strax og honum gafst færi á. Annars má margt slæmt segja um kaþólsku kirkjuna, en þó er æði langt síðan þeir hættu að myrða fólk sem var ósammála þeim. Sem dæmi má benda á að Dan Brown gengur laus og er í fíling meðan Salman Rushdie er enn ekki með fast heimilisfang og er enn með dauðadóm hangandi yfir höfði sér. Þýðendur og útgefendur ákveðinnar bókar eftir hann hafa verið skotnir og/eða sprengdir í loft upp, jafnvel ásamt familíum sínum, meðan það versta sem Brown þarf að þola eru stöku mótmæli (auk ásakana um ritstuld).

Þó páfinn segi æði margt sem ég er ekki sammála, er hann þó ekki að gera neitt annað en að notfæra sér málfrelsi. Hann má mín vegna segja hvaða vitleysu (eða næstum því)sem er án þess að ég hóti fólki lífláti fyrir það. Má líka benda á að einn þeirra sem hefur hvað mest fordæmt ræðu páfa er Íransforseti, sem sjálfur hefur hvatt til útrýmingar Gyðinga og útvegað hryðjuverkamönnum vopn til að nota gegn þeim. Einnig hefur hann, ásamt æðstapresti sínum, Ruhollah Khomeni, neitað að taka til baka dauðadóminn yfir Salman Rushdie.

Eyvi, setningin hvar þú vitnar í mig er nokk augljóslega ekki í fullri alvöru (frekar en allt sem þú sagðir um ónefnda fegurðardrottningu á sínum tíma). Sjá upphaf næstsíðasta paragrafs pistils míns.

Meira síðar.

2:04 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Já, eittt enn, varðandi það sem Magnús skrifaði um skopmyndirnar.
Eitthvert amerískt dagblað birti skopmynd af Jesú að nauðga litlum strák (eða strákum) fyrir fáum árum, þegar undirmenn páfans urðu uppvísir að samskonar hegðun. Þá var engum hótað lífláti, engar óeirðir, bara slatti af lesendabréfum og uppsögnum á áskrift. Enginn dauður.

2:14 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hvern þekkir Ingvar sem á heima í Kína og hefur búið þar síðasta áratug (s.s. búinn að lofa Maó og dreka kínverskan bjór í áratug)?

2:26 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ég skal gefa hint - mamma Hans hefur pyntað mig líkamlega og pabbi Hans andlega.

3:33 PM  
Blogger Olga Bj� said...

Shift hvað það er gaman að lesa þetta allt. :)

3:50 PM  
Anonymous Eyvindur Karlsson said...

Aftur: Er einhver að halda því fram að viðbrögð múslima séu eðlileg? Ekki ég allavega. Hins vegar er ég ekki sammála því að páfinn sé eingöngu að nýta sér málfrelsi sitt. Hann er yfirmaður einnar valdmestu stofnunar í heiminum, og sem slíkur ber hann ákveðna ábyrgð, þar á meðal að níða ekki næst stærstu trúarbrögð í heiminum.

Og það er ekki rétt að Íransforseti hafi hvatt til útrýmingar gyðinga, heldur hefur hann hvatt til útrýmingar Ísraela, og það tengist ekki trúnni heldur landvinningum þeirra.

Auk þess var dauðadóminum yfir Salman Rushdie aflétt fyrir 2-3 árum eða svo.

4:10 PM  
Anonymous Pétur Örn said...

En er ekki almennt bannað að vera með myndir af Múhameð skv. Islam, hvort sem það er grín eða ekki?
Eitthvað með það að ímynd hans sé of heilög eða eitthvað í þá áttina.

En ég held að við verðum ekkert betri við að kalla aðra vaskhausa eða handklæðabera eða eitthvað.
Allir eru bara manneskjur þangað til annað kemur í ljós.

5:21 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Eyvi, Íransæjatollinn hefur neitað að afnema dauðadóminn, ítrekaði það nú síðast fyrir skemmstu. Þú getur eflaust flett þessu upp með því einu að gúggla Salman.

Eins má benda á að herskáir Múslimar byrjuðu skæruhernað gegn Gyðingum í Palestínu löngu áður en Ísraelsríki var endurstofnað (sem er reyndar efni í heila bloggsíðu næstu áratugina).

Forseti Írans hefur hvatt til útrýmingar Gyðinga, þó líklega sé honum verst við Ísraelsmenn (þetta verð ég reyndar að hafa eftir túlkum, skil ekki orð af því sem maðurinn segir).

Pétur - jú, rétt hjá þér. Aðaltilefni greinarinnar eru viðbrögð herskárra Múslima við því þegar vesturlandabúar nýta sér málfrelsi í sínu eigin heimalandi. En þessi umræða er bráðskemmtileg.

8:59 PM  
Blogger Magnús said...

Einhvers staðar las ég að það væri hvort sem er ekki hægt að afturkalla dauðadóm fyrir að vanvirða íslam/Múhameð. Sel það ekki dýrt.

9:04 PM  
Anonymous Kiddi said...

einföld lausn á þessu öllu. Banna trúarbrögð af öllu tagi, enda ekki bölvuð vitleysa allt saman.

Segi ég og skrifa og ekki koma með eitthvað "þú hefur aldrei lent í neinu alvarlegu og þegar það gerist ferðu að biðja til guðs" kjaftæði.

11:51 PM  
Blogger Sigurdór said...

Kiddi: Er ekki einu "ekki" of mikið hjá þér þarna?

12:48 AM  
Anonymous Eyvindur Karlsson said...

Það er reyndar ekki bara bannað að gera myndir af Múhameð, samkvæmt Islam, heldur öllum spámönnunum, þar á meðal Ésú (sem er spámaður skv. Islam), Móses og öllum þessum jólasveinum.

Ég er sammála því að það eigi að banna öll trúarbrögð. Trú er hið besta mál, en þegar fólk fer að stofna klúbba þar sem allir verða að trúa á það sama gerist alltaf eitthvað slæmt.

Mér hefur augljóslega skjátlast með Rushdie, en man þó eftir að hafa lesið það í prentuðu málgagni fyrir einhverjum árum að það væri búið að aflétta þessu. Það gæti verið að lesblindur blaðamaður hafi misskilið það þegar dauðadómurinn var endurnýjaður... Eða eitthvað.

Jæja, hernaður gegn gyðingum byrjaður áður en Ísraelar byrjuðu að eiga það skilið, gott og vel. En hvernig kemur það málinu við? Það breytir því ekki að Ísraelar eru að fremja stórfelld mannréttindabrot sem gera það að verkum að mér finnst ekkert rosalega skrýtið þótt þeir séu pirraðir út í Ísraelsmenn (og þar sem Ísrael er heimaland gyðinga get ég líka skilið að þeir séu pirraðir út í gyðinga yfir höfuð). Ég er ekki að reyna að réttlæta ofbeldið. Ég er bara að segja að mér finnst þetta mjög skiljanlegt. Mér er hins vegar fyrirmunað að skilja hvers vegna páfinn lét þessi foráttuheimskulegu orð sín falla (þótt þau hafi verið höfð eftir öðrum, það skiptir engu máli).

Mergurinn málsins er sá að vesturlandabúar hlaupa alltaf upp til handa og fóta við að mála múslima sem villimenn í hvert skipti sem múslimarnir verða pirraðir. Það sem gleymist er að vesturlandabúar (upp til hópa kristnir) hegða sér nákvæmlega eins, sama hvað þú vilt segja. Og nú er ég að tala um almenning, ekki geðsjúkar ríkisstjórnir, sem eru vissulega algengari í Mið-Austurlöndum en annarsstaðar. Jújú, múslimar verða brjálaðir yfir hinu og þessu, sýna fordóma og alhæfingar í garð gyðinga og vesturlandabúa, og beita ofbeldi í skjóli trúarinnar. En það gerir kristið fólk líka. Maður getur ekki snúið sér við á Íslandi öðruvísi en að heyra annan hvern mann fordæma múslima, með fáránlegar alhæfingar og fordóma. Og ekki gleyma því að mörg svakalegustu ofbeldissamtök vesturlanda sigla undir flaggi með krossmarki - til að mynda Ku Klux Klan. Á hverjum degi er verið að misþyrma og myrða araba í Evrópu og Bandaríkjunum. Eru það múslimar? Nei, það er kristið fólk.

Ætlar þú að kasta fyrsta steininum, Ingvar?

2:29 AM  
Blogger Jimy Maack said...

Ég er á þeirri skoðun að útrýma skuli öllum skipulögðum trúarbrögðum og þá sérstaklega eingyðings (sic) trúarbrögðum.

Vissuð þið að myndabann sbr það sem múslimar halda er líka í gyðingdómik, þ.e. það er upprunið í Torah...Gamla Testamentinu...

10:58 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Trúarbrögð á að sjáfsögðu ekki að banna. Deilur um pólítík drápu t.d. mun fleiri en trúarbragðadeilur á síðustu öld, sjá báðar heimsstyrjaldirnar, Kóreu og Víetnam. Einnig voru æði margir drepnir vegna trúar sinnar, eða jafnvel bara fyrir að trúa á eitthvað, í gömlu Sovét og Kína, vegna þess að það stangaðist á við kommúnismann. Því væri mun réttara að banna stjórnmálaflokka (ekki það að ég sé sammála því).
Ef trúarbrögð væru bönnuð, hversu margir myndu þá enda í steininum?

Kiddi, ekki éta allt hrátt upp eftir Dawson. Trúarbragðabann er eins og hvert annað skoðanabann, fáránlegt og ég þykist vita að þú vitir betur. Nær væri að banna Dawson fyrir dónaskap, sbr. það sem þú vitnaðir í hann á síðunni þinni).

Eníhjú, aðalmálið með þessum pistli mínum var að mér finnst fáránlegt að menn grípi til ofbeldis eða hótana ef einhver segir eitthvað sem þeir eru ósammála. Nú í morgun var t.d. frétt í útvarpinu um tyrkneskan rithöfund sem var að ganga gegnum réttarhöld vegna þess að hann ritaði bók, hvar ein sögupersónan hafði skoðun, sem fór fyrir brjóstið á tyrkneskum yfirvöldum.
Þar einmitt liggur svolítill munur á vesturlöndum og múslimaríkjunum. Í Bandaríkjunum máttu kalla Bush hálfvita á opinberum vetvangi, í Tyrklandi ferðu fyrir rétt ef sögupersóna sem þú skapar hefur óæskilegar skoðanir. Í Írak ertu drepinn ef þú setur út á ríkið hið minnsta.

10:59 AM  
Anonymous Anonymous said...

To sum it all up- ef einhver fer til Teheran með skilti sem ber áletrunina Kómení var hommi skal ég fara með svipað skilti fyrir framan Péturskirkjuna í Róm með samskonar fullirðingu um páfann. Sá sem lifir lengur vinnur.
Lengi lifi málfrelsið.
Skúli.

11:18 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Eyvi - Mörg samtök hafa siglt undir krossmerki án þess að hafa neitt með kristna trú eða trú almennt að gera, til dæmis nasistar. Þeirra merki var t.d. notað af kristum söfnuðum fyrr á öldum, en eitt aðalmarkmið Hitlers var að þjóðernisjafnaðarstefnan kæmi í stað trúarbragða (svipað og hjá hörðustu kommunum).
Gleymdi þessu inn í fyrra kommenti, sorrí.

11:23 AM  
Anonymous Eyvindur Karlsson said...

Ég sagði krossmarki. Sem þýðir samkvæmt mínum málskilningi alltaf kristinn kross. Auk þess vissirðu hvað ég átti við.

Auðvitað myndi það kalla á óþarfa deilur og ofbeldi að banna trúarbrögð. Hinsvegar stend ég fast á þeirri skoðun að gríðarlega stór hluti af því sem er að í heiminum í dag væri í góðu lagi ef ekki væri fyrir skipulögð trúarbrögð. Eins og ég segi: Guð fann upp trúna, djöfullinn fann upp trúarbrögðin. Og stjórnmálaflokkana. Ég væri jafnvel enn meira fylgjandi því að þeir væru lagðir af. Eins og ég segi - klúbbar þar sem fólk á að trúa á sömu hlutina eru heimskulegri en allt, sama hvaða nöfnum þeir eru kallaðir.

12:32 PM  
Anonymous Anonymous said...

...ég er vondur maður....
Ekki nóg með það að ég hafi fengið mér gómsætt svínakjöt í kvöldmat þá bjó til mynd af múhameð með hrísgjórnunum mínum. Síðan notaði ég prjónana mína sem F 16 og varpaði sprengjum þ.e.a.s. bitum af svínakjöti á hrísgrjónamúhameðinn. Til að gera þetta enn verra fékk ég mér bjór með kvöldmatum. Hvað ætli mörg lítil múslímabörn hafi farið grátandi í rúmið í gær vegna þess að ég, réttdræpi trúleysinginn, borðaði svínakjöt og vanvirti þar með einhvern múhameð. Já....ég er vondur karl og réttdræpur....nú á ég líka sök á því að lítil múslímabörn hata vesturlönd og ætla verða gangandi dínamít sprengjur þegar þau verða stór en ekki læknar og verkfræðingar.

H.K.

1:47 AM  
Anonymous Anonymous said...

Kaþólska kirkjan hefur margt á samviskunni það getur enginn neitað því. Munurinn er hins vegar sá að það er nokkuð langt síðan að við þ.e.a.s. vesturlönd, hættum að láta kirkjuna stjórna lífi okkar. Það er ekki hægt að segja það sama um Islam þar sem að Islam og lög Islam er eina rétta leiðin til þess að stjórna. Svo lengi sem þetta er svona verða þessi ríki alltaf fátæk og vanþróuð (nema auðvitað spikfeitu olíufurstarnir). Það líka svo gott að kenna öðrum um, þ.e.a.s. okkur vesturlöndum, um það að þessi ríki séu fátæk og vanþróuð og ala á hatri, andúð í okkar garð. Ha...þeir geta kennt sjálfum sér um það.

Það sem Ingvar kom aðeins inn á með stjórnmálaflokka. Þá get ég sagt ykkur svona til gamans að Maó formaður og flokkurinn hans gekk einu sinni svo langt að gefa út tilskipun hversu oft hjón máttu gera það í viku. Ef ég man rétt þá máttu nýgift gera það 4-5 sinnum í vikum, gift 3-5 ár máttu gera það 2-3 í viku o.s.frv.

H.K.

1:55 AM  
Anonymous Eyvindur Karlsson said...

Mao bannaði líka fugla á sínum tíma. Það virkaði ekki.

Hins vegar er verið að fullyrða ansi mikið um næststærstu trúarbrögð í heiminum hérna. Þið eruð að tala um afmarkaðan hóp ofsatrúarmanna, sem er nær algjörlega staðsettur í Mið-Austurlöndum, en tilfellið er að það eru fleiri múslimar utan þeirra en innan. Og svo er líka munur á því hvort stjórnvöld í einhverju landi setja islömsk lög eða hvort fólk lítur á kóraninn sem alheimslöggjöf, sem er minnihluti múslima. Flestir múslimar líta á kóraninn nákvæmlega eins og kristnir líta á biblíuna: Sem trúarrit með lífsreglum, sem ber að nota sem leiðarvísi að góðu líferni. Hver er til dæmis munurinn á hugsunarhætti og stjórnarfari í Bandaríkjunum og Íran?

Svo hafa múslimar nú alveg ástæðu til að vera svolítið í nöp við kristna. Sjáið hvernig hefur verið farið með þá í gegnum tíðina. Bandaríkjamenn hafa verið duglegir við að kynda undir ósætti í Mið-Austurlöndum (til að mynda í átta ára stríðinu), eru með herstöðvar á landsvæðum sem eru múslimum heilög og eru nú búnir að ráðast inn í Afganistan og Írak; múslimar hafa verið ofsóttir í fyrrverandi Júgóslavíu, fyrir utan auðvitað Palestínu, sem hefði ekki gerst ef vesturlandabúar hefðu ekki ákveðið að gefa Ísraelum land sem hafði tilheyrt aröbum síðan í eldgamladaga, og heldur ekki ef Bandaríkjamenn hefðu ekki ákveðið að vopna Ísraela til helvítis. Svo er líka mjög stutt síðan þessi lönd voru meira og minna breskar og franskar nýlendur, og þeim var stjórnað af frekar miklu harðræði. Eins og áður tek ég fram að ég er ekki að reyna að réttlæta ofbeldið, en þetta er ekki svo einfalt að þeim sé illa við okkur einfaldlega vegna þess að við eigum meiri péning. Saga Mið-Austurlanda er einfaldlega þannig að það er ekki hægt að furða sig á biturð múslima í garð vesturlanda. En um leið eru það líka eiginlega bara múslimar í Mið-Austurlöndum sem eru svona reiðir, og þeir eru bara minnihluti múslima í heiminum.

2:51 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hvur andskotinn (afsakið orðbraggð í þessari umræðu) er að gerast hér. Þetta er verra en hjá Davíð Þór Grapevinista. Gaman að sjá póst frá Kína. Bæta má því við að mamma hans pyntaði alla familíuna og heimtaði svo pening - fullt fullt - í ofanálag. Pabbinn fékk pening frá ríkinu fyrir að pynta þig, Ingvar.
En vann úr því með því að lyfta lóðum eins og farking meiníak á eftir.
Er ekki hægt að setja link á þessa síðu frá murinn.is og andriki.is. Spyr bara sísona.
En lifi murinn.is og allir í Kínaveldi.
Arnar

4:27 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Eyvi, það er eins og ég áður sagði einn gríðarstór munur á stjórnarfari í US of A og Íran. Í Bandaríkjunum máttu opinberlega segja hvað sem þú vilt um stjórnina og breiða út hvaða trú sem þú vilt. Ef þú gagnrýnir stjórnvöld í Íran eða breiðir þar út aðra trú en Íslam ertu alveg svakalega steinfokkingsdauður skömmu síðar.

Varðandi Ísrael vil ég enn og aftur minna á að Gyðingar keyptu upp stór landsvæði og gerðu byggileg þarna (og leyfðu m.a.s. Palestínumönnum að búa þarna áfram með sér). Það er eflaust helv... slæmt að kaupa land til þess eins að vera svo flæmdur á brott til að fyrri eigendur fái landið á ný - og svo er sagt að Gyðingar séu varasamir í viðskiptum!

Einar, varðandi að eingyðistrú eigi að banna langar mig að benda á eitt varðandi langvinsælustu fjölgyðistrú heims, Hindi. Þar ertu það sem þú skapaðir þér í síðasta lífi skv. Karma-lögmálinu. Ef þú varst góður ertu í góðum málum nú, ef þú varst vondur ertu í skítnum, t.d. fatlaður eða veikur. Til að skemma ekki eigið Karma máttu ekki fikta við annara, sem sagt ekki hjálpa fátækum, fötluðum, veikum og svo framvegis.
Þeir fyrstu sem byggðu sjúkrahús, skóla, og annað slíkt fyrir fátæka á Indlandi voru stórhættulegir eingyðistrúarmenn, svokallaðir Kristniboðar.
Hvíti maðurinn gerði margt slæmt á Indlandi, en þar væru færri í dag ef hann hefði aldrei stigið fæti sínum þangað.
En að banna trúarbrögð er ekki bara heimskulegt par exellans, heldur jafn stórhættulegt og að banna fólki að hafa skoðanir - sem það jú eiginlega er.

6:37 PM  
Anonymous Pétur Örn said...

Boð og bönn virka ekki. Þau kalla bara á andspyrnu og vesen. Virkaði það að banna brennivín í Ameríku á bannárunum? Neibbs.
Það fóru bara allir drepa hvurn annan. Reyndar aðallega glæpamenn en hey.
Trúarbrögðin sem flest stríð eru háð út af eru tengd guði sem flestir dýrka, Mammon.

Nei MAMMON, ekki bróðir hans Nammon sem er dýrkaður í kvikmyndahúsum og er bænastund hans kölluð HLÉ.

7:28 PM  
Anonymous Anonymous said...

Það er reyndar Mammon sem er dýrkaður af kvikmyndahúsaeigendum með hléinu sem slíku. Best væri að sleppa hléi og koma bara með nesti, hafa með sér smurt og kókómjólk.

10:08 PM  
Anonymous Anonymous said...

Það virkaði alveg svakalega vel í Kína að banna Falún Gong, er það ekki?

10:10 PM  
Anonymous Halli Holm said...

Mér finst nú blessaði páfin okkar í páfagauksgarði bara kynæsandi

10:42 PM  
Anonymous Eyvindur Karlsson said...

Sko. Það er mjög mjög mjög langt frá því að vera tjáningarfrelsi í BNA. Eini (já, EINI) munurinn á Íran og BNA er að Bandaríkjastrumpar eru klárari í að fela kúgunina og telja fólki trú um að hún eigi sér ekki stað en Íransstrumpar. Jújú, þú mátt alveg gagnrýna stjórnvöld í BNA, en það á bara enginn eftir að taka eftir því. Þannig fer kúgunin fram þar. Og ef einhver tekur eftir því er mjög líklegt að þú verðir drepinn. Það gerist á hverjum degi að CIA eða aðrar merkar stofnanir taki fólk hreinlega af lífi ef það fer út fyrir rammann. Ef ég væri heima hjá mér myndi ég tína til tilvísanir í fjölmargar skjalfestar sannanir þessa, en ég er semsagt ekki með bækur við höndina.

Ókey, Ísraelar keyptu lönd. Gott hjá þeim. En svo ákváðu Bretar og Bandaríkjamenn að gefa þeim fleiri lönd. Og svo ákváðu Ísraelar að það væri ekki nóg, og þeir þyrftu að losa sig við Palestínu og eiga það land líka. Og á meðan ákváðu Bandaríkjamenn að þeir þyrftu að dæla hálfum vopnaflota heimsins í Ísraela. Þetta breytir engu um það sem ég var að segja.

Hvað varðar karma lögmálið... Þótt ég sé mjög fylgjandi velferðarkerfi verð ég samt að segja að eins kaldranalega og það hljómar held ég að karma hugsunin sé betri fyrir mannkynið sem tegund. Staðreyndin er sú að með því að hlúa svona vel að þeim sem minna mega sín erum við að koma í veg fyrir (eða í það minnsta hægja á, en í versta falli snúa við) þróun tegundarinnar. Við leyfum náttúrunni ekki að losa tegundina við óæskileg gen. Auðvitað er ekki nema sjálfsagt að hjálpa þeim sem minna mega sín, en það er samt bara staðallinn á vesturlöndum. The Western Way. Ætlum við í alvörunni að gerast svo hrokafull að ætla að þröngva okkar hugsunarhætti á allan heiminn? Hver erum við til að dæma fólk vegna þess að staðlarnir í samfélaginu þeirra eru aðrir en okkar.

Og þessi setning, Ingvar, er með því heimskulegra: „ Hvíti maðurinn gerði margt slæmt á Indlandi, en þar væru færri í dag ef hann hefði aldrei stigið fæti sínum þangað.“ Þú gerir þér grein fyrir því að offjölgun er mjög stórt vandamál á Indlandi, sem varð til þess að fyrir um 30 árum síðan þurfti að setja löggjöf þess efnis að hjón mættu ekki eignast fleiri en 2 börn. Þannig að það væri í raun mun betra ef hvíti maðurinn hefði bara haldið sig fjarri Indlandi.

Auk þess er kristniboð eitt mesta ofbeldi sem er til. Það er rangt á allan hátt að reyna að breyta trú fólks. Og það er ekkert hrokafyllra en að halda því fram að sín trú sé réttari en trú annarra. Við erum bara manneskjur, við vitum ekkert um Guð eða önnur æðri öfl, hvort þau séu til eða ekki, hvort það sé rétt að tilbiðja þau og þá hvernig. Þetta heitir trú, og trú skal það vera. Og hver manneskja á að trúa því sem hún vill. Það er hálf kjánalegt að tala um trúfrelsi í einu orði og kristniboð í því næsta.

Eins og ég segi. Fólk þarf að hætta alveg að kasta steinum. Það hefur ekkert okkar efni á að taka þann fyrsta upp af jörðinni.

2:42 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Kristniboð er alls ekki slæmt, frekar en annað trúboð. Það er, eins og upphaflegt inntak greinarinnar átti að vera, fólk að nýta sér málfrelsi sitt og segja hvað því finnst. Segja sína skoðun og, jú, reyna að fá aðra yfir á þá skoðun. Svolítið sem allir menn gera á einhvern hátt.

Þó að nú sé offjölgun á Indlandi er ekki þar með sagt að það hafi verið ljótt hjá kristnum trúboðum, Rauða krossinum og hjálparstofnunum að bjarga mannslífum gegnum tíðina. Við hefðum þá kannski átt að sleppa alveg hjálparstarfi á Indlandi eftir flóðin hér fyrir tveimur árum, svona bara af því þarna er of mikið af fólki núna?

Ég man líka eftir einum sem talaði um að losa mannkynið við óæskileg gen, hann var með yfirskegg. "Óæskilegt" í þessu tilfelli er alltaf huglægt og oftast býsna hættulegt líka. Á Indlandi í gamla daga var heldur ekki bara náttúran að losa sig við "óæskileg" gen. Ég sé ekki hvað er genatískt slæmt við að lenda í slysi, missa heilsu þess vegna og vera því útskúfaður vegna þess að þetta hlýtur jú að vera vegna einhvers sem þú gerðir af þér í fyrra lífi.

Fyrst þú segir lítinn mun á Íran og BNA skal ég, líkt og einhver (sem hefði mátt kynna sig) skrifaði hér að ofan, skora á þig í keppni. Ég fer til BNA og ber skilti hvar segir að Bush sé handbendi Satans og ógeðfelld persóna. Þú ferð til Íran og berð viðlíka skilti með viðlíka fullyrðingum um Íransforseta. Sá sem fyrr deyr, tapar.

Ég held þú vitir alveg að það er muns skárra að búa í BNA en Íran - og talandi um að BNA moki vopnum í Ísrael - hvaðan heldurðu að Hizbollah hafi fengið þessi nokkur þúsund rússnesku flugskeyti sem þeir skutu nýverið á Ísrael?

12:21 PM  
Anonymous Eyvindur Karlsson said...

Ingvar... Þú ert annað hvort ekki að lesa það sem ég skrifaði nógu vel eða að snúa út úr því. Það sem ég sagði var að BNA og Íran eru með sömu kúgunina í gangi, hún birtist bara öðruvísi. Jú, þú þarft að ganga lengra til að vera drepinn í BNA, en það breytir ekki því að ef stjórnvöld sjá þig sem raunverulega ógn eru allverulegar líkur á því að þú verðir drepinn. Sjáðu bara Kennedy.

Og ég var ekki að tala um að það ætti að losa sig við óæskileg gen. Ekki fara að líkja mér við nasista af því að þú ert ósammála mér (eða skilur mig ekki). Ég sagði að það væri hrokafullt af þér að fordæma Indverja af því að þeir hugsa öðruvísi en þú. Þetta með náttúruvalið var bara dæmi um það að hugsunarháttur Indverja þarf ekki að vera vitlaus, og út frá náttúrunnar hendi er hann réttari en okkar, þótt við séum ósammála honum. Það þýðir ekki að ég sé sammála honum. Ég er það alls ekki. En ég líð þeim að hafa sínar skoðanir án þess að fara í kerfi yfir þeim.

Ég var heldur ekki að segja að það hafi verið ljótt af rauða krossinum að bjarga fólki. Ég var bara að segja að það að það væri færra fólk á Indlandi ef ekki hefði verið fyrir hvíta manninn séu heimskuleg rök, því það er í raun engum greiði gerður með því. Hættu að upphefja hvíta kynstofninn á kostnað Indverja. Þú hljómar eins og kynþáttahatari þegar þú gerir það. Indverjar hefðu verið betur settir án afskipta hvítra manna, ég er sannfærður um það. Rauði krossinn kom til bjargar eftir að Bretar skildu eftir sig sviðna jörð. Það er ekki það sama og að bjarga fólki úr flóði. Það er meira svona að bæta það sem bætt verður eftir gríðarlega harðstjórn nýlenduherra.

Og ég skil ekki hvernig hugsandi fólki getur þótt gott mál að reyna að fá fólk ofan af trú sinni. Ekki myndir þú taka vel í það ef ég kæmi heim til þín og reyndi að fá þig til að turnast til Islam, er það? Ég myndi henda þér öfugum út ef þú reyndir að kristna mig. Af hverju þarf að gera fólk kristið? Annað hvort verður fólk það sjálft eða ekki. Þú fyrirgefur, en mér finnst trúboð alltaf rangt, og finnst voðalega fátt meira rangt.

1:32 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Eyvi minn, ég vil byrja á að biðja þig afsökunar ef þú hefur skilið það sem svo að ég væri að líkja þér við Austurríkismanninn með smekklega yfirskeggið en svo er ekki. Þú minnstist samt á óæskileg gen - tilgangurinn hjá Hindúum með að sniðganga þá sem minna mega sín (eða í versta falli beita þá ofbeldi) hefur þó ekkert með óæskileg gen að gera, þetta er trúarleg skilda þeirra til bæta eigið karma. Ástæðan fyrir að ég fór út í að tala um Hindú, sem dæmi um fjölgyðistrú, er komment Einars hér að ofan.

Eníhjú, eitt sem þú skrifar límir alveg saman allt það sem ég vildi segja með öllum þeim pistli mínum sem allt þetta bull okkar er tilkomið út af. "En ég líð þeim að hafa sínar skoðanir án þess að fara í kerfi yfir þeim". Það var einmitt sirka þetta sem ég var að meina - páfinn má hafa skoðun á Íslam án þess að nunnur séu drepnar og vesturlandabúar grýttir. Danskurinn má birta skrípó af spámanninum án þess að sendiráð séu sprengd í loft upp, fólk sé myrt og troðið undir af æstum múg, kveikt sé í eigum fólks og ritstjórum sé hótað lífláti. Það var jú meiningin áður en við (og aðallega ég kannski)sigldum á öldum kjaftæðis út á ballarhaf hér í kommentunum.

Ég hef ekki sömu skoðanir og þú á trúboði, mér finnst það í góðu lagi. Ef ég nenni ekki að tala við þá sem reyna að boða mér trú sína segi ég þeim það og þeira fara (á essu er reyndar einn söfnuður undantekning), en oft finnst mér gaman að spjalla við þá sem hafa aðrar skoðanir en ég. Mér finnst þó óþarfi að ónáða fólk í heimahúsum og vinnustöðum.

Varðandi trúboð í framandi löndum er yfirleitt meira um hjálparstarf að ræða. Þetta hefur breyst úr hjálparstarfiskástriktrúboði í meira bara hjálparstarf.

Til að ljúka þessu (er að pæla í að kalla þetta gott í bili) verð ég að segja að komment þitt með Kennedy er, til að taka GRÍÐARLEGA vægt til orða, nokkuð vafasamt.

Ég skal koma hér með tvær samsæriskenningar sem slátra "CIA gerðiða"-kenningunni:

1. Joseph Kennedy fékk Mafíuna til að svindla í kosningunum og fá son sinn kjörinn. Þeir notuðu nöfn látins fólks í þeim borgum, hvar kjörmenn vantaði, til að jafna úrslitin og að lokum komast yfir. JFK vann, algerlega grunlaus um að pabbi hans hefði fengið óvandað fólk til að svindla. Pabbinn hinsvegar var tregur til að launa Mafíunni greiðann, haldandi að þeir yrðu aldrei svo vitlausir að gera forsetanum eitthvað. En, plaff, pabbinn hafði rangt fyrir sér.

2. Aristóteles Ónassis gerði það sjálfur svo hann gæti gifst Jackie.

Lifið heil. Frekari kommentum má snúa til mín persónulega, nenni ekki að lesa svona langt niður.

3:58 PM  

Post a Comment

<< Home