Monday, October 16, 2006

Hlerað

Svar við síðustu gátu var John Woo. Gaman að því.

Skrýtið með þessar hleranir allar. Einn Baldwin-bræðranna, Jón Baldwin, segir sinn síma hafa verið hleraðan. Svo berast fréttir af því að menn hafi dottið niður á samtöl lykilmanna í Sjálfstæðisflokknum - bendir það ekki til þess að sjallarnir hafi verið fórnarlömb frekar en gerendur? Bendir það kannski ekki til neins - ég man að í gamla daga datt maður stundum inn á samtöl fóks.
Nú er þó enginn maður með mönnum nema hafa verið hleraður af leyniþjónustunni, menn keppast við að bjalla í blöðin og segja frá meintum hlerunum fyrir áratugum síðan. Hví sögðu þeir ekki frá þessu þegar þetta gerðist? Vöruðu þeir engan við? Ef Jón Baldwin var hleraður, því varaði hann ekki þingheim við? Segja allavega Alec, Stephen og William frá þessu.

Hvað um það, var að leika um helgina á Döbb. Á fös kíkti ég á Gauk fyrir gigg og sá Binna bössung leika þar með hinni sveitinni sinni, Múgsefjun. Skemmtileg músík og gott band. Svo fór ég yfir á Amster og sá Árna ungling með sveit sinni, Ebríetas. Ekki jafn skemmtileg músík, en drulluþétt rokk í dítjúni og hávaða. Gaman að því. Það var líka gaman hjá oss í Swiss. Við lékum bæði á Döbb og tókum svo nokkur lög í ammæli Tónabúðarinnar. Er óhætt að segja að Binni bössungur hafi einhverntíma verið hressari en þá, enda ómannúðlegt að vekja hann uppúr hádegi á laugardegi þegar hann er nýfarinn að sofa.

Jæja, meiri bíógetraun. Í tilefni allrar málefnalegu umræðunnar um leyniþjónustu hérlendis er spurt um mann sem lék nokkrum sinnum fræga leynilöggu sem var oft önderkover. Roger Moore lék þessa leynilöggu á eftir honum ásamt fleirum.

Hver er leikarinn?

14 Comments:

Blogger Gauti said...

einhver sem lék "The Saint" á undan Roger Moore :)

1:03 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Neibb. Dýrlingurinn var ekki lögga, hann var ríkur glaumgosi.

1:04 PM  
Anonymous Anonymous said...

007 Sean Connery.

Bryn.

1:04 PM  
Anonymous Anonymous said...

erum við að tala um connery? Eysteinn.

1:08 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ekki Connery.

1:18 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ohh af hverju ekki Connery hann er svo sexý!
Geeeeerðu það höfumidda Connery geeeerðu það Ingvar.

Gerþa, Bryn.

1:25 PM  
Anonymous Jósi said...

Peter Sellers.

3:05 PM  
Anonymous Anonymous said...

Brauðvitað var það Jose sem vann. Sellers var málið. Hann lék Klúsó, sem var lögga, öfugt við Bond, sem tilheyrði leyniþjónustu sjóhersins.
Moore, Steve Martin og Alan Arkin hafa svo farið með hlutverk leynilöggunnar vanknáu.

3:42 PM  
Blogger Magnús said...

Hvers á Daniel að gjalda að vera ekki með í upptalningunni?

4:30 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Hann er dóphaus og ökuníðingur, ofbeldisseggur og minnst frægur þeirra bræðra og það ekki að ástæðulausu. Hann hefur gott af því að vera skilinn eftir útundan, blessaður.
Stephen er samt alltaf í pínu uppáhaldi hjá mér, kannski af því hann var í Usual Suspects... og Posse.

4:47 PM  
Blogger Olga Bj� said...

Og Threesome.....arrf :)

9:50 PM  
Blogger Magnús said...

Vá hvað þú ert miskunnarlaus. Viltu ekki bara níða Andy Gibb líka?

12:04 AM  
Blogger Jimy Maack said...

Gibb bræður : 2 farnir, 2 eftir.

11:10 AM  
Anonymous Anonymous said...

Gibbagibb!

Bryn.

9:12 PM  

Post a Comment

<< Home