Thursday, November 23, 2006

David var það, heillin

Einhver Stefán réði gátuna mína, en rétt svar við henni var David McCallum. Rangt svar var hinsvegar Roger Moore, sem og William Shatner.

David þessi leikur t.d. í NCIS, en þar leikur hann Dr. Donald, sem er sami karakter og hann lék í JAG-þáttunum. Hann lék í Man from U.N.C.L.E. í gamla daga, feykiskemmtilegir sjónvarpsþættir og myndir.Þeir þættir/myndir voru eitt af svörum USA við Bond og gengu á tíðum aðeins of langt, rétt eins og Flint, ef menn þekkja þær myndir. Má geta þess að Bjarni, vinur minn, gaf mér hér í eina tíð U.N.C.L.E.-myndina Karate Killers og er ég honum eilíflega þakklátur.
McCallum lék einnig með Charles Bronson í Great Escape í gamla daga. Það var ótrúlega skömmu áður en Bronson stal Jill Ireland undan honum og lét sig hverfa. Ljótt af þeim, enda eru þau bæði steindauð, en McCallum hress.

Annars var ég að semja um kaup á Fender Stratocaster plus-gítar, en hann er fagurblár að lit. Átti hann einu sinni, en seldi og sá alltaf eftir því. Nú hef ég eignast hann á ný, en á einum mixer minna en í gær. Svo keypti ég aftur um daginn heimasmíðaðan Telecaster sem ég hafði eitt sinn selt og lét upp í hann forláta tape-echo frá sjöunda áratug síðustu aldar. Samt er alveg sama hvað ég á af gíturum, ég nota alltaf Music Man-inn minn, sem er áberandi langbesti gítar í gervöllum heiminum, og þótt víðar væri leitað. Hér er mynd af svipuðum gítar í faðmi skapara síns.

6 Comments:

Anonymous Þráb said...

hmm... Music Man? Já, ansi fínn gítar. Rambaði hér inn á netbrettasulli. Til hamingju með síðuna þína, þetta er fínt hjá þér. Æfðu svo hraðskalaæfingarnar þínar.

11:28 PM  
Blogger Óskar þór said...

Þú ert príðilegur með eða án gítarspaða, koddu í heimsókn druslan þín og taktu fallega fólkið þitt með.

11:35 PM  
Anonymous Pétur Örn said...

http://www.dundurfrettir.blogspot.com/

3:28 AM  
Blogger Gauti said...

Já þetta er baktería þessi gítarasöfnunarárátta . . ekki það versta sem hægt er að safna samt :)

10:33 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Nei, það er verra að safna kynsjúkdómum.

11:16 AM  
Anonymous Anonymous said...

það er fínt að safna kynsjúkdómum:)
viljiði einn?????
ss

11:39 AM  

Post a Comment

<< Home