Monday, November 20, 2006

Bjarni malaði þetta

Meðan aðrir skildu varla getraunina tók Bjarni Randver sig til og rótburstaði dæmið, enda ekki við öðru að búast af fræðimanni og fjölmiðlastjörnu (hann er sumsé Guðfræðingur og átti nærri heila opnu í síðasta DV í feykimálefnalegri umræðu um séra Moon).

Leikarinn, sem ég spurði um, er sumsé Edward Fox. Hann lék í Bond-myndinni Never say never again. Hann lék líka hinn spregióða Dusty Miller í Force 10 from Navarone, en í Guns of Navarone var það einmitt David Niven sem lék sama mann - Niven lék Bond í ´67-útgáfunni af Casino Royale. Force 10 er mjög náskynd Bond-seríunni, því leikstjóri hennar er Guy Hamilton, sem leikstýrði Goldfinger, og í henni léku, auk Fox, Barbara Bach (Spy who loved Me), Richard Keel (Spy who loved Me og Moonraker) og Robert Shaw (From Russia with Love).

Má svo geta þess að Richard Keel lék leigumorðingja, sem gekk undir nafninu Jaws, en Robert Shaw var étinn í mynd sem hét Jaws.

Edward þessi lék svo í Wild Geese 2, sem er alvond mynd. Þar lék hann bróður mannsins sem Richard Burton lék í Wild Geese, hinni upphaflegu.

Svo á hann líka bróður að nafni James (reyndar fleiri, en James er frægastur).

Persónulega fannst mér Fox flottastur í Day of the Jackal, sem er talsvert betri en "endurgerðin" með Bruce Willis.

Annars er ég bara hress. Hvað með þig?

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

This comment has been removed by a blog administrator.

3:16 PM  
Blogger Stebbi Bollustrákur said...

Vá!!!

4:14 PM  
Blogger Gauti said...

ekki "bessewissa" yfir þig Ingvar minn :)

5:08 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Nei, ég er að besserwissa yfir ykkur, ekki mig.
Annars má ég besserwissa (jafnvel bessermissa það), þetta er nebblega mitt eigið blogg. Híhí.

6:19 PM  
Blogger Jon Kjartan said...

Þú ert klikk. Svo máttu ekki blogga í vinnunni - ekki heldur þegar ég er veikur.

8:29 PM  

Post a Comment

<< Home