Thursday, September 14, 2006

Stuð að afloknu Rokkstari

Syfjaður eftir að hafa horft á fyrirsjáanlegustu úrslit sjónvarpssögunnar í nótt, hvar sá versti fór með sigur af hólmi. Hef ég margoft sagt opinberlega í ræðu og riti að Skúnkurinn væri fyrirfram ákveðinn sigurvegari, enda ekki annað mögulegt þegar menn hrósa honum í hástert hvað eftir annað fyrir frammistöðu sem myndi ekki landa honum stöðu bakraddasöngvara í upphitunarhljómsveit hérlendis. En hvað um það, við megum vera ánægð með Magna, hann var drullugóður og hagaði sér alltaf vel og fallega og var aldrei með stæla eða leiðindi (nema eitt sinn við einhverja ljósku, sem var með stæla sjálf hvort eð er).
Prýðislandkynning.

Eníhjú, ég er, sem slíkur, að leika á Bar Satans (Djöflíner) í kvöld og lofa því að vera í megastuði. Já, mega segi ég og skrifa.

Má til með að deila með ykkur fimmaurabrandara sem varð til í gær. Ég var farþegi í bíl sem rakst eilítið utan í annan bíl á allnokkurri ferð. Varð úr því allnokkuð högg, en þó nokkuð minni skemmdir. Kári, vinur minn og fyrrum vinnufélagi, var einnig farþegi í bílnum og kvaðst hafa verið dauðhræddur. Hann sagði eitthvað í áttina að "Ég sá bara allt lífið á einu andartaki renna fyrir augum mér, en svo áttaði ég mig á því að þetta var bara rúðuþurrkan".

En þá að alvarlegri málum úr umferðinni - ég sá auglýsingu í blaðinu í dag, hvar birtar eru myndir af þeim sem hafa látist í umferðinni nú það sem af er árinu. Ekki bara það að ég kannaðist, og það af góðu einu, við eitt andlitanna. Það var líka fjöldi andlitsmyndanna sem sló mig aðeins utanundir. Ég hugsaði með mér að það eina sem ég gæti gert væri að reyna að keyra sjálfur eins og maður. Gefa stefnuljós, taka eilítið meira tillit til annara ökumanna og aka á stundum aðeins hægar og sýna meiri aðgát.

Svo kannski að biðja ykkur um að gera slíkt hið sama.

Vonandi verða myndirnar ekki fleiri á árinu. Þetta er ekki sjálfsagður kostnaður.

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Loksins er ég bara algjörlega sammála þér, bróðurómynd.
Meira að segja er ég líka sybbinn eftir að hafa horft á hinn fyrirsjánlega úrslitaþátt og rétt er að þeir hældu piltinum alveg hreint ógurlega þrátt fyrir allt þetta kreist. En Magni var ánægður með að drengurinn skyldi fá að vera með bandinu svo ég er það bara líka. Einnig það að Magni skuli túra með húsbandinu sem er alveg súper vúper band.
Brandarinn var nú bara fyndinn, í það minnsta ef maður setur sig í fótspor þeirra sem voru í skrjóðnum.
Svo er ég bara alveg sammála með að gefa stefnuljós og aka eins og maður því ef allir tækju upp á því væru færri myndir af kornungu fólki, nýlátnu, í blöðum og sjónvarpi. Það voru fleiri en eitt og fleiri en tvö andlit þarna vegna þess að einhverjir dúddar voru að spítta upp í svona 170 - og þeir voru í hinum bílnum-.
Annars þykir mér leiðinlegt að þú sért orðinn svona skynsamur á miðjum aldri þannig að ég nenni varla að kommenta mikið á þetta í framtíðinni.
Lifðu heill eins og byltingin.
Arnar

12:13 AM  
Anonymous Þröstur said...

brandarinn góður.. mjög.
Átakið er nauðsynlegt, sorglegt að mörg þessara slysa eru af vítaverðu gáleysi og ofsaakstri.

Í auglýsingunni sjáum við eingöngu þá sem hafa látist á árinu. Það má ekki gleyma þeim sem eru í hjólastól, örkumla og spastískir.

Ég á einn vin sem er nokkrum árum yngri en ég. Hann lenti í bílslysi fyrir u.þ.b. 7 árum og lifði af. Það eina sem hann getur gert í dag er að hugsa. Hann er bundinn í hjólastól, getur ekki talað, ekki notað hendurnar, er spastískur. Vá ég verð bara klökkur að skrifa þetta. Hann var að keyra of hratt og endaði á ljósastaur.

1:06 PM  
Blogger Olga Bj� said...

Góð umræða hér á ferð og verulega góðir punktar.
Þröstur, þú bendir einmitt inn á nauðsynlegar staðreyndir. Það eru miklu fleiri sem eru fórnarlömb umferðarslysa þó svo að þeir láti ekki lífið.

Við verðum fyrst og fremst að líta í eigin barm og muna líka að það er ekki nóg að passa eigið aksturslag því það er svo mikið af fólki í umferðinni sem er ekki hugsandi og ætti að taka úr umferð í tvennum skilningi.

Eitt stórmerkilegt og spooky varðandi Rockstar lokaþáttinn; Dilana var sú eina sem þurfti ekki að standa upp vegna þess að hún var aldrei í bottom 3. SAMT segir Tommy (sem reyndar ætti að halda sig sem fjærst frá míkrafónum) við Lukas að hann hafi fengið flest stig í lokaþættinum! Það kom einkennilegur svipur á andlit Dilönu þá....enda ekki skrýtið.

5:28 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jú, það er náttúrulega hægt að vera á einhverjum tímapunkti í botn þremur, en fá svo eftir það milljónhundruð og sextíu atkvæði og standa svo uppi sem sigurvegari. Mér finnst það samt ólíklegt. Ég held (og skilst á sumum sem fóru út í prufur að það sé líklegt)að þetta hafi verið fyrirfram ákveðið, eða allavega hafi verið nokkuð einblínt á njúmetaldverginn frá upphafi vega.
En það er í lagi, Magni búinn að koma sér á kortið og nokkrir aðilar úti í hinum stóra heimi búnir að fá gríðarlega auglýsingu sem tónlistarmenn.

Annars lagði ég mitt að mörkum til bættrar umferðarmenningar í dag og skildi bílinn eftir heima.

6:07 PM  

Post a Comment

<< Home