Thursday, October 05, 2006

Fréttirnar

Allt verður að fréttum í dag. Mogginn birti t.d. í dag myndir af steinum með nöfnum þingmanna, en grjótinu var sökkt við Kárahnjúka. Á þá var einnig letrað að þessir þingmenn hefðu framið mesta glæp Íslandssögunnar. Þau ummæli dæma sig sjálf.
Eníhjú, einhvernvegin finnst mér engar fréttir að fólk sé að drekkja grjóti með svívirðingum. Ekki frekar en mér fannst frétt að ein rúta af athyglissjúkum kommúnistum ferðist upp á beis og þar veifi menn íslenska fánanum og syngi Ísland úr Nató. Sé ekki fréttina í því að míníböss af roðamaurum bregði sér af bæ. Mér fannst hinsvegar fyndið að sjá Birnu Þórðar hlaupandi eins og bjána og forstöðumann félags herstöðvarandstæðinga halda ræðu með aðstoð ónauðsynlegasta gjallarhorns Íslandssögunnar - menn þurfa ekki gjallarhorn til að tala við smáhóp af vinum sínum.
æI hópnum var einnig Steingrímur Joð og fagnaði hann ógurlega að herinn væri farinn. Má geta þess að hann sagði eitt sinn fyrir kosningar að atvinnumálin væru númer eitt - tíu prósent þeirra Íslendinga sem unnu á vellinum eru enn atvinnulausir, hundrað manns. Ég þekki einn sem vann þar, en vinnur núna hjá álverinu í Straumsvík. Hann væri semsagt enn atvinnulaus ef Skallagrímur fengi að ráða.

Sendum þessa roðamaura strax til Norður-Kóreu.

Annars sofnaði ég yfir X-Men 3 í gær. Ekki að hún væri leiðinleg, ég var bara svona sybbinn. Mér þótti gaman að sjá Wolverine í bardaga, hvar hann kveikti sér í vindli með eldi úr sprengjubroti. Kom svo í ljós að þetta var allt saman simulator, greinilega af bestu sort fyrst eldurinn í honum var nothæfur til að fíra í.

Farinn niður á Döbb að spila, adíoss.

11 Comments:

Anonymous Eyvindur Karlsson said...

Þú hljómar eins og kani á kaldastríðsárunum.

2:24 AM  
Blogger Jimy Maack said...

Erh... ég sé ekki hvernig vilji Steingríms til þess að vinur þinn sé áfram atvinnulaus kemur nokkurnvegin fram... kannski að Steingrímur trúi því að vinur þinn sé 10% atvinnulaus... en ekki annað.

10:27 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Er það eitthvað sem heilarar eru að tala um - kaldastríðsáran?

10:28 AM  
Anonymous Hannes Trommari said...

Hættu nú þessu helv bulli Ingvar!! Þetta fer að verða neyðarlegt!

10:38 AM  
Blogger Gauti said...

mér fannst þetta nú barasta fyndinn póstur . . sérstaklega gott þetta með ónauðsynlega gjallarhornið . . sá það svo fyrir mér :)

1:34 PM  
Anonymous þórey Inga reiða said...

Af hverju bundu þeir ekki bara þingmennina við steinana????
Andskotinn hafi það, ég er komin með leið á þessari Kárahnjúkalönguvitleysu....fattar fólk ekki að þetta er búið og gert.....

5:11 PM  
Anonymous Adolf Knutstein said...

Takk, kæri nemesis.

9:59 PM  
Anonymous Anonymous said...

nýja slagorðið mitt er: "Ingvar á þing, alla vinstri vitleysinga til N-Kóreu"

H.K.

9:01 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Fyndið slagorð,í ljósi þess að ég man eftir kommúnista sem fór til Kína og er nú harðari kapítalisti en Hannes Hólmsteinn!

12:47 PM  
Anonymous Sigurjón Örn Ólason said...

Fólk sem missir vinnu reddar sér vinnu. Ef ekki, þá hefur það engan áhuga að vinna heldur vonast til að geta lifað á spenanum.

10:33 PM  
Anonymous Anonymous said...

alltaf jafn málefnalegur og maður græðir ótrúlega mikið á að lesa pólítíska blaðrið í þér.
álíka gáfulegt og x men 2 sem var langdregin bullræma.
Vertu bara duglegur að gagnrýna það sem hefur verið að gerast á vellinum. Það eru þínir menn sem hafa verið að stjórna þar.
AV

4:03 PM  

Post a Comment

<< Home