Wednesday, October 18, 2006

Túrkmenistan

Þjóðhátíðardagur Túrkmeninstan nálgast. Þjóðhöfðingi þess ágæta lands var víst að senda frá sér ljóðabók, svo indæla að menn tóku andvarp við hvert orð og klöppuðu mjög er hann las eilítið upp úr skruddunni. Svo er hann að vígja byggingu í bókarlíki, segja mér fréttir. Hann hefur það fínt, reyndar eilítið á kostnað málfrelsis almennings og mannréttinda, en einhverjar fórnir verður að færa til að umheimurinn fái svona skemmtilegar fréttir af þessum hressa einræðisherra, Túrkmenbasí.

Þjóðhátíðardagur Túrkmena er einmitt sami dagur og þessi mynd kemur í bíó, allavega í henni Ameríku. Vonandi þurfum við ekki að bíða lengi hér, enda fyrirrennarar myndarinnar í seríunni skemmtilegar mjög.

Er þjóðhátíðardagur Túrkmena, sem einmitt er einnig afmælisdagur Simon Le Bon, rennir í hlað væri ég til í að einhver gæfi mér svona, bara af því James Bond átti svona lengi vel. Hvað ætli hann sé með í nýju myndinni?

Eru menn ekki hressir annars?

10 Comments:

Blogger Jimy Maack said...

Ég skal gefa þér PPK ef þú gefur mér 357....

1:15 PM  
Anonymous Pétur Örn said...

Hann er nú súri karlinn hann Saparmurat Niyazov eða Turkmenbashi. Skírir allt eftir sér og lokar öllum bókasöfnum því hann segir þorpsbúa ekki lesa. Bannað að hlusta á tónlist og allar listir yfirleitt bannaðar. Peningaseðlar með myndum af honum og hann er búinn að endurskíra janúar Turkmenbashi.
Og af fimm milljónum íbúa landsins eru aðeins 36 þúsund með aðgang að interneti. Og hann ætlaði að lækka laun kennara og jafnvel reka þá ef þeir skrifuðu ekki lofræðu um hann í dagblöðin.
AAAAaaaaarrrrrggghh

2:32 PM  
Blogger Jimy Maack said...

Já. Og til hamingju með hvalina.

3:06 PM  
Anonymous Anonymous said...

Það er nú ekkert....einræðisherrann Runni Sveins í U.S.A. öðru nafni Asni er búin að leyfa það að nú má pinta og meiða fólk .......Hvað er það?????
Getur hann virkilega breitt lögum frá 1250 og brotið í bága við alþjóðasáttmála og komist upp með það?????
Átti þessi forsetageðsjúklingur frænda sem hét Adolf????

Bryn.

9:01 PM  
Anonymous Anonymous said...

P.S. Og síðan hvenær varð hann sérfræðingur í því að greina að skaðlausar pintingar og skaðlegar
þessi maður er ekki með geðlækna eða sálfræðikúrsa að baki, hann er heldur ekki mentaður í neinum líffræðum eða læknisfræðum og ég efast stórlega um að hann sé með siðfræði diplómu heldur.

Sem sagt flestir menn meiga ekki meiða neinn.
En Runni Bandaríkjaforseti er búin að setja lög um það að hann megi samt meiða menn????

Ég er að fara grenja ég er svo reið
Bryn.

9:09 PM  
Blogger Olga Bj� said...

Tek undir reiðina með Bryn og Pétri. >:(

Hvað ætlarðu annars að gera við byssu, Ingvar? Hvern ætlar þú að skjóta?

11:34 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ég er reyndar á því að öll lög um pyntingar, málfrelsi og persónuvernd megi fjúka út um gluggann ef þjóðaröryggi liggi við. Ég er hinsvegar á því að orðið "þjóðaröryggi" hafi verið gengisfellt allsvakalega af Georg síðustu fimm árin.

Munurinn á Georg og Saparmurat er samt talsverður, til dæmis losnar kaninn við Bush úr Hvíta kofanum eftir tvö ár. Túrkmenistar losna aldrei við Saparmurat, hann æviréð sjálfan sig. Annar stór munur er sá að Sean Penn væri horfinn í Túrkmenistan og allar hans bíómyndir bannaðar, þ.e.a.s. ef einhver myndi viðurkenna að þær hefðu nokkurntíma verið til.

Samt er Georg svolítið glataður, sko.

10:00 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Já, og Orgel, ég ætla ekki að skjóta neinn. Bara dósir, flöskur og svoleiðis. Ef ég ætti svona byssu og dræpi einhvern með henni þyrfti ég að henda henni í sjóinn og því myndi ég ekki tíma.
Só not jú vorrí, dír.

10:01 AM  
Anonymous Pétur Örn said...

Ertu dósahatari eins og kallinn í The Jerk að Navan R. Johnson hélt?

4:32 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Já. Akkúrat svoleiðis. Ég reyndar skil ekki spurninguna, en, jú.

6:18 PM  

Post a Comment

<< Home