Monday, November 20, 2006

Bíógetraun #3 í dag

Ákvað að lúberja eigið persónulegt met og henda inn þriðju bíógetrauninni í dag.
Spurt er um leikara, sem endranær.

Leikari þessi hefur leikið ýmis hlutverk, en hefur helst sést í gamanmyndum og gamanþáttum í sjónvarpi.

Hann lék feykiúrræðagóðan leigumorðingja í eitís-mynd, hvar kjarnorkuváin og kalda stríðið voru í algleymingi.

Hann lék einnig lítið hlutverk í mynd, sem byggð var á sketsum úr Saturday Night Live.

Hann lék einnig í Miami Vice-þætti.

Þekktastur er hann fyrir að leika eitt aðalhlutverkið í einum vinsælasta gamanþætti sjónvarpssögunnar.

Hver er kallinn?

Verðlaun eru einn svellkaldur á Dubliner annað kvöld.

9 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ted Danson??
Lilli fyrir norðan

8:51 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Neibbs, ekki er það Ted. Svolítið skilt, samt.

9:11 PM  
Anonymous Anonymous said...

það er þá pósturinn sem engin man hvað heitir

9:26 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ekki alveg.

9:37 PM  
Blogger Olga Bj� said...

Barry Pearl?

11:10 PM  
Blogger Olga Bj� said...

Ehh....John Leguizamo?

11:17 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Allir að drulla í buxurnar hér. Óhætt að segja að enginn sé nálægt réttu svari.

11:27 PM  
Blogger Gauti said...

Harry Shearer !
Lék í Wayne's World 2 og er Flanders og Lovejoy og Smithers ofl í Simpsons . . og hann var í einum Miami Vice

8:37 AM  
Anonymous Anonymous said...

múmínálfurinn?

9:40 AM  

Post a Comment

<< Home