Saturday, September 02, 2006

Veiðiveislan, almennt röfl og getraun

Ligg hér á sófa Sveins og horfi á The Hunting Party á MGM-stöðinni. Alltílæ ræma.

Rifjaði svo upp Airport ´77 og er hún alltaf skemmtileg. Þarf að rifja upp allt safnið, en þær voru fjórar talsins. Síðasta, Airport ´79 - The Concorde, var samt síst þeirra. Mér finnst líka George Kennedy, sem var sá eini sem lék í þeim öllum, töffari. Sjáið endilega Thunderbolt and Lightfoot, hvar hann leikur á móti Jeff Bridges og Clint Eastwood. Kennedy var hermaður í USA í heimsstyrjöldinni síðari og lengi vel á eftir. Hann þjónaði í sveitum Pattons, sem hann lék seinna í Brass Target.

Annars var Litli-Sveppur með hita í dag og því komst ég ekki til vinnu. Leiðinlegt. Merkilegt samt að þegar hann er veikur er hann eins og raketta um alla íbúð, uppi á öllu, undir öllu, klifrandi eins og Tarzan og hlaupandi hraðar en Jesse Owens þegar hann niðurlægði Hitler. Ég held það séu spólför eftir krakkann á parketinu.

Litli sá mynd af Hitler í dag og sagði að hann væri með flott skegg. Ég var að hugsa um að segja að þetta væri Adolf frændi, en hætti við. Það gæti valdið misskilningi á leikskólanum.

Best að skjóta fram leikaragetraun.

Hver er karlinn?

Hann hefur leikið á móti Peter Sellers, O.J. Simpson, Laurence Oliver, James Mason, Sean Connery og Richard Burton.

Hann hefur farið með hlutverk í mörgum vinsælum sjónvarpsþáttaröðum, t.d. tveimur sem eru sýndir núna á Skjá einum og Stöð 2.

Hann var giftur frægri leikkonu - tvisvar. Svo dó hún óvart. Hafði ætlað að eyða deginum í annað.

Í frægri mynd lék hann mann sem var að halda framhjá. Það endaði á því að það kviknaði í honum.

Hann heitir sama eftirnafni og einn frægasti músíkant sögunnar.

Svör óskast, verðlaun gætu t.d. verið einn svellkaldur á Döbb eða út að borða fyrir tvo á Subway, með því skilyrði að hinn aðilinn sé ég.

Hvernig stendur annars á því að Húsavík er staður en Lúðvík er kall? Lúðvík í Mýrdal. Álverið á Lúðvík. Bæjarstjórn Lúðvíkur. Siglt er frá Lúðvík til Kyrrþeyjar.

Afsakið.

4 Comments:

Blogger Bjarni R said...

Robert Wagner!

2:38 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Það var þéttur lallari!

Auðvitað var það Wagnerinn, sem brann til kaldra kola í Towering inferno, kvæntist henni Natalie Wood tvisvar og hefur leikið nýlega í Boston Legal og Las Vegas.

Hann er kúl.

Nú áttu inni hjá mér einn kaldan eða snarl. Þú ræður.

9:14 AM  
Blogger Bjarni R said...

Heill sért þú!

Ætli ég þiggi ekki hjá þér snarlið. Láttu vita þegar það hentar þér félagi!

3:31 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hvalakoðunarferðir frá Lúðvík.
Reðasafnið á Lúðvík.
Lifi Ármann, Rósa og hlaupagikkir allir

3:02 PM  

Post a Comment

<< Home