Tuesday, October 17, 2006

Madonna

Grey Guy Ritchie og spúsa hans. Þegar þau ætla að vera góð og almennileg og ættleiða blökkudreng úr moldarkofum Malaví er bara farið í mál við þau og allt sett í háaloft. Mér finnst flott þegar fólk gerir svona og ættleiðir einhverja krakkagemlinga frá bláfátækum ríkjum svo þau geti fengið að borða, búið í húsi en ekki moldarkofa og komist í háskólann og orðið eitthvað annað en geitahirðar eða stríðsherrar. Mest gaman held ég sé að vera litli strákurinn sem Angelina Jolie ættleiddi, hann Maddox. "Er þetta mamma mín, ókei, ég er sáttur við það, strýk aldrei að heiman - ha, á ég pabba núna? Brad Pitt - ókei, það er í lagi mín vegna!"
Ættleiðingar fræga fólksins eru ljómandi. Einhver sem hefði heitið Múkabe M´Gúmmí og unnið sem perlukafari allt sitt líf (í besta falli) er núna með síns eigins hárgreiðslumann og býr í Beverly Hills eða flottasta hverfi Lundúnahrepps, fer í góðan skóla og étur humar í morgunmat. Þarf ekki einu sinni fræga fólkið til. Sjáið bara fólk hér, ættleiðandi litla gemlinga frá Kína og öðrum fjarlægum stöðum, krakka hvers lífsgæði stökkva upp um einhver ljósár við það eitt að fara frá heimalandi sínu, sjóðheitu og fullu af eitruðum meindýrum og koma hingað. Það er náttúrulega hægt að missa sig eins og Mia Farrow og ættleiða hálfa Paragvæ, en þegar einhver sem vart veit aura sinna tal tekur að sér einn munaðarleysingja frá fjarlægu landi finnst mér það frábært.

Ég veðja á að litli blökkudrengurinn frá Malaví verði samt meiri pabbastrákur en mömmustrákur. Sjáið þetta fyrir ykkur, hann hlustar á Vogue, True Blue og Like a virgin og fussar og sveiar. Svo sér hann Snatch og dýrkar pabba sinn um aldur og ævi. Fyrirgefur mömmu sinni aldrei að hafa dregið pabbann út í gerð Swept Away.

Lag dagsins er með Rainbow, eftir að Graham Bonnet yfirgaf sveitina. Joe Lynn Turner þenur þarna raddbönd. Lagið er Street of Dreams af bestu plötu sveitarinnar, Bent out of Shape.

4 Comments:

Anonymous Halli Hólm said...

Halló ingvar v það er bannað að drulla yfir idolið mitt skammast þín skiluru sko nei takk bjakk ó my god neI

1:57 AM  
Anonymous elzti vinur þinn said...

Joe Lynn Turner er náttúrulega schnilldar söngvari. Eins og til dæmis í þessu lagi: http://www.youtube.com/watch?v=n9pL5m6ry58

Það þarf að lækka þetta um nokkrar áttundir áður en maður svo mikið sem reynir að syngja með á þessu blasti og hann virðst ekki einu sinni hafa fyrir þessu! Hrmpf!

-j

9:54 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ég var samt hrifnari af Graham Bonnet, eins og síðustu færzlur bera með sér. Turner var fínn í Rainbow og með Malmsteen (sem einmitt var í Alcatrazz með Bonnet líka) en ekki alveg að gera sig í Purple.

Jú - Halli - hvað í ósköpunum ertu að meina? Og hafðu fokkings samband, plebbinn þinn.

10:40 AM  
Anonymous Anonymous said...

Þetta blogg þitt hlýjaði mér um hjartarætur. Ég er sammála þér með ættleiðingarnar og þegar ég verð rík ætla ég að gera slíkt hið sama.

Væmna Orgelið.

3:12 PM  

Post a Comment

<< Home