Tuesday, October 24, 2006

Hvalalosti

Áfram hvalveiðimenn! Mér er sko sama þótt við vitum ekki hvort einhver, og þá hver, kaupi afurðirnar, veiðum draslið. Þó svo feitir Ameríkanar kalli okkur morðingja, með kjaftinn fullan af hamborgurum og sendandi börnin sín til Írak, er mér sama. Þó svo einhver sænskur ráðherra sé brjálaður er mér sama - hann verður búinn að segja af sér von bráðar sökum spillingar ef ég þekki þessa bévítans Svía rétt. Þó svo, eins og segir í Fréttablaðinu í dag, þetta geti haft áhrif á gott gegni Nylon-flokksins, þá er það bara sár fórn á altari sjálfstæðisins.

Tímasetningin var kannski röng. Við hefðum auðvitað átt að hefja hvalveiðar daginn sem Kaninn ruddist inn í Írak. Nú, eða 11. september 2001. Einhverntíma þegar heimurinn hafði um annað að hugsa en hvort við veiddum okkur í matinn. Einhverjir segjast ekki vilja kaupa af okkur fisk því við drepum hvali - hvað með fiskinn? Drápum við hann ekki líka? Bévítans slefandi Grænfriðungs-Ingjaldsfíflin hafa greinilega siglt of nálægt einhverjum þeim kjarnorkutilraunum sem þeir voru að mótmæla.

Annars er ég bara hress, svona fyrir utan hausverkinn. Er að hlusta á nýju Iron Maiden-plötuna. Smá progg í henni, hljómar á smáköflum eins og þeir hafi verið að hlusta á gamlar Rush-plötur meðan þeir sömdu efnið á þessa. Mér finnst það ekki leiðinlegt.

Lag dagsins er ekki með Maiden.

13 Comments:

Blogger Jimy Maack said...

Ég hef tjáð mig um þetta ítrekað yfir allan 'mittrými' vefinn, hérmeð fylgir pistill minn á engilsaxnesku:

We've started whaling again and I think it's about bloody time.

I am an environmentalist, don't get me wrong, but there are plenty of misguided people out there that actually think all whales are endangered species. Which is not true. We do have a quota; 9 of Langreyður (Balaenoptera physalus) and 33 of Hrefna/Hrafnreyður (Balaenoptera acutorostrata). Neither of these species is endangered. Banning the hunt on these creatures is similar to banning the slaughter of all bovine animals, including cows due to a couple of wilderbeasts catching a cold.

Interestingly enough, we have been terrorized by certain Americans which beleive that all whales are 'really nice people which like babies and walks along the beach'. People that completely misunderstand our history of whaling, the fact that humans are a part of nature, the fact that we are a part of the environment, people whom are ignorant to the fact that humans are also predatory animals. People who know enough about the environment to try and persuade lions to try the vegetarian option.

People such as Rod Coronado*, the Eco-Terrorist who blew up the Hvalur boats in the 80's. Rod Coronado, a man responsible for petrol bombing clinics that use animal testing in order to save lives. Our lives. If you don't beleive me, you should check out a list of diseases we have cured because of animal testing. Anyways, enough about necessary cruelty, back to the whales.

Personally I feel that we have a duty to use our resources, the land and the ocean sensibly and respectfully. There is equal disrespect for our resources when we don't use them as to when we overuse and waste.

The hype that we should seperate ourselves from nature is a religious concept created by people which are so high and mighty in their own self-righteous beleif that our species is a master race of kindness, a species capable of changing our nature from being predatory omnivores and into vegetarians that beleive in full animal liberation and soon enough we will be able to de-evolve ourselves back into plants and osmose, cause then we're not killing anyone.

It may be that I'm a cruel and evil person, but I'd rather be a cat than a cow, and if we beleive in 'you are what you eat', I'd rather be a beefcake than a fruit or a vegetable.

It may be that I'm a callous bastard, but I'd rather see a couple of hamsters and rats suffer a disease for a couple of years, than to see my children and the entire human race suffer from some form of tuberkilosis.

It may be that I'm evil, but I'd rather eat whale than starve. It may be that I'm crazy, but I'm not at all sorry that were whaling, call me a terrorist, but I'm not the one who's been bombing boats and laboratories because of my fondness of animals (I'd rather rob a whiskas wholesale). You can call my people whatever you want, but whaling is something we do and have always done. The international ban was an attack on the sovereignity of whaling nations such as Iceland, Norway, the Faroes and Japan. And we know how the US acts whenever they feel their sovereignity threatened when it comes to guns for schoolchildren and declaring war for oil... Well, if they can whine out their cry to do it the American way all the time, we would appreciate it if we could be allowed to do it the Icelandic way without US Eco-Terrorists fucking with us.

Funny thing though, nobody has mentioned that the greatest whaling nation in the world happens to be the US of A, the loudest nation in protest. There are plenty of native American tribes which hold whaling rights and they hunt far more than any of the other whaling nations. I guess they're more 'in touch' with nature than we are, specially since they've gotten casinos and whatnot. I guess wearing beads around your neck gives you a right to do what you want. I should grow my hair long again and start wearing unsheared sheepskin, claim that I'm a viking in harmony with nature and get myself a whaling quota!

What I find to be horrible hypocrisy is that the US has actually dared protest against our whaling while they're travelling around the world hunting 'terrorist'. In other words, they're killing humans on a grand scale, far more than aforementioned 42 whales. I guess killing hundreds of thousands of Iraqis is nothing compared to killing a staggering 42 whales.

2:00 PM  
Anonymous Þórey Inga said...

Vá, ég hef ekki svona mikið um þetta að segja, en ég styð hvalveiðar innan skynsamlegra marka.
Hvalirnir eru að ganga á aðra fiskistofna og það má alveg taka nokkra úr umferð á ári. Svo er hvalkjöt líka gott....

3:14 PM  
Blogger Jimy Maack said...

"Hvalirnir eru að ganga á aðra fiskistofna"

Hvalir eru spendýr og teljast því seint til fiska.

3:18 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Þeir ganga ekki heldur. Þeir synda.

Einsi, ég er sammála flestu í pistli þínum. Það hefur hinsvegar ekki nokkur heilvita maður haldið því fram að hundruðir þúsunda Íraka hafi verið drepnar af BNA og bandamönnum. Heildartala fallinna (hermenn allra fylkinga, fórnarlömb hryðjuverka og óbreytt fórnarlömb árása af allra hálfu) var fyrir hálfu ári tæp sjötíuþúsund að sögn Steingríms Joð. Ég stórefa að hann hafi dregið úr.

Hinsvegar er fyndið að fæstir hvalveiðiandstæðinga hafa hugmynd um að það séu til fleiri en ein tegund af hvölum. Þeir halda bara að "hvalur" sé dýrategund í útrýmingarhættu - punktur.

Djöuggl hefðum við átt að byrja drápin ögn fyrr. Þá hefðum við getað boðið upp á hvalabúrgera, hvalasamlokur og hvalasteikur á Airwaves.

3:42 PM  
Blogger Gauti said...

. . og svo éta þeir átu/svif flestir . .

Anyway . . Hér er mín skoðun :

Mér finnst hvalkjöt gott !
Maðurinn er kjötæta og það er ekkert að því að við veiðum okkur til matar ef það er gert skynsamlega . . og þessi 40 stk sem verið er að tala um núna og plönin um max 200 á ári (Hrefnur og Langreyðar samanlagt) er bara dropi "úr" hafinu . . ekki upp í kött á nesi . .

. . en . .

þetta : http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1229836 . . er ekki gott !

Ég er sammála þessu . . frekar að sleppa þessum örfáu hvalshræjum og halda áfram að rukka liðið okurfé fyrir að skoða greyjin !
það kom frétt um daginn hér í DK þar sem talað var um að hvalirnir væru ekki lengur óhultir og blabla . . en aldrei talað um tölur !
það er jafn vont fyrir ísland að veiða 10 hvali og 10 milljón hvali ! . . það er hvorteðer gert ráð fyrir að þetta séu heilu hvalatorfurnar sem við séum að moka inn.
. . mér er drullusama þó að "Green Beans" fari í fílu . . það er skárra að fara í taugarnar á þeim en Múslimunum eins og Danirnir gera.
En það er fullt til af fólki sem finnst stórmunur á að éta "belju" úr sjó og belju af landi og það fólk (sumt) ferðast til íslands.
Þá finnst mér gáfulegra að halda bara áfram að borða landbeljurnar og okra svo á ferðamönnum eins við fáum borgað fyrir það . . uuu . . já !

3:53 PM  
Blogger Jimy Maack said...

1) Ég er aldrei kallaður Einsi oftar en einusinni af nokkurri annari manneskju en móður minni, og þú ert jú ekki hún.

2) það er talað um að 650.000 manns hafi dáið vegna afleiðinga stríðsins og álíka margir sultu í hel á meðan viðskiptabanninu stóð. Það gera 1.350.000 manneskjur dau vegna þessa olíustríðs, 32142 sinnum fleiri manneskjur en þeir hvalir sem stendur til að veiða.

4:00 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ég hef aldrei heyrt neina tölu nálægt þessari um dauðsföll vegna innrásarinnar í Írak. Það er hinsvegar rétt að gríðarlegur fjöldi svalt í hel vegna viðskiptabannsins, enda seldi Saddam öll þau hjálpargögn sem bárust, þ.e.a.s. þau sem hann gat keypt með olíu, aftur úr landi - sumir vilja meina með aðstoð toppmanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Sumsé, hann bar ábyrgð á dauða fjölda fólks með svartamarkaðsbraski sínu. Þeim mun mikilvægara var einmitt að koma honum frá, er það ekki?

Eníhjú, við erum samt sammála um að drepa færra fólk, bara hvali. Þá væri heimurinn betri staður - nema jú fyrir hvali...

5:54 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Já, og Coronado sprengdi ekki hvalbátana, hann sökkti þeim - og næstum einum vaktmanni með. Væri gott að taka það fram.

5:56 PM  
Anonymous Anonymous said...

mér finnst nokkuð til í þessu hjá Gauta bró......annars er mér persónulega sama þó við veiðum þessi spendýr.........nema náttulega þetta sé eins og í 'leiðarvísi puttalingsins til vetrarbrautarinnar' þar eru hvalategundir manninum æðri og gáfaðri svo kanski eru þeir bara búnir að sjá við okkur og þetta endar allt á einn veg! .....................

Bryn.
P.S. Nema það endi á tvo vegu

9:29 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jú, vissulega er leiðavísir fingraferðalangsins góð bók - en þó óþarft með öllu að nota hana sem leiðavísi við uppbyggingu sjávarútvegsins... eða hvað?

10:22 AM  
Blogger Gauti said...

æ mér finnst þetta bara kjánalegt . . bara einhver minnimáttarrembingur sem gerir ekkert nema að skemma fyrir . . gróðinn á hvalveiðum er enginn miðað við tapið í ferðamannaiðnaði og fleiru . . við erum ekkert að fara að breyta skoðunum heimsins á þessu því miður þannig að það eina sem hægt er að gera er að sleppa þessum kjánalegu hvalveiðum !

2:53 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Nei, alls ekki. Best væri að veiða sem mest, bara í laumi. Gera út nokkra hvalveiðibáta "hush-hush" til að skjóta hvali og sökkva hræjunum. Láta ekki nokkurn mann vita. Þá kannski myndi fiskistofninn stækka, fiskveiðar aukast og hægt væri að selja meiri fisk til útlanda og græða fullt.

Sem ég hef áður sagt, ef við ætlum að láta óttann við að styggja útlenda hálfvita stjórna gjörðum okkar skulum við bara skella kvenfólkinu okkar í kufla til að ofbjóða ekki Írönum.

4:19 PM  
Anonymous Pétur Örn said...

Sammála Gauta.
Ég borða ekki hvali og varla nautna-ket þannig að það má alveg sleppa þessum veiðum.
Ekki gera það bara af því bara og til að sýna eitthvað minnimáttar-sjálfstæði. Græðum ekkert á þessu.

6:12 PM  

Post a Comment

<< Home