Wednesday, November 22, 2006

Djétrauhn

Bévítans. Var að spila í gær á Döbb, gaman að því. Villi Goði kíkti við, sem og Denni hinn ísfirski og voru þeir að sjálfsögðu látnir taka gítar í hönd og leika og syngja meðan ég snýtti mér. Stoppkvefaður og viðurstyggilegur. Fór því ekki í vinnu í dag, við lágum bara heima feðgarnir, báðir með smá hita og ég með Nezeril í annari nösinni og hor í hinni. Algert ógeð. Ööööö. Vonast þó til að drullast í vinnuna á morgun, enda nóg að gera í búð Tóna. Svo tekur við gítarkennslan og að því loknu gigg á Döbb. Gaman að því.

Jæja, þá er verst að skjóta fram bíógetraun, enda ekkert skárra að gera.

Spurt er um leikara. Hvað annað?

Hann var atvinnuíþróttamaður og fatamódel.þegar honum bauðst eitt aðalhlutverkið í ódýrri spennumynd sem heldur betur sló í gegn. Í þeirri mynd lék gríðarfrægur poppari lítið hlutverk.

Hann hefur leikið í myndum með Tom Cruise, Jean Reno, Donald Sutherland og mörgum fleirum.

Hann hefur leikið í geimmynd.

Hann hefur leikið glæpamenn, bæði stór- og smáglæpamenn auk þess að leika bæði gerspilltar og strangheiðarlegar löggur.

Hann samdi nýverið um að leika í mynd, byggða á gríðarlega vinsælli bók úr gríðarlega vinsælum bókaflokki.

Hver er karlanginn?

5 Comments:

Anonymous Jósi said...

Jason Statham?

10:33 PM  
Blogger Magnús said...

Gaur, þú ert alltaf veikur. Hvað er eiginlega með þig?

11:47 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jason var það, heillin. Hárrétt.

Jú, Mangi minn, ég hef verið fullur af skít upp á síðkastið, þ.e.a.s. kvefskít. Reyndar búinn að vera mikið kvefaður síðan í október í fyrra. Bévítans vibbi er þetta, fyrir utan andfýluna sem fylgir þessu. Maður burstar tennurnar oftan en Monk og samt er andfýlan eins og af meðal Komódódreka.

12:09 AM  
Anonymous Anonymous said...

prófaðu að bursta með klósettburstanum þá fer andfýlan. að vísu kemur önnur lykt í staðin en......
ss

9:46 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Búinn að prófa það. Virkar fínt.

10:24 AM  

Post a Comment

<< Home