Friday, September 29, 2006

Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum

Ég er enn að kafna úr kvefi.

Ég fyrirlít meira en nokkuð annað sjómenn sem fara að rífa kjaft og hóta ofbeldi þegar einhver kveikir sér í sígó á kerti.

Mér finnst þetta meira en ógeðslega fyndið. Alveg rídikkílus.

Í hádeginu fékk ég lamb með bernesi og viðurstyggilega góða súpu. Hvað borðaðir þú?

Manstu eftir þessu?

Eyvindur gestaði hjá mér í gær, þegar ég var að missa röddina sökum kvefs. Það er í fyrsta skipti sem hann er minna rámur en ég. Kann ég honum þakkir.

Bið að heilsa.

15 Comments:

Blogger Magnús said...

Þegar einhver kveikir í sígó á kerti fær endurskoðandi niðurgang.

2:23 PM  
Blogger Óskar þór said...

Ef einhver getur kveikt á kerti með sígó þá má hinn sami kallast góður

4:20 PM  
Anonymous Jón Kjartan said...

þetta er held ég sundurlausasta bloggfærsla sem ég hef séð hjá þér enn. Og ég er langt því frá sammála. Feykilega margt sem ég fyrirlít meira en sjómenn sem skammast yfir því að maður kveiki sér í sígó. T.d. fremjendur kynferðisafbrota - þá sérstaklega gegn börnum, eitulyfjaneytendur - og þó sérstaklega eitulyfjasala, Geir Ólafs.... svo má lengi telja...

4:38 PM  
Blogger Gauti said...

tvennt íessu . . ef ég ætlaði að þykjast hafa samið lag þá væri "itsy bitsy teenie weenie yellow polka dot bikini" ekki það fyrsta sem mér ditti í hug að "stela" . . og hitt . . með þetta lag . . fyrst þetta á að vera í framtíðinni . . af hverju er þá "operator" ? . . af hverju hringir hún ekki beint úr hugskeitasímanum sínum ? . . eða eitthvað :)

5:46 PM  
Blogger Gauti said...

. . ég á við lagið sem seinni linkurinn er á sko . . fyndið video :)

5:48 PM  
Anonymous Eyvindur Karlsson said...

Það er ekkert að eiturlyfjaneytendum. Þeir eru besta fólk. Ég er sjálfur eiturlyfjaneytandi. Drekk til að mynda oft áfengi og neyti nikótíns í stórum stíl.

Ingvar, þetta er held ég í fyrsta skipti sem ég lendi í því að vera minna rámur en nokkur einasti maður. Gaman að því. Leið eins og litlu saklausu barni.

6:03 PM  
Anonymous Kiddi said...

hey hey hey... bara að segja hey

7:43 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jón, ég man þá tíð er þú neyttir eiturlyfs, sem drepur milljónir mann árlega, og þú reyktir pakka af því á dag. Ég veit til þess að þú notir enn eiturlyf, sem fæst í þartigerðum verzlunum, oft kölluðum "Ríkið". Bévítans dópisti þú ert. Samt fyrirlít ég þig alls ekki, elska þig bara mikið.

Eyvi, þú varst líka eins og lítið, saklaust, kafloðið og skeggjað barn.

Kiddi - HEY!

Óskar - kveiktu í merkikerti með sígó og ég skal bjóða þér í ostaköku.

8:19 PM  
Blogger Olga Bj� said...

Fannstu eitthvað bragð af Bernaise-sósunni, svona kvefaður maðurinn?

Farðu nú að ná þessu kvefi úr þér! Það gerirðu með því að vera heima hjá þér, eta ávexti og engiferrætur og sofa í hausinn á þér. Ekki að spila hás í tóbaksreyk. Þú ert bara að lengja kveftímann fram að jólum.

Hjúkku-Orgelið

12:22 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ég er búinn að vera með þetta kvef síðan í vor. Það virðist komið til að vera.

10:00 PM  
Blogger Olga Bj� said...

Frábært!

11:43 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ingvar - verð að senda þér flösku af kínversku brennivíni...drepur allt! Þá kannski losnar þú við þetta kvef.

HK

12:08 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég á heima á nautabýli og ég kann að búa til Bernaise eins og Bjarni Freðriks ......... svo hei......ég ét orðið lítið annað en solliss, milli þess sem ég borða Akrafjallsbleikju úr vötnunum sem tilheyra býlinu....nenú nenú nenú....didú babú.

Og Gauti bró hvað er að itsy bitsy teenie weenie yellow polka dot bikini? þetta er uppáhalds lagið mitt....sem ég syng alltaf þegar ég er að borða.

Ég er hins vegar alveg hætt að neita eiturlyfja, ég borða ekki einu sinn neitt sem inniheldur sykur lengur eða ger eða hveiti......hugsa sér að dópistinn Brynhildur bara frelsuð út í sveit.....sonna geturiddaverið.

Gullkeðja til allra, Bryn.

1:35 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Gott þú passar hvað þú lætur ofan í þig. Ég man eftir hvernig þú lést (sögnin að láta í þátíð, ekki látast í þátíð) eitt sinn eftir að hafa étið nautakjöt... eða þetta skipti þegar þú drakkst þrettán bjóra.

Dúlluspaðabryndreki.

2:41 PM  
Blogger Forstjórinn said...

Æi æi láttu þér batna, Hvaða væl er þetta eru ekki að norðan.

Kveðja

4:20 PM  

Post a Comment

<< Home