Thursday, October 12, 2006

Hann á ammælídag

Binni á ammælídag og er 26 vetra gamall. Fyrir þá sem ekki vita sér hann um bössun í hljómsveitinni minni, Swiss (sem er að leika á Döbb um helgina og í búð Tóna á laugardaginn í ammæli sjoppunnar). Til lukku.

Að öðru - mér finnst agalegt að sjá helstu lykilmenn lands og borgar sleikja rassgatið á Yoko í fréttunum, hvað þá að vita til þess að borgin og hennar fyrirtæki séu að eyða þremur tugum milljóna í þessa bévítans frygðarsúlu (sjá ágætisgrein Manga um málið - klikka bara á linkinn á bloggið hans hér til hliðar).

Sem ég hef margoft áður sagt, þá veit ég nákvæmlega hvert hún getur troðið þessari blessuðu súlu sinni!

Hvað um það - bíógetraun. Spurt er um frægan mann úr kvikmyndageiranum.

Hann og hans familía flúðu heimaland sitt er hann var aðeins fimm vetra gamall. Ástæðan var sú að þau voru kristinnar trúar og urðu að flýja ofsóknir stjórnvalda. Flúðu í næsta land, hvar okkar maður varð frægur leikstjóri þegar hann varð stór.

Eftir að hafa haslað sér völl sem gamanmyndaleikstjóri við góðan orðstýr komu nokkur mögur ár. Svo ákvað hann að breyta eilítið um stíl og fór að leikstýra allt öðruvísi myndum. Hann átti það til að stela þónokkuð úr öðrum myndum - eða fá lánað til að votta þeim virðingu sína - og ein hans vinsælasta mynd var nk. endurgerð franskrar bíómyndar.

Nú, svo flutti hann til Bandaríkjanna og hefur gert ákaflega misgóðar myndir. Hann kveðst voðalega trúaður þó svo myndir hans beri þess kannski ekki merki. Samt á hann það til að lauma inn ákveðnu Jesútákni og hefur það verið svolítið hans treidmark.

Hver er maðurinn?

Lag dagsins er að sjálfsögðu með Graham Bonnet. Hér er hann í Rainbow ásamt gítargoðinu Ritchie Blackmore, bössungnum Roger Glover, Cozy heitnum Powell, sem lemur húðir, og Don Airey, sem sér um Hammondinn.

9 Comments:

Blogger ég said...

Þetta er örugglega einhver langsóttur...

4:10 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ekki svo langsóttur. Þú hefur séð myndir eftir hann.

4:15 PM  
Anonymous Rutfol said...

Mel Brooks??

5:35 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Já, einmitt, hann er svo voðalega KRISTINNAR trúar, hann Mel Brooks af ætt Abrahams.

5:41 PM  
Blogger Magnús said...

Mike Nichols.

9:17 PM  
Anonymous Nonni said...Sara systir hans Péturs benti mér á þessa gátu hjá þér og ég held að þetta sé John Woo

kv.
Nonni

2:08 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Hvaða bévítans Nonni er þetta sem er að vinna bíógetraunina mína? Að sjálfsögðu er þetta John Woo.

2:10 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jú, eitt enn - Mangi minn, Nichols er jafn júðskur og Mel Brooks. Bara meiri Rússi.

2:59 PM  
Blogger Olga Bj� said...

Hæ, ég ætla að kíkja í ammmlið í búð Tóna á morgun. :)

4:42 PM  

Post a Comment

<< Home