Friday, October 20, 2006

Bíó

Ég hef ekki verið nógu duglegur við að góna á bíó upp á síðkastið. Tókst þó í annari tilraun að klára Bleika Pardusinn með Steve Martin. Hún byrjar illa, en tekur sig ögn á seinnipartinn. Þegar öllu er á botninn hvolft er hún betri en sumt sem Sellers lék í, enda hætti hann að vera fyndinn á áttunda áratugnum. Einhver á eftir að berja mig fyrir að segja þetta, en ég minni þá á Return of the Pink Panther og Trail of the Pink Panther, sem voru hræðilegar.

Svo sá ég aðra endurgerð, Poseidon. Hún gefur orgínalnum ekki mikið eftir, er reyndar, þvert ofan í væntingar mínar, drullugóð. Fergie úr Black Eyed Pies fer með smáhlutverk í myndinni. Drepst reyndar áður en hún kemur fatalínnunni sinni á markaðinn.

Talandi um sjávarútveginn, keypti mér Jaws á dvd í einhverri bévítans viðhafnarútgáfu. Á hana reyndar á vídeó, en fannst bara svo asnalegt að hafa framhöldin í dvd-hillunni og engan orgínal. Endurnýjaði svo Bring me the Head of Alfredo Garcia eftir Sam Peckinpah. Warren Oates (þú veist ekkert hver það er) er aðal, Kris Kristofferson leikur nauðgara. Fín ræma og verulega ofbeldisfull.

Svo er maður búinn að marínerast í Monk og SNL-þáttum, gaman að því.

Lítið að frétta annars, allt í gúddí og flestir í fíling. Hvað er að frétta af þér?

6 Comments:

Blogger Magnús said...

Pink Panther-myndirnar eru vissulega misjafnar, til dæmis er sú fyrsta alveg hreint ótrúlega stefnulaus og ófyndin og leiðinleg. A Shot in the Dark og The PP Strikes Again eru hins vegar góðar, þó ekki samanburðarhæfar við bestu verk Sellers, Dr. Strangelove og Being There. The Trail of the PP er svo auðvitað hroði sem var tjaslað saman úr afgöngum eftir að Sellers var dauður, þannig að það er kannski óþarfi að skíta yfir hann fyrir það. Að lokum skal enginn segja mér að þessi Steve Martin-mynd sé ekki hreinræktaður viðbjóður.

1:49 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Fyrir utan Dr. Gehmorkeliebe og Being there á The Party alltaf pínu pláss í hjarta mér. Jú, og allir vita að það var ekki Sellers sem klúðraði Trail (nema þá kannski með því að hrökkva upp af án þess að láta nokkurn mann vita) en myndin er hreinræktuð mykja, sama hverjum það er að kenna.
Annars fannst mér alltaf fyrsta Pink Panther best af þeim, enda Claudia Cardinale í henni og var hún blessunarlega laus við að vera ógeðfelld. Alger dúlla.
Jú, og Shot in the dark er fín og aðallagið eitt það besta í bíósögunni, svo maður taki nú ekki of djúpt í árinni.

10:06 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hvar er þjóðrembingurinn?
farðu að sjá, Börn og Mýrina.
Báðar stórgóðar.

kv
Glæsiplebbinn.

2:13 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Bæði Börn og Mýri, aðallega Mýri, eru á stefnuskránni. Verst þær eru aldrei sýndar þegar ég hef tíma til að horfa, þ.e.a.s. um hánætur.

2:39 PM  
Blogger Gauti said...

svo er "shot in the dark" með Ozzy líka fínt lag :D

9:32 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Mancini-lagið er betra en Ozzy-lagið, sem þó er ei alslæmt. Seiseijá.

10:31 AM  

Post a Comment

<< Home