Tuesday, October 10, 2006

Grundarfjörður

Á laugardag var rennt á Grundarfjörð á nýjum hljómsveitarbíl. Sá kemst upp í 80 í mótvindi. Var vel tekið á móti oss, kjöt og fiskur á boðstólnum, humarsúpa og ég veit ekki hvað og hvað. Að sjálfsögðu þurfti Eddi greyið að hendast um víðan völl að redda öllu sem við höfðum gleymt, opna kofann fyrir oss og svo framvegis.
Veislan var skemmtileg sem slík, Róbert Marshall stýrði partýinu og fjöldasöng. Sagði marga brandara um Árna Johnsen og aðra frambjóðendur Sjallanna í suðurkjördæmi. Kom það lítt á óvart því hann er sjálfur í prófkjöri fyrir annan flokk í sama kjördæmi. Ég reyndar hló mjög þegar hann sagði að Sjallarnir leituðu víða fanga við að manna listann.

Ballið var fínt, svona geðklofaball eins og oft vill verða (þegar einn biður um Metallikku og annar samtímis um Önnu í Hlíð). Olli taxi kom með og lék á gítar oggopons við og við, millki þess sem hann hélt utan um sándið.
Eníhjú, við strákarnir skemmtum okkur vel og vorum kátir. Vonandi förum við aftur á staðinn sem fyrst.

Í kvöld leik ég og syng fyrir óreglufólk á Döbb. Gaman að því. Mættu.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

gott að þú skemmtir þér vegna þess að ég er nú að skemmta mér í kínversku krummaskuði þar sem búa aðeins 500 þúsnd manns. Það besta við þetta krummaskuð er þó að þeir selja bjórinn minn þ.e.a.s. "hansa bjór"......
Skál í botn ....og síðan kannksi aðeins meiri bjór.

5:32 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jú, bjóstu ekki einhverntíma á krummaskuði í Kína hvar bjuggu "bara" sjö milljónir manna?

6:12 PM  

Post a Comment

<< Home