Monday, October 02, 2006

Hver er þessi Jónas?

Jónas Kristjánsson, sem eitt sinn ritstýrði ásamt Mikael Torfasyni DV, hefur haldið úti vefsíðu. Ekki er hann lengur að skrifa í blöð eftir að hafa neyðst til að segja af sér, en menn muna eflaust hvers vegna það var. Hann heldur úti vefsíðu og fer mikinn. Eitt skrifaði hann í dag, sem fær mann til að gruna að kannski gangi hann ekki heill til skógar. Hér drep ég niður fæti:

"Ég get keypt skrá yfir símtöl milli þín og annarra númera og ég get keypt afrit af öllum þínum tölvupósti og bankafærslum. Líf okkar er opið sérfræðingum, sem selja þekkingu sína. Í ljósi þess er hlægilegt, að Persónuvernd bannar myndavélar á heimavistum. Betra er að opna þetta allt."

Sem sagt, fyrst glæpamenn geta komist yfir og selt upplýsingar um einkahagi þína áttu ekki að eiga neitt einkalíf lengur, eða hvað?

Annars kom Dilana í búðina til okkar áðan. Hún er dúlla.

24 Comments:

Anonymous Eyvindur Karlsson said...

Nei, þú er dúlla, dúllan mín.

Vil annars benda þér á grein sem þú gætir haft áhuga á á síðunni minni: http://eyvindurkarlsson.com/index.php?group=frettir&id=476

3:08 AM  
Blogger Magnús said...

Ég borðaði Maine-humar í gærkvöld. Hvað borðaðir þú?

10:19 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Tómatsúpu með pasta og hvítlauxbrauð með. Kellingin mín gerir alveg svaðalega tómatsúpu. Fyllir hana af rauðlauk og mini-maís, papriku og allskonar drasli og svo glás af pasta oní og meðferðis.

Hvað er Maine-humar? Ertu í Maine, er það humar frá Maine eða einhver spes uppskrift? Verð að viðurkenna fáfræði mína þarna...

11:34 AM  
Anonymous pétur Örn said...

Dúllana.

1:43 PM  
Anonymous Anonymous said...

Fékkstu að knúsana Dúlönu þannig að brjóst hennar klesstust við massaðann kassann þinn? Líkt og þú gerir við aðrar kvenkyns verur er stíga fæti inn í búð tóna.......eða sagðirðu bara: Hæ gaman að þú skildir goma?

Bryn.

2:14 PM  
Anonymous Anonymous said...

Fór alveg fram hjá mér að hann Jónas hefði verið sparkað og spyr nú bara "hvers vegna"? Að mínu mati hefði alveg mátt sparka honum aðeins lengra í burtu - t.d. Timbuktu

HK

2:21 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Bryn, ég káfaði ei á henni. Jón smellti af henni mynd. Þá sagði hún "I look like shit" og ég sagði "no, you definatly don´t" og hún hló pínu. Alger snúlla.

Magna knúsaði ég hinsvegar mikið.

5:55 PM  
Anonymous Anonymous said...

Skoðið

http://www.trommuskolinn.com/phaseofmatter/bio.htm

8:34 PM  
Blogger y3q83z said...

hey, I just got a free $500.00 Gift Card. you can redeem yours at Abercrombie & Fitch All you have to do to get yours is Click Here to get a $500 free gift card for your backtoschool wardrobe

3:54 AM  
Blogger Magnús said...

Þetta er nú bara einhver tegund sem er kennd við Maine en sá sem ég borðaði á Humarhúsinu kom frá Kanada. Þrælfínn. Mæli sérstaklega með hristingnum á eftir. Svo má bæta því við að ég borðaði ofnbakaðan lax með sveppum, brokkólí og engifer í gærkvöld. Nokkuð gott, þó ég segi sjálfur frá.

11:46 AM  
Anonymous Anonymous said...

Magnús er svona gaurinn sem Jón Gnarr leikur í Lottó auglýsingunum, étandi humar og skelfisk og sonna.....alveg laus við skindibitann.

Bryn.

1:07 PM  
Anonymous Anonymous said...

mmmmmm Ingvar og Magni að faðmast...........


Bryn.

1:10 PM  
Anonymous Anonymous said...

Keyptu rokkstjörnurnar eitthvað?

-JÖLLZ

1:23 PM  
Blogger Magnús said...

Já, ég verð fyrir aðkasti þegar ég tek afganga með mér í vinnuna. Ekki síst þar sem ég er of góður fyrir mötuneytið.

9:44 PM  
Blogger Óskar þór said...

Af hverju ertu að fá eitthvert brennivíns ofnæmi núna þegar ég er að koma eingöngu til að sjá þig drekka???

10:04 PM  
Blogger Olga Bj� said...

Magni er eins og gíraffi við hliðina á hobbitakrúttunum Jóni og Dúllönu á vefsíðu búðar Tóna. Flott mynd.

11:22 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Magnús, þú ert smekkmaður á mat.

10:44 AM  
Anonymous Eyvindur Karlsson said...

Takk fyrir kommentið um pistilinn, Ingvar. Enn sannast það að þú ert skynsamur maður. Reyndar merkilegt að Vantrúarmenn ætlist til þess að ég réttlæti pistilinn. Það er óréttlætanlegt að reyna að réttlæta grín.

3:31 PM  
Anonymous Eyvindur Karlsson said...

Auk þess sannaðist það þarna að trúaðir eiga oft auðveldara með að taka gríni en vantrúaðir. Eða svo virðist vera.

Velti líka fyrir mér hvernig það geti gengið upp að vera staðfastur efasemdamaður. Hvernig er hægt að vera viss um efann sinn?

3:32 PM  
Anonymous Anonymous said...

Á ekkert að fara að skrifa eitthvað meira? Haa? Hemmni minn.Eysteinn

6:33 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jú,Eyvi minn, við í aðdáendaklúbbi Jesú getum tekið gríni. Bendi t.d. á að Bjarna Randver, vini mínum, fannst þetta fyndið og kommentaði á það. Hann er einmitt Guðfræðingur og mikill trúkall.

7:53 PM  
Blogger Jon Kjartan said...

Mér fannst þessi pistill hans Eyvinds álíka fyndinn og flensa. Svona eins og ekki rassgat.

8:07 PM  
Anonymous Haukurinn said...

Hehe, flensa.

9:53 PM  
Blogger Olga Bj� said...

Segir maður ekki Eyvindar í eignarfalli...? Smá pæling.

10:31 PM  

Post a Comment

<< Home