Saturday, October 21, 2006

Getraun og Da Vinci röfl með spojlerum

Ég vil byrja á að óska Pésa Buffpylsu til lukku með að vera orðinn hálfsjötugur. Hann lengi lifi!!!

Vindum oss svo í getraun. Spurt er um poppara.

Hans rétta eftirnafn er O´Brien, en hann kallaði sig öðru nafni.

Hann átti megahitt ´93, en hefur ekki náð sama árangri síðan, þó hann hafi gefið út nokkrar plötur.

Hann er frá Kanada.

Hann sat inni fyrir líkamsárás hér í eina tíð. Hann var handtekinn og dæmdur aþþí að einhver kjaftaði í lögguna. Fyrsta og aðal hittið hans sótti innblástur í þann atburð.

Hver er kallinn?

Hugsið vel og kíkið svo á þetta...

Eníhjú, horfði á og sofnaði yfir Da Vinci Code í gær. Þó hún sé ágæt að mörgu leiti er hún síður en svo gallalaus. Til dæmis (Varúð - MEGASPOJLERAR!!!)er albínóinn furðu góð skytta miðað við að albínóar eru allir sem einn alveg obboslega nærsýnir (má benda á Cold Maountain í þessu samhengi líka). Svo er skrýtið - ef Jesú var bara maður og ekki Guð, sonur hans eða fjarskyldur frændi, eins og Tebing orðaði það - hvað er þá svona merkilegt við hann og hans ætt? Hvers vegna er talað um konunglegt blóð í því samhengi? Hvers vegna var ekki búið að opinbera leyndarmálið fyrir löngu? Var leyndarmálið þess virði að opinbera, tveggja þúsalda gamalt lík, sem engin leið væri fyrir nokkurn mann að staðfesta hver þetta hefði verið í lifanda lífi? Af hverju skutu löggurnar Sílas, þegar morgunljóst var að hann var með galtóman frethólk (rennan aftur og skotraufin opin)? Af hverju flúði Langdon frá löggunni, þegar hann var með pottþétta fjarvistarsönnun, væntanlega umkringdur fólki allan daginn, auk þess sem hann var að tala fyrir fullum sal fólks er safnvörðurinn var myrtur? Maður bara smyr sig...

7 Comments:

Blogger Gauti said...

allar þessar staðreyndir sem þú talar um eru í bókinni og koma því myndinni ekki beint við . .

En af hverju ertu "Back in black" ?
það er betra að lesa þig svart á hvítu en öfugt.

9:25 AM  
Blogger Gauti said...

. . og svo er þessi "klippa" mun skemmtilegri en sú sem þú ert með :
http://youtube.com/watch?v=Icb_tRTnA4g&mode=related&search=

en þó meira eftir að maður er búinn að sjá þína ;)

9:42 AM  
Anonymous Elzti vinur þinn said...

Hurru, þetta er asnaleg getraun. Þú svarar henni sjálfur. Annars var ég með þetta :o|

-j

9:16 AM  
Anonymous Anonymous said...

það er nú ekkert ég er að fara til útlands á fimmtudaginn og kem ekki aftur fyrr en í byrjun nóvember og þar hefurðu það.

Bryn.

1:00 PM  
Anonymous Anonymous said...

bara svo að þú vitir að þá er það að vera hálf sjötugur að vera 65 ára gamall

4:50 PM  
Anonymous Jón Kjartan said...

Yikes! Þú þarna analnýmus - þetta vita allir! Það er bara ekki vitund fyndið. Það að segja þrjátíu og fimm ára mann hálfsjötugan er grín. Og ágætis grín. Gerir grín að ári asnalegri málhefð - þ.e. því að kalla 65 ára menn hálfsjötuga. Og gerir grínanda kleift að spila sig sem smá trúð og kjána í leiðinni. Ingvar er hvorugt - hann er bara svona skrýtinn.

1:50 AM  
Anonymous Anonymous said...

Svartur er flottur litur en mér fannst síðan þín flottari þegar hún var björt.
Annars ert þú frábær eins og ávallt.

Kveðja
Orgel BJÖRT

10:05 AM  

Post a Comment

<< Home