Saturday, October 07, 2006

Sveppur og tígrisdýrið

Í gær var dótadagur á leikskóla Litla-Svepps. Þá mátti taka með sér eitt dót, nema einhverra hluta vegna mátti það ekki vera byssa og ekki sverð - bévítans leikfangafasistar eru í vinnu þarna. Örugglega kommúnistar.
Eníhjú, uppáhaldsleikfangið var tekið með. Það er tuskutígrisdýr á stærð við mig, en Guðbjartur trymbill splæsti þessu á strákinn minn er hann hreinsaði út úr geymslunni sinni. Seldi mér reyndar sjónvarp á spottprís í leiðinni. Kann ég honum bestu þakkir.
Klukkan alltofsnemma að morgni dröslast ég út í bláu þrumuna (sem ég klessti lítillega seinna um daginn), með barnið í annari og einnogsjötíu tígrisdýr í hinni. Barnið afturí í stól og rándýrið frammí hjá mér, í belti og alles.
Á leiðinni á leikskólann svona um það bil truflaðist ég úr hlátri. Fattaði að ég er pabbinn í Calvin og Hobbes, með lítinn strák og stórt tuskutígrisdýr. Gaman að því.

Annars er ég að fara til Grundarfjarðar á eftir að leika þar á dansleik. Bibbi gítarleikari (áður í Ber - núna nóboddí) kemur með og er talið líklegt að spilastokkurinn verði í yfirvinnu alla ferðina og Ólseninn verði tekinn af kappi. Ég held að Bibbinn minn hafi ekki spilað með oss síðan í Danmerkurferðinni í janúar og er þá aldeilis kominn tími til. Hlakka til að hitta Edda og frú og hafa gleði.

7 Comments:

Blogger Gauti said...

þannig að þá vantar bara mig til að klára rommið af barnum eins og síðast ;)

9:16 AM  
Anonymous Anonymous said...

well það er gott að tuskudýrið gerið lukku,,takk fyrir helgina gaman að spila með Bibbanum og ekki skemdi olli fyrir kveðja guffi

7:47 AM  
Blogger Olga Bj� said...

Vá hvað ég hefði viljað vera við hliðina á þér á rauðu ljósi og sjá rándýrið í framsætinu. Hefði gert daginn minn.

10:16 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

"Gert daginn minn" - Orgel Sveins, þú ert að sletta á ósmekklegasta hátt Íslandssögunnar. Skil samt hvað þú meinar, það hefur örugglega verið hlægilegt að sjá mig og Tígra... eða Hobbes.

10:46 AM  
Blogger Magnús said...

Þessi týpa af hlut lætur mann vilja taka líf sitt.

10:52 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hei, þá er ég komin á spjöld sögunnar...tíhí. :)

Orgel Sveins

12:39 PM  
Blogger la925dfcv said...

hey, I just got a free $500.00 Gift Card. you can redeem yours at Abercrombie & Fitch All you have to do to get yours is Click Here to get a $500 free gift card for your backtoschool wardrobe

1:57 AM  

Post a Comment

<< Home