Friday, November 17, 2006

Breiðholt

Þurfti að opna fyrir löggunni í nótt, þar sem einhver var með dóppartý í stigagangnum mínum. Ekki í fyrsta skipti og ekki fyrsta íbúðin. Djö. Löggubílar, merktir sem ómerktir fyrir utan og löggur, með og án einkennisklæða.

Ég er drullusvekktur yfir þessu. Dópistapartý allar næturog mér aldrei boðið.

Lag dagsins er þetta.

9 Comments:

Blogger þórhallur said...

Allir á www.xfm.is og kjósa útvarpsþáttinn örninn og eggið!! Gullkindin er mín þetta árið

8:41 PM  
Anonymous Eyvindur Karlsson said...

Það er engin smá herferð hjá Kúka litla!

11:39 PM  
Anonymous Kiddi said...

djöfulsins dónaskapur að bjóða þér ekki...

12:51 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jú, vaðandi heróín upp um alla veggi og ég bara bláedrú í húrrandi fýlu. Glatað. Þetta er enginn náungakærleikur.

1:04 PM  
Blogger Ellen Alma said...

Kannski er þér ekki boðið af því að þú ert gaurinn sem opnar fyrir löggunni. ;)

2:16 PM  
Blogger Gauti said...

hehehehe . . sterkur punktur !

3:39 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hér eru nokkrar lausnir

http://www.mbl.is/mm/fasteignir/

4:30 PM  
Blogger Gauti said...

hurru Ingvar . . þú varst að tala um tónlistarmann, Sufjan að nafni, um daginn . . hér er frétt um hann :

http://www.mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1235923

hvað er hann að gera með þennan flugdreka á bakinu ?

11:48 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Þetta er ekki flugdreki, þetta er svokallað þrívíddartattú. Og Ellen, ég hefði ekki opnað fyrir löggunni ef ég hefði verið í partýinu, er það. Reyndar opnar maður fyrir löggunni ef hún bankar, það gæti verið einhver ljótur kall með byssu eða ógisslegur barnaperri sem hún væri að ná í. Löggan er nebblega góð.

10:11 AM  

Post a Comment

<< Home