Thursday, November 23, 2006

Enn eitt getrauna

Fyrst José tók síðustu getraunina í nebbann sinn er hér önnur.

Spurt er um leikara.

Hann hefur leikið í fullt af stríðsmyndum.

Hann lék fyrir mörgum árum í gríðarvinsælum sjónvarpsmyndaflokki.

Nú leikur hann í sjónvarpsþáttum sem sýndir eru hérlendis. Þar leikur hann sama karakter og hann lék í öðrum sjónvarpsþáttum. Gaman að því.

Hann var eitt sinn giftur leikkonu. Sú skildi við okkar mann og giftist öðrum leikara, sem leikið hafði með okkar manni í gríðarvinsælli mynd. Hún og seinni maður hennar eru bæði látin, en okkar maður er hress, eftir því sem ég best veit.

Okkar maður hefur leikið á móti Donald Pleasence, Jane Seymour og Richard Harris.

Hver er kallinn?

Annars er ég á Döbb í kvöld, mætið sum.

9 Comments:

Anonymous Eyvindur Karlsson said...

William Shatner?

12:13 PM  
Blogger Jimy Maack said...

Djöfuls Eyvi.... ég ætlaði að skjóta á Shatner líka...

1:11 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Þið eruð að drulla upp á bak. Ekki er það Kirk kapteinn.

1:21 PM  
Anonymous Anonymous said...

ég ætlaði bara að segja Donald Sutherland......en það er sennilega vitlaust.......langaði bara að nefna hann af því að hann er að leika í forsetaþáttunum með Gínu Davíðs og er svo skemmtilegur karakter í þeim.

Annars bara allir í fíling olei!
Bryn.

1:23 PM  
Anonymous Svenni Waage said...

ROGER MOORE

Málið dautt !

2:08 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ekki er það Roger.

2:29 PM  
Blogger Óskar þór said...

stacy keach?

3:32 PM  
Anonymous Stebbi said...

David McCallum kannski?

4:42 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Það var þrusuþéttur lallari, Stebbi minn!

Það er David McCallum, sem var giftur Jill Ireland. Hún fór frá honum og giftist Charles Bronson, sem lék með David í Great Escape.

Er ég bæði glaður og hress og þakka öllum þáttökuna.

4:51 PM  

Post a Comment

<< Home