Tuesday, October 24, 2006

Hútters

Mér sýnist vart nokkur kjaftur hafa klikkað á linkinn í síðustu færzlu. Kíkið endilega og gægist einnig á þetta hér og þetta hér.

Þess má geta að sveitin heitir ekki í hausinn á veitingastöðunum, heldur hljóðfæri.

Svo er minns að spila á Döbb í kvöld. Það verður eflaust ágætt.

Að lokum vil ég biðjast vélmyrðingar á að ekki hef ég gefið mér tíma til að setja inn slóð á alla vini mína í blogglandi, en það datt allt saman út er ég fór "back in black", eins og Gauti orðaði það. Kemur að´essu, samt...

11 Comments:

Blogger DonPedro said...

Vér bíðum í ofnæmi þess að verða hlekkjaðir.

6:38 PM  
Anonymous Elzti vinur þinn said...

Hooters er schnilldar band. Annars fannst mér lagið Graveyard Waltz alltaf bezt...

-j

9:29 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jói, eitthvað rámar mig í að þessi plata hafi verið á fóninum í gamla daga...

10:25 AM  
Blogger Jimy Maack said...

Erh.. þú veist að þú getur - ef þú átt kópíu af gamla setuppinu, dælt öllum þessum linkum inn með einu simpel kopípeisti?

11:43 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jú, takk fyrir að núa þessu mér um nös. Ég á einmitt ekki kópíu. Ég á hinsvegar brúðkaupsammæli í dag. Vei!!!

12:57 PM  
Blogger Jimy Maack said...

Til hammó. Svo áttu Ammó á Flöskudaginn ekki satt?

1:02 PM  
Anonymous þórey Inga said...

Þeir eru alveg rosalega hárfagrir þessir menn...gaman að því!!!
Þeir heita örugglega báðir Haraldur....bjökk!
Annars er skemmst frá því að segja að ég hef aldrei heyrt í þeim áður, en get nú bætt þeim í hef-nú-heyrt-í-ðeim safnið mitt!!!

2:46 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jú, Hooters voru hárfagrir á þessum tíma, enda er þetta síðan ´87, en þá var síðaftið í tízku. Örugglega sköllóttir núna.

Einar minn (nóta bene, ég kallaði þig ekki Einsa), áttu ekki sjálfur ammæli á morgun?

2:49 PM  
Blogger Gauti said...

þetta hef ég nú reyndar heyrt oftar en tvisvar en ekki séð hinsvegar . . töff svona mandolin og rafmagnsgítar sambyggt eins og hann er með í satelite !
. . jaaah eða spes kannski frekar en töff ;)

3:09 PM  
Blogger Jimy Maack said...

jújú, ég verð kvartaldar. Nánari upplýsingar á heimasíðunni minni.

Ekki vill svo vel til að þú getir lánað mér Mikjál til eins kvölds eður leigt gegn vægu verði?

3:22 PM  
Anonymous elzti vinur þinn said...

Júbb, þessi hljómflaga var MIKIÐ á fóninum í denn. Hún ratar meira að segja þangað ennþá, endrum og eins...

-j

8:42 AM  

Post a Comment

<< Home