Thursday, October 26, 2006

Einar ammæli - Andy hættur!

Til hamingju með ammælið, Einar minn. Dröslaðu þínum rauða haus og öllu sem honum fylgir á Döbb í kvöld og ég skal gefa þér Guinness í ammælisgjöf.

Að öðru leyti er dagurinn ónýtur, því ég var að fá þær fréttir að Andy Taylor væri hættur í Duran Duran sökum ágreinings. Hann var t.d. aldrei fyllilega sáttur við að fara í samstarf við Justin Timberlake og hefur líka verið voða mikið veikur eitthvað. En þar sem ég náði að sjá "Fab Five" tvisvar, bæði í Egilshöll og Wembley, er ég nokkuð sáttur við það. Sjá nánar á heimasíðu Duran Duran.

Lög dagsins eru tvö, annarsvegar með Duran og hinsvegar með Power Station.

Lifið heil.

15 Comments:

Blogger Jimy Maack said...

Vei!

1:51 PM  
Blogger Olga Bj� said...

Geta þeir ekki fengið Andy úr Wham! í staðinn? (tíhí)

Orgelið

2:18 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jú, þeir hafa einmitt alveg örugglega fengið hann. Mér skilst hann sé einmitt laus. Ekkert bókað næstu átján árin!

5:10 PM  
Anonymous Pétur Örn said...

Ekki er hann að komast neitt áfram í Formúlunni hann Ridgeley, sem er bæ ðö úei afar leiðinlegt sjónrapsebbni.

5:10 PM  
Blogger Olga Bj� said...

Váááá....hvað ég er sammála Pétri með formúluna. Leiðinlegasta sjónvarpsefni á undan sápuóperum. Skil ekki hvernig hægt er að hafa gaman að því að horfa á bíla keyra í hringi og heyra sömu skerandi hljóðin allan tímann.

6:25 PM  
Blogger Gauti said...

veit eitt mun verra . . Hjólreiðar ! . . (tour de France og allt það) hvað er skemmtilegt við að horfa á fullt af liði hjóla á eftir hvort öðru . . þetta horfa Danir á og finnst gaman !

8:19 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Mér finnst sjúkt að stejast niður og horfa á umferð.

12:56 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Meinti setjast... afsakið...

12:56 PM  
Blogger Gauti said...

ég keypti extra-blaðið í gær og las . . ekkert voða hress og varð að pústa aðeins út á blogginu mínu . . öllum velkomið að lesa og kommenta :
http://gauti123.blogspot.com/

3:39 PM  
Blogger Elvar said...

hei ég hitti þig á bar. við gleymdum að detta íða samt. sem er skrítið, þar sem við vorum á bar. ég ætlaði að segja þér frá hlerunarsamsæri um Björn og Davíð og gefa þér hljómsveitarbjór. Kannski næst

10:51 AM  
Anonymous Halli Hólm said...

Ég er nu Duran fan nr 2 á íslandi og verð ég að seija að þetta eru bara leiðinlegar fréttir

2:47 PM  
Blogger Gauti said...

Ingvar minn . . er nokkuð að ? . . maður verður bara hræddur um þig þegar það líður svona langt á milli blogga

3:00 PM  
Blogger Ellen Alma said...

Hvar er Ingvar??

12:12 PM  
Blogger Elvar said...

ef þú hættir að blogga þá hætti ég að kommenta

11:49 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ingvar minn - viltu gjöra svo vel að blogga sem fyrst. Þetta bloggleysi af þinni hálfu er farið að fara á sálina á fólki.

H.K.

7:05 AM  

Post a Comment

<< Home