Thursday, October 19, 2006

Gaggggrýnt

Eitt sinn var sagt að þeir sem ekki gætu, kenndu - þeir sem ekki gætu kennt, þeir gagnrýndu. Stundum hefur gagnrýni verið allnokkuð sérstök, miskunnarlaus, og jákvæð eða of neikvæð og svo framvegis. Starf gagnrýnandans er eflaust erfitt og æði oft sem menn drulla annaðhvort um of yfir það sem verið er að gagnrýna, nú eða bara upp á bak á sjálfum sér.

Í ljósi þess að vinur minn gaf út plötu nýverið, sem fékk ekkert svakalega góða dóma í einum fjölmiðlinum, langar mig að koma með nokkra punkta úr sögu gagnrýninnar. Reyndar bíógagnrýni mest, en það er af því ég er betur að mér í þeirri deild.

Usual Suspects fékk eina og hálfa stjörnu hjá Maltin. Hann breytti því seinna (einhver undirverktaki skrifaði rýnina).

Úlfhildur Dagsdóttir, bíórýnir hjá DV hér í eina tíð, valdi Saving Private Ryan eina af 10 VERSTU myndum ársins 1998. Armageddon var á topp 10 listanum yfir þær BESTU. Þetta var ekki það mest sjokkerandi sem hún skrifaði í gagnrýni sinni.

Sólóplata Jóns Jóseps fékk 5 stjörnur í Mogganum. Ég er ekki að reyna að segja neitt slæmt orð um Jónsa, dettur það ekki í hug, en fimm stjörnur eru toppurinn, fullkomnun, ekki hægt að gera betur, alger snilld.

Svo má benda á bíórýnina sem birtist í New Yorker þann 22. maí á því Herrans ári (demon of the Lord) 1977:

"An unbelievable story, no political or social commentary, lousy acting, prepostureous dialogue and a ridiculously simplistic morality. In other words, A BAD MOVIE!"

Þið verðið að geta hvaða mynd er verið að tala um í þessari gagnrýni, en ég skal gefa ykkur hint - leikstjórinn ber sama fornafn og núverandi forseti Bandaríkjanna. Eftirnafnið má tengja einni bók Nýja Testamentisins.

Að lokum vil ég benda á að ég er að leika fyrir þyrsta á Dubliner í kvöld. Sleppið öllu bévítans artí fartí búllsjittinu á Erveivs og kíkið bara í öl.

Lifið hálf.

15 Comments:

Anonymous Eyvindur Karlsson said...

Reyndar eiga flest þessi ummæli fullkomlega við um Star Wars. Sagan er ótrúleg (sem er reyndar ekki endilega slæmt), hún er illa leikin og samtölin eru út í hött. Þetta varðandi social commentary er kannski ekki alveg rétt, og myndin er nú ágæt, en þetta er enginn áfellisdómur yfir gagnrýnandanum, eða gagnrýni yfir höfuð.

10:50 AM  
Blogger Magnús said...

Gagnrýnandinn hefur kannski séð fyrir þriðju myndina í bálkinum, sem er meðal verstu mynda sem gerðar hafa verið.
Annars sting ég upp á "Málvermd í rénum".

12:41 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ég tel gagnrýnandann fremur hafa séð Jar Jar Binks í kristalskúlunni, ef við á annað borð erum að tala um svo rýnandi gagnrýnanda. Þriðja myndin hefði getað orðið ágæt, ef ekki hefði verið fyrir einhverja bévítans loðbangsa inni í skógi og nokkur önnur atriði.

1:49 PM  
Blogger Stebbi Bollustrákur said...

Mér fannst The return of the Jedi, sem þið reyndar rangnefnið sem "þriðju myndina" ver barast fín .. ekki sú besta..
En þetta er nú örugglega Star Wars: A new hope sem þú ert að tala um í þessari getraun.
Varðandi samtölin þá verð ég nú bara að segja að mér finnst þau bara ofureðlileg miðað við að þetta gerist fyrir langa löngu í stjörnuþoku langt langt í burtu.
Ekki það að George Lucas hefur nú aldrei lagt mikla áherslu á góða "díalóga" í Stars Wars myndunum, stundum eiginlega afskaplega lélegt hjá kallinum.
En ég verð að segja að Empire Stikes Back er nr. 1 og svo A new hope og svo Revenge of the sith nr. 3 yfir 3 bestu SW myndirngar... hvað finnst ykkur???

3:07 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Þegar gagnrýnin birtist, 1977, hét hún bara Star Wars. A New Hope kom miklu seinna, eftir 1990. Einnig ætti ártalið að gefa nokkuð góða hugmynd um hvaða ræmu verið er að tala um. Híhí.

Mér finnst Empire best, svo Revenge of the Sith, New Hope... hinar eru í mismunandi röð eftir skapi mínu.

Ég vil samt aftur swegja - Sólóplata Jónsa - fimm stjörnur!

4:08 PM  
Anonymous Pétur Önd said...

Þetta var kvikmyndin Steel Magnolias.
Ingvar er fiskibolluverksmiðja og ég er kraftaverkasulta.

4:29 PM  
Blogger Jimy Maack said...

Hmm.. ég er sammála. Empire er algjörlega best.

Hvað varðar slæmt efni í þessum bálki mæli ég með barnamyndinni Ewoks.

Crackneysla er nauðsynleg til þess að sitja í gegnum hana alla án þess að sofna.

4:57 PM  
Blogger Elvar said...

já já gagnrýni smagnrýni. Fólk er bara fólk. Ég sé ekki hvað er af því að halda bransahátíð í miðbænum einusinni á ári. Þú hægrimaðurinn ættir að sjá jákvæðar hliðar á því. Ekki nema þú sért bara íslenskur hægrimaður. En það er eiginlega laumukommi með hagsmunavænisýki. Ertu það ha? Er það, ertu laumukommi með vænisýki og valdhroka? Hugsjónin virkar bara þegar hægt er að snúa útúr henni sér í vil. Fyrir sína hagsmuni. Er það þú? ha?

10:05 PM  
Anonymous monsi said...

Jebb Empire.... jú jú

12:49 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ég fann alveg svaka bloggsíðu..
Ætlaði að skrifa ingvarvalgeirS... etc.. en gerði óvart 2 ESS... þ.e.a..s ingvarvalgeirss... etc. og þá koma bara allt önnur síða en virðist vera tileinkuð síðunni þinni.. ???? spes...
Kannaðu þetta..
www.ingvarvalgeirss.blogspot.com
-Krissi Rokk

9:20 AM  
Anonymous þórey Inga said...

Mér finnst þessi síða dáldið creepazoid...Ingvar kominn með blogg-stalker!!
En þetta hlýtur að fylgja því að vera svona frægur og fallegur....eins og Ingvar!!!
Annars er uppáhalds SW myndin mín A new hope!

1:18 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jú, mér mætir andspyrna - eins og Palpatín keisara hér forðum í fjarlægri stjörnuþoku...

Ætli þetta sé sonur minn?

2:49 PM  
Anonymous Pétur Örn said...

Eða týndur bróðir þinn Jason Ingvarss.

6:52 PM  
Blogger Magnús said...

Þetta er illi tvíburinn Hans Valgeirsson.

1:51 AM  
Blogger Gauti said...

djööö . . það vildi ég að ég væri svona merkilegur að vera með blogg-stalker :(

9:53 AM  

Post a Comment

<< Home