Tuesday, November 21, 2006

Bíógetraunin síðan í gær

Menn eru að drulla upp á þak í bíógetrauninni minni.

Hér er aukavísbending - hann lék eitt sinn hálfþroskaheftan húsvörð hjá sjónvarpsstöð einni. Húsvörður þessi reyndist betri en enginn þegar á reyndi.

Þar hafiði það og komið nú með rétt svar.

22 Comments:

Blogger Gauti said...

Michael Richards !

10:31 AM  
Blogger Gauti said...

Þú ert að tala um "UHF", Whoops Apocalypse, Seinfeld og Coneheads :)

10:39 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Du la grand æðinslegt hjá þér, auti. Ætlarðu að koma í kvöld og fá bjórinn þinn?

10:43 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Meinti Gauti, ekki auti, sko... afsakið.

10:43 AM  
Blogger Gauti said...

jamm . . hoppa á "einarri" til Íslands ;)
(er fótlama . . fjárans íþróttir !)

10:48 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Var ég ekki búinn að segja þér að íþróttir eru stórhættulegar. Þú gætir orðið jafn óþolandi og Magnús Scheving!

10:54 AM  
Blogger Jimy Maack said...

Færð ekkert að hoppa á mér.

10:58 AM  
Anonymous Anonymous said...

var það ekki múmínálfurinn?

11:10 AM  
Anonymous Anonymous said...

mátt hoppa á ingvari:)

11:10 AM  
Blogger Gauti said...

Það er verið að auglýsa Lazytown til sölu á dvd hér í DK núna . .
Hér heitir hann ekki Íþróttaálfurinn heldur Spartacus! . . "eina ofurhetjan með yfirvaraskegg !"
(án gríns . . svona er hann auglýstur)

11:16 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Yfirskeggið er álímt og óekta.
Boðskapurinn hjá Latabæ er álíka og sá hjá þjóðernisjafnaðarmannahreyfingu Germaníu upp úr 1930 - feita fólkið er heimskt og má missa sín.

11:23 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ég get komið og drukkið bjórinn fyrir hann Gauta bró.

Bryn.

11:56 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ókei, díll.

12:35 PM  
Anonymous Svenni Waage said...

yfirvaraskegg rúla ! og Germanía líka.. ég meina án þeirra hefðum við ekki Shavin Ryan Privates, Gland of Brothers, A Breast to far og fleiri góðar :)

hlakka til að tækla næstu getraun..

kv. Sven

1:40 PM  
Anonymous Anonymous said...

og ekki merkjamyndirnar

2:09 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ég merki myndirnar mínar bara ef mér sýnist!

2:43 PM  
Blogger Bjarni R said...

Latarbæjarrjómaterta er allavega vel við hæfi! Sjá: http://barnaland.is/barn/28739/album/413898/img/20061026205524_6.jpg

8:47 PM  
Blogger Olga Bj� said...

Mér finnst Magnús Scheving alveg hrikalega flottur maður og karakter. Hann er búinn að ná miklu lengra með sín markmið en við öll hin til samans!

Orgelið

12:00 AM  
Anonymous Anonymous said...

vá greinilegt að þú hefur ekki horft á dönsku merkjamyndirnar þar sem allir voru rakaðir...horfðu bara á lazytown það fer þér betur eða stubbana:)

9:26 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ég þarf ekki að horfa á barnaefni til þess finnast hann flottur.

OB.

9:49 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ég er sammála Olgu! Þetta er duglegur og afkastamikill maður sem maður ætti að taka sér til fyrirmyndar fái maður góða hugmynd sem mann dreymir um að hrinda í framkvæmd.

P.S. M.Scheving ritar líka nafnið sitt undir það sem hann gerir ólíkt bjánanum sem skrifar hér aðeins ofar.

Brynhildur.

11:43 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Svona spauglaust þá er mjög margt í Latabæ sem er einkar jákvætt, svo ekki sé talað um vinsældir þeirra erlendis, sem munu skila sér til okkar allra. Hinvegar, verandi antísportisti, þá hefur mér frá fyrstu stundu fundist eins og Solla eigi að vera voða snjöll af því hún stundi íþróttir og hreyfi sig, en restin af krökkunum, sem og þeim fullorðnu, verður heimskari með hverju aukakílóinu.

Þetta hjálpar mér samt að fá Litla-Svepp til að éta gulræturnar sínar, þannig að ég kaupi þetta og góni á með litla.

Eníhjú, ég vil samt veg Latabæjar sem mestan, því þetta er jú framleitt hér heima og það að miklu leiti fyrir fé úr nýsköpunarsjóði, svo æði mikið af gróðanum skilar sér í sameiginlegan sparibauk okkar.

Ætli Árni steli svo ekki gróðanum?

4:03 PM  

Post a Comment

<< Home