Thursday, November 16, 2006

Grúbbíur og aðrir aðdáendur athugið!!!

Í janúar fór hljómsveitin Swiss til Danmerkur í þeim tilgangi að spila á Þorrablóti og drekka bjór - þó ekki endilega í þessari röð. Ég þakka Almættinu fyrir þessa síðu, en á henni má, ef vel er að gáð, finna óræk sönnunargögn þess að við héldum uppi stuði. Endilega kíkið á.

7 Comments:

Blogger Gauti said...

Ussuss . . það er meiraðsegja mynd af mér . . sauðölvaður, búinn að rífa gítarinn af Bibba og er að reyna að muna hvernig maður spilar aftur á gítar.

7:27 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Já, og meira að segja bara mynd af skallanun á þér. Sexí skalli, samt.
Líka skemmtilegt kvöld í alla staði.

2:12 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ég þekkti á þessum myndum eftirfarandi: Hljómsneitina Swiss miss, Skallan á honum bróður mínum og síðan Gunnar Sturlu fyrrum skagamann og meðlim Abababb sem var þarna að skera kjet....en hann samdi einmitt lagið ´Það var trítill sem tíndi skónum hans Tedda' En það lag var samið um skó sem hann var með í leifisleysu frá Theodóri bróður sínum og glataði síðan í Fjölbrautarskólanum á Akranesi...en skemmtilegt er frá því að segja að Theodór þessi er um þessar mundir veðurfréttamaður á Rúv...................gaman að því......algjörlega óþörf vitneskja kanski en öhhhhh!........... Já

Bryn.

3:26 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Svo var þarna líka, og það á sjálfri lokamyndinni með fána í munni, Addi nokkur frá Akureyri. Hann er eilítið yngri en ég og ágætiskall. Einnig deilir þarna með mér sviði hann Óskar sem réði okkur á giggið. Ef vel er að gáð má sjá bróður hans líka á sviðinu, en ég man ekkert eftir því tímabili ballsins þar sem ég var blindfullur af öllum fría bjórnum. Það voru samt bara tæknileg mistök.

3:48 PM  
Anonymous Anonymous said...

samt einn áberandi fagur maður sem minnir mest á mongólíta og það er trommarinn,,yfirleitt kallaður Guffi mongó,gaman væri að fara aftur já heyrðu það Óskar

Guffi

7:31 PM  
Blogger Snorri finnski said...

Hérna er Þorrin ekki frá miðjum jan fram í feb?
Annars er alltaf gaman í veislum Árósinga.

6:24 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jú, þetta eru sko gamlar myndir.

2:54 PM  

Post a Comment

<< Home