Wednesday, October 11, 2006

Jútjúbb og milljarðarnir

Fyrir stuttu síðan stofnuðu tveir menn youtube-síðuna. Fyrir fáum dögum seldu þeir síðuna til Google fyrir 115 milljarða. Eitthundrað og fimmtán þúsund milljónir króna.
Kom fram í fréttinni að stofnendurnir tveir halda samt vinnunni við fyrirtækið. Hver nennir að vinna þegar hann á tugi milljarða? Bévítans bjánar eru þetta. Ef ég ætti svona mikinn pjé myndi ég fara upp í sumarbústað í mánuð með kassagítar og haglabyssu, spila fyrir sjálfan mig og skjóta postulínsdúfur (ekki leirdúfur - of ódýrar).

Læt ég lag dagsins af youtube vera með Graham Bonnet, þeim eðalsöngvara. Hér er hann í fylgd Steve Vai og myndbandið er háguðfræðilegt, sem og lagið. Tileinkað Eyva og Van-ofsatrúarsöfnuðinum. Meira af Graham Bonnet seinna, en hann er í uppáhaldi hjá mér.

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

ef ég ætti svona mikla peninga myndi ég byrja á því að kaupa bjórverksmiðjuna sem framleiðir "hans bjór" og síðan kannski eins og eitt stykki stjórnmálaflokk

H.K.

5:41 PM  
Anonymous Anonymous said...

fór allt í einu að velta því fyrir mér hvað væri hægt að kaupa mikinn bjór fyrir allan þenna pening - vasareiknirinn minn hefur ekki nógu nógu mörg núll þanni að þetta er alveg hellingur af bjór!!!!!
(miðað við að bjórinn kosti 12 ísl. kr. eins og í Kína).

H.K.

5:51 PM  
Anonymous Anonymous said...

allt í lagi - byrjaður að skrifa alltof mikið og allof oft....greinilega of mikið af "Hansa" bjór ofan í Hans í kvöld.....ha ha ha ha ha

H.K.

5:52 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Híhíhíhíhíhíhíhíhí!

6:13 PM  
Blogger Gauti said...

postulínsdúfur . . hehehe . . af hverju ekki bara Mávastellið og rándýrann "böttler" til að fleygja einum í einu.
Við tökum svona helgi . . einn góðan veður-dag/-helgi

En gæjarnir verða ekkert í vinnu neitt . . þetta er væntanlega eitthvað skattafiff eða þvíumlíkt . . allavega verða þeir ekkert að stimpla sig inn kl. 8 eins og "þið" hin ;)

8:03 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jú - "James, kastaðu Ming-vasanum!" kallaði Ingvar með tvíhleypuna við öxl sér...

10:35 AM  
Anonymous Pétur Örn said...

Hey, eða bara bötlera-vörpu og skjóta bötlera.

4:00 PM  

Post a Comment

<< Home