Wednesday, November 15, 2006

Bauer, sería fimm

Tók til óspilltra málanna í gær og setti 24 í tækið. Búinn að bíða spenntur eftir nýjustu seríunni og hef þegar lokið fyrstu fjórum þáttunum. Jibbíkóla.

Svo vil ég biðja fólk um smá greiða. Næst þegar þið gangið yfir götu á ljósum, horfið á grænu, nú eða rauðu, myndina af mannverunni. Ímyndið ykkur svo að þetta sé kona í buxum (eins og flestar konur nú til dags) sem sé að horfa í áttina til ykkar.
Með þessu getið þið sparað borginni umtalsvert fé.

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Sammála spörum fé og hættum essu grenji.

Bryn.

1:12 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ sæti, langaði bara að kvitta fyrir komuna. Long time no see eins og einhver orðaði það. Kannski maður ætti að fara kíkja á Dubliner og sötra 1-2 bjóra og skemmta sér ærlega við söng þinn og spil? :)

Bestu kveðjur

Dísa litla :)

2:31 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Dísa, þú verður. Enda ertu hundleiðinleg edrú, híhíhíhí.

2:35 PM  
Anonymous Anonymous said...

Haha, miðað við hvað ég (og allir hinir) var alltaf á eyrunum þegar ég var að vinna þarna þá er það kannski alveg skiljanlegt! Orðin mamma, mikil ábyrgð og náttúrulega allur þvotturinn, má ekki gleyma honum!! :)

Dísa litla :)

12:42 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Fólk er leiðinlega edrú í vinnunni þarna núorðið.

3:15 PM  

Post a Comment

<< Home