Wednesday, October 11, 2006

Jú, ég er víst í stuði!!!

Ef sonur minn spyr mig einhverntíma af hverju konur séu svona skrýtnar verður svarið eitthvað á þessa leið:

"Þú skilur það þegar þú verður fullorðinn. Þá máttu hringja í mig og segja mér svarið, því ekki skil ég neitt í því".

Hvað um það, ég er ekki bara að leika ásamt strákunum mínum í Swiss á Dubliner um helgina, heldur líka í fertuxammæli Tónabúðarinnar á laugardaginn. Þá verður partý, snittur og gos, afsláttur á einhverju og fullt af skemmtilegu fólki að spila á hljóðfæri og syngja í míkrafón. Mætið sum og kaupið fullt af dóti.

Eníhjú, síðasti linkur var Graham Bonnet ásamt Steve Vai í Alcatrazz. Hér er hann með germanskri gítarhetju, Michael Schenker (áður í Scorpions og UFO), skömmu áður en hann var rekinn úr Michael Schenker Group fyrir skapofsa og leiðindi. Eina vídeóið með honum, mér vitanlega, hvar hann skartar síðu hári. Eitísrokk af skástu gerð.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Konur - einfalt mál - segja "já" og "aha" á réttum stöðum.

H.K.

3:13 AM  

Post a Comment

<< Home